Heilbrigðismál - 01.03.1996, Blaðsíða 24
upplýsinganna á velferð eða líðan sjúkl-
inga.
Það er að mörgu leyti skiljanlegt að
sjúklingar leggi allt sitt ráð í læknishendur,
en það er ámælisvert af sjúklingi að firra
sig allri ábyrgð af þeirri ákvörðun sem taka
þarf um vanda hans. í mörgum tilvikum
verða sjúklingar að vita sannleikann vegna
þess að það er forsenda þess að hægt sé að
taka á sjúkdómnum, t.d. sykursýkissjúkl-
ingar. Það er líka almenn skylda sjúklings
að takast á við vanda sinn og vera ábyrgur
samverkamaður í meðferð og til þess þarf
hann að vera upplýstur. Það er auk þess
grundvallaratriði að sjúklingurinn er sá
aðli sem samþykkir eða hafnar ráðleggingu
fagmanns.
Það er athyglisvert að læknar hafa séð
ástæðu til þess að minna einmitt á þetta at-
riði í siðareglum sínum (Codex ethicus
11,5.): „Læknir skal, eftir því sem tök eru á,
útskýra fyrir sjúklingi eðli og tilgang rann-
sókna eða aðgerða sem hann gerir eða ráð-
leggur sjúklingnum. Þess skal ávallt gætt,
og ef með þarf skal sjúklingi gert það ljóst,
að læknir ráðleggur en skipar ekki."
Frá sjónarhóli fagmannsins hlýtur mark-
miðið með upplýsingum, útskýringum og
ráðleggingum til sjúklings alltaf að vera að
gefa honum kost á því að vera upplýstur
og verða ábyrgur þátttakandi í eigin með-
ferð. Það orkar ekki tvímælis að sjúklingur-
inn á þann rétt. Hitt er annað mál og erfið-
ara hvort fagfólki beri nokkurn tíma skylda
til þess að krefjast þess af sjúklingi að hann
taki upplýsta ákvörðun. Til að svara þess-
ari spurningu, þarf að hyggja að því hvaða
þættir það eru í fari sjúklingsins sem
hindra að hann beri skynbragð á ástand
sitt eða skilji þau úrræði sem honum
standa til boða. Það er vel hægt að hugsa
sér góðar ástæður fyrir því að krefjast ekki
upplýsts samþykkis sjúklings sem þarf að
gangast undir læknisaðgerð eða rannsókn
sem tengist meðferð hans. Þar með er ekki
sagt að ekki skuli veita sjúklingi upplýs-
ingar, heldur að ákvörðun hans þurfi ekki
endilega að vera byggð á fullnægjandi
skilningi á þeim, þ.e. „upplýst". í slíkum
tilvikum er aftur á móti brýnt að gera sér
grein fyrir því af hverju skilningsleysið
stafar.
Mismunandi ástæður
Til eru bæði réttmætar og óréttmætar
ástæður sjúklinga fyrir því að taka ekki
upplýsta ákvörðun um læknismeðferð.
Dæmi um ástæður sem hljóta að teljast
óréttmætar eru slæm framsetning upplýs-
inga og ranghugmyndir. Hafi sjúklingur
verið illa upplýstur og það sé meginástæð-
an fyrir því að hann getur ekki tekið
ákvörðun byggða á vitneskju er vitanlega
brýnt að bæta úr því. Stundum kvarta
sjúklingar til að mynda yfir því að til þeirra
sé talað á flóknu „fagmáli" sem þeir skilji
ekki. Samt sem áður kunna þeir ef til vill
ekki við að angra önnum kafna fagmann-
eskjuna með spurningum og látast því
skilja það sem um er að ræða. í slíkum til-
vikum er „sökin" beggja aðila og sýnir vel
fram á mikilvægi þess að upplýsingamiðl-
un fari fram í samræðum fagmanns og
sjúklings þar sem þeir skiptast á spurning-
um og svörum um þá ákvörðun sem taka
þarf. Það er líka besta leiðin til þess að rek-
ast á og leiðrétta ranghugmyndir sem
sjúklingar kunna að vera haldnir. Þess eru
dæmi að sjúklingar geri sér alrangar hug-
myndir um sjúkdóma og þær standi í vegi
fyrir því að sjúklingur geri sér raunhæfa
grein fyrir ástandi sínu. Þegar svo er, koma
almennar upplýsingar oft ekki að gagni því
sjúklingurinn hvorki sér né heyrir nokkuð
annað en það sem kemur heim og saman
við hans eigin ranghugmyndir. Þess eru
líka dæmi að fólk hreinlega afneiti vanda
sínum, t.d. þegar sjúklingur hafnar geisla-
meðferð vegna þess að hann trúir því ekki
að hann sé með krabbamein. Þegar sjúkl-
ingur hafnar meðferð á grundvelli slíkra
ranghugmynda ber lækni og hjúkrunar-
fólki skylda til þess að uppræta þær og
knýja fram upplýsta ákvörðun.
Sjúklingur á
rétt á öllum
þýðingarmikl-
um upplýsing-
um sem varða
meðferð hans,
en það er mats-
atriði hve langt
skal gengið.
Það er almenn
skylda sjúklings
að takast á við
vanda sinn og
vera ábyrgur
samverkamaður
í meðferð og
til þess þarf
hann að vera
upplýstur.
24 HEILBRIGÐISMÁL 1/1996