Heilbrigðismál - 01.03.1996, Qupperneq 22

Heilbrigðismál - 01.03.1996, Qupperneq 22
Tómas Jd það siðfræðileg krafa í heilbrigðisþjónustu að virkja sjúklinga til þátttöku í ákvörðun- um um eigin meðferð. Aðalatriðið er að hversu góð rök sem fagfólk kann að hafa fyrir því hvað sé sjúklingum fyrir bestu, þá duga þau ekki til ákveða hvað beri að gera. í því skyni þarf líka að þekkja vilja sjúkl- ingsins. Önnur villa sem forræðishyggjan byggir á er að upplýsingar til sjúklinga og hlut- deild þeirra í ákvörðunum valdi þeim óör- yggi og áhyggjum. Rannsóknir benda til að slæm áhrif upplýsinga á sjúklinga séu stór- lega ofmetin. í langflestum tilvikum auð- veldar vitneskjan sjúklingi að skilja sjúk- dóminn og að bera skynbragð á líðan sína. Jafnframt því er honum gert kleift að verða ábyrgur þátttakandi í hjúkrun sinni eða læknismeðferð og hann verður samvinnu- þýðari fyrir vikið. Það styrkir því yfirleitt meðferðarsambandið að skýra sjúklingi heiðarlega frá sjúkdómsástandi, meðferð- arúrræðum og batahorfum. En mikilvæg- ustu siðfræðilegu rökin fyrir því að upp- lýsa sjúkling um ástand sitt er að það verndar stöðu hans sem manneskju. Sá sem velkist í vafa eða vanþekkingu verður enn háðari heilbrigðisstarfsfólki en ella og jafnframt eykst hættan á því að hann verði misrétti beittur. Upplýst samþykki A undanförnum árum hefur forræðis- hyggjan verið á hröðu undanhaldi í heil- brigðisþjónustu. Eitt af því sem átt hefur hvað stærstan þátt í að rjúfa þagnarmúrinn í samskiptum fagfólks og sjúklinga er hin svonefnda krafa um að leita beri svonefnds upplýsts samþykkis sjúklinga fyrir rannsókn- um og meiriháttar skurðaðgerðum. Unnið hefur verið að tillögum þessa efnis hjá Siðaráði landlæknis að undanförnu. Mannréttindi • Markmið laga þessara er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi og mannhelgi og styrkja þannig réttarstöðu þeirra gagnvart heilbrigðis- þjónustunni og styðja trúnaðarsambandið sem ríkja ber milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. (1. gr.) • Þjónusta við sjúkling skal einkennast af traustu sambandi milli hans og heilbrigðisstarfsmanns. Sjúklingur á rétt á samfelldri meðferð og að samstarf ríki milli allra heilbrigðis- starfsmanna og stofnana sem koma að meðferðinni. (3. gr.) • Sjúklingur á rétt á upplýsingum um heilsufar sitt og með- ferð . . . Upplýsingar samkvæmt þessari grein skulu gefnar jafnóðum og tilefni skapast og á þann hátt og við þau skil- yrði að sjúklingur geti skilið þær. (5. gr.) • Virða skal rétt sjúklings til að ákveða sjálfur hvort hann þiggur meðferð . . . Enga meðferð má framkvæma án sam- þykkis sjúklings . . . Samþykkið skal eftir því sem kostur er vera skriflegt þar sem fram kemur hvaða upplýsingar voru gefnar sjúklingi og að hann hafi skilið upplýsingarnar. (7. gr.) Úr frumvarpi til laga um réttindi sjúklinga. Það var lagt fratn á Alþingi í vor en hlaut ekki afgreiðslu. Til þess að hægt sé að tala um upplýst samþykki verður að uppfylla tvö skilyrði: 1. Að sjúklingi eða þátttakanda í rannsókn séu veittar nægilegar upplýsingar til að hann geti gert upp hug sinn. 2. Að gengið sé úr skugga um að sjúkling- ur eða þátttakandi hafi skilið upplýsing- arnar og geti tekið upplýsta ákvörðun. Það er ekki einfalt mál að meta hvaða upplýsingar og hve miklar þarf að veita sjúklingi um rannsókn eða læknismeðferð til þess að hann geti gefið upplýst sam- þykki. Vissulega er hægt að útbúa bæk- linga með stöðluðum upplýsingum til sjúklinga um hinar ólíku læknisaðgerðir, en þar verður alltaf að huga líka að þörfum og aðstæðum hvers einstaks sjúklings. Þess vegna er ekki nóg að dreifa til sjúklinga al- mennum upplýsingum, heldur þarf að ræða við þá hvern fyrir sig og miðla upp- lýsingum sem taka tillit til ólíkra þarfa þeirra og reynslu. Hér má líka minna á að sjúklingurinn veit ýmislegt um sjálfan sig og sína sögu sem lærdómríkt getur verið fyrir fagmanninn að hlusta á. Það er til lítils að dæla upplýsingum yfir 22 HEILBRIGÐISMÁL 1/1996

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.