Heilbrigðismál - 01.03.1996, Side 9
Erfiðið styrkir iíkamann
og bætir heilsuna.
Ekkiskapaður
til iðjuleysis
Með erfiði skaltu þig
af jörðunni næra, var eitt
af skaparans fyrstu boð-
orðum til mannsins,
hvern hann ekki skóp til
iðjuleysis heldur til að
rækta og yrkja jörðina,
gera hana þar við blóm-
lega, ávaxtarsama, sér og
öðrum holla, varanlegu
aðsetri og uppeldis-
meðali, og erfiðið átti
undireins að verða við-
hald hans heilsu og lífs;
því mannreynt er að ekk-
ert styrkir eður viðréttir
hvort tveggja framar en
erfiði.
Magnús Steplienscn konferensráð
(f. 1762, d. 1833). Mannfundir,
1954.
| Dýrmæt stund
Tíminn er það dýr-
" mætasta sem maður á,
| og sá sem veit að hann
* hefur varið honum vel,
| getur verið ánægður.
I Skúli Guðjónsson á Ljótunnar-
stöðum (f. 1903, d. 1968).
I Bréf úr myrkri, 1961.
Sagt
Heilsuskömmtun
Skömmtun í heilbrigð-
ismálum er raunveruleiki
líðandi stundar, hvort
sem fólki líkar betur eða
verr. Vont er að hún
verði áfram tilviljana-
kennd og umdeilanleg
eins og nú er. Betra er að
hún hvíli á skilgreindri
forgangsröðun sem eigi
sér skilgreindar for-
sendur.
Jónas Kristjánsson ritstjóri
DV, 18. janúar 1996.
Verri þjónusta
Niðurskurður á út-
gjöldum til heilbrigðis-
mála leiðir ekki sjálfkrafa
til sparnaðar eða hagræð-
ingar. Reynsla annarra
þjóða er sú að niður-
skurður dregur úr fram-
leiðni, þjónustustigi og
þjónustulund við al-
menning.
Jóhann Rúnar Björgvinsson
hagfræðingur.
DV, 13. febrúar 1996.
Að hruni komin
Það sem snýr að sjúkl-
ingum, sem heyra og sjá
í fjölmiðlum dag hvern
að þjónustan sé komin að
hruni, er ekki glæsileg
mynd. Það er siðferðileg
skylda allra heilbrigðis-
stétta að forðast að grafa
undan trausti sjúkling-
anna á stofnunum eða
starfsmönnum þeirra.
Skúli G. johnsen héraðslæknir.
DV, 16. febrúar 1996.
Með ráðdeild
Við verðum að treysta
öruggan rekstrargrunn
heilbrigðisþjónustunnar.
Það verður ekki gert með
aukinni skuldasöfnun.
Það verður gert með ráð-
deild. Sú ráðdeild mun
áfram skila okkur bestu
heilbrigðisþjónustu og
þeirri öruggustu sem völ
er á.
Ingibjörg Pálmadóttir
heilbrigðisráðherra.
Tíminn, 20. febrúar 1996.
Dugnaðarfólk
Glæsilegur meirihluti
íslenskrar æsku er heil-
brigt og reglusamt dugn-
aðarfólk, bjartsýnt og lífs-
glatt, albúið þess að tak-
ast á við hverja þá raun
sem örlaganornin lumar
á. Hins vegar er sérhvert
orð sem gefur í skyn víð-
tæka spillingu æskulýðs-
ins ekki aðeins fjarri öll-
um veruleika heldur
einnig háskaleg ginning.
Helgi Hálfdanarson Ijóða-
pýðandi og lyfjafræðingur.
Morgunblaðið, 2. tnars 1996.
Best í heimi
Það eru ekki bara sér-
vitringar sem borða
grænmeti heldur er öll
þjóðin að vakna til lífsins
og sér að við ræktum
Hvað er betra en nýtt ís-
lenskt grænmeti?
besta grænmeti í heimin-
um. Við þurfum ekki að
hræðast samkeppni er-
lendis frá því við erum
að framleiða betra græn-
meti en nágrannaþjóðir
okkar.
Georg Ottósson garðyrkjubóndi.
Bændablaðið, 13. ágúst 1996.
Upp og niður
Sjúkrahúskerfið hefur
verið byggt svo rækilega
upp að það er orðið aðal-
viðfangsefni heilbrigðis-
yfirvalda að rífa það
niður.
Guðmundur Helgi Þórðarson
læknir. Vikublaðið, 8. mars 1996.
Alltaf á vakt
Sífelldar bakvaktir eru
mannskemmandi. Fólk
hefur aldrei fullkomna
ró. Vitneskjan um að geta
verið kallaður út hvenær
sem er veldur kvíða, það
er alveg sama hversu
menn eru reyndir. Fólk
fær hjartslátt ef síminn
hringir. Að geta aldrei
um frjálst höfuð strokið
tekur á taugarnar.
Hjalti Kristjánsson heilsugæslu-
læknir. Fréttir, Vestmannaeyjum,
22. febrúar 1996.
Fegurð lífsins
Lífið er of stutt og dýr-
mætt til að sóa því í rusl-
menningu. Heimurinn er
fullur af fegurð sem á er-
indi við alla. Líf án feg-
urðar er afar fátæklegt.
Ingólfur Guðbrandsson
ferðamálafrömuður.
Morgutiblaðið, 23. tttars 1996.
Á villigötum?
Getur verið að hátækn-
in sé að gera okkur ólæsa
á sjúkdómseinkenni sem
verða numin með næm-
um höndum, vakandi
augum og rökréttri hugs-
un?
Árni Björnsson læknir.
Læknablaðið, niaí 1996.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1996 9