Heilbrigðismál - 01.03.1996, Qupperneq 15

Heilbrigðismál - 01.03.1996, Qupperneq 15
Norska krabbameinsfélagið Reykingar og holdafar: Er hægt að losna við tóbakið án þess að fitna? Grein eftir Laufeyju Steingrímsdóttur Hversu eftirsóknarvert er að vera grannur? Eru menn jafnvel tilbúnir til að deyja fyrir líkamsvöxtinn? Sumir virðast vera þessarar skoð- unar, a.m.k. þeir sem halda þyngd- inni í skefjum með reykingum. Ahrif reykinga á líkamsþyngd eru óumdeild. Reykingamenn eru að jafnaði léttari en hinir reyklausu, offita er sjaldgæfari í þeirra hópi og, það sem meira er, flestir fitna þegar þeir hætta að reykja. Astæð- ur þessa eru nokkuð skýrar: Nikó- tín örvar beinlínis efnaskiptin þannig að reykingamenn þurfa fleiri hitaeiningar úr fæðunni til að halda holdum en eðlilegt getur tal- ist. Þar við bætist að tóbakið dregur gjarnan úr matarlyst, ekki síst þar sem sígarettan kemur í staðinn fyr- ir nart á milli mála. Það er því varla að sökum að spyrja, þegar sagt er skilið við tóbakið geta aukapúðarn- ir gert óþægilega vart við sig. Að jafnaði er þyngdaraukningin um 4-5 kg eftir fyrsta reyklausa árið, sumir fitna þó iítið sem ekkert en aðrir meira, jafnvel svo að offita hlýst af öllu saman. En er veruleg þyngdaraukning óumflýjanleg afleiðing reykbind- indis? Nei, síður en svo. Meira að segja þarf hér ekki að vera á ferð- inni enn ein kvöðin, enn eitt bind- indið sem leggst á þjakaðar sálir fyrrverandi reykingamanna. Þvert á móti getur holl og góð fæða og dagleg hreyfing ekki aðeins komið í veg fyrir þyngdaraukningu heldur getur bættur og breyttur lífsstíll beinlínis aukið vellíðan og styrkt okkur í baráttunni við reykinga- vanann. Á hinn bóginn má ekki sjá ofsjónum yfir einu eða tveimur kílóum, því oft á tíðum eru fyrrver- andi reykingamenn einungis að ná sinni eðlilegu þyngd eftir langvar- andi undirþyngd. I rauninni er I þyngdaraukningin samfara því að hætta að reykja álíka mikil og eftir meðgöngu. Flestar konur fitna svo- lítið þegar þær ganga með barn og að jafnaði eru þær um 4 kílóum þyngri eftir barnsburð en þær voru fyrir. Ottinn við að fitna kemur þó sjaldan í veg fyrir að konur vilji eignast börn enda tekst flestum að losna við þessi fáu kíló á nokkrum mánuðum. Svipaða sögu ætti að vera hægt að segja af þeim sem hætta að reykja. I könnun sem gerð var á matar- æði Islendinga árið 1990 kom greinilega í ljós að reykingamenn Barátta við aukakílóin í kjölfar reykbindindis reynist mörgum erfið, en er gert of mikið úr henni? hafa aðrar matarvenjur en hinir sem ekki reykja. Það sem einkenndi reykingamenn umfram aðra var inun feitara og óhollara fæði með minna af grænmeti og ávöxtum. Undir eðlilegum kringumstæðum mætti búast við að slíkar matar- venjur leiddu til offitu. Slík er þó ekki raunin þegar reykingamenn eiga í hlut - þar til sá hinn sami hættir að reykja. Þá verður sígarett- an ekki lengur til að minnka matar- lystina og örva efnaskiptin og mat- arvenjurnar fara að segja til sín með aukinni þyngd. Líkur á offitu eru því jafnvel meiri meðal fyrrver- andi reykingamanna en meðal þeirra sem aldrei hafa reykt, svo framarlega sem ekkert er gert til að breyta öðrum lífsvenjum jafnhliða HEILBRIGÐISMÁL 1/1996 15

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.