Heilbrigðismál - 01.03.1996, Qupperneq 25
Sjúklingur getur líka haft fyllilega rétt-
mætar ástæður fyrir því að taka ekki upp-
lýsta ákvörðun um læknismeðferð. Hér á
ég meðal annars við tilvik þar sem sjúkl-
ingur einfaldlega kýs að leggja ráð sitt í
hendur læknis og hafnar því að taka upp-
lýsta ákvörðun sjálfur. Þetta er stundum
nefnt faglegt forræði, byggt á trúnaðar-
trausti.
Það er ljóst að sjúkrahúsaðstæður bjóða
föðurlegri leiðsögn heim og erfitt getur
verið að hafna því sé um hana beðið. Sé
það ótvíræður vilji sjúklingsins að hafna
upplýsingum og sé hann ekki haldinn
skaðlegum ranghugmyndum um eðli sjúk-
dómsins eða aðgerðarinnar, er engin
ástæða til þess að halda að honum vitn-
eskju sem hann vill ekki fá og er ekki nauð-
synleg forsenda þess að hann geti tekið
ábyrgð á sjúkdómi sínum og bata.
Tvíeggjuð vitneskja
En það er önnur og erfiðari spurning
hvort fagmaður megi ákveða sjálfur að
upplýsa ekki vegna þess að það geti strítt
gegn hagsmunum sjúklingsins. Hér verður
að fara afar varlega því þetta eru hin hefð-
bundnu rök fyrir hinni þöglu forræðis-
hyggju. Eg held að það geti verið réttlætan-
legt að segja sjúklingi ekki satt um ástand
sitt ef sýnt er að það yrði til þess eins að
honum versnaði verulega og lífi hans væri
stefnt í hættu. Þetta eru þó afar sérstök til-
vik þar sem sannleikurinn víkur fyrir því
að sjúklingurinn eigi sér framtíð og þetta
væri því metið alfarið á forsendum sjúkl-
ingsins sjálfs.
Einnig eru tilvik þar sem fara verður
með sérstakri gát þegar niðurstöður sjúk-
dómsgreiningar eru kynntar. Sérstaklega á
þetta við þegar umdeilanlegt er hvernig
flokka ber tiltekin sjúkdómseinkenni. Það
er þungur „dómur" sem í því getur falist
að fá tiltekna sjúkdómsgreiningu, svo sem
„Alzheimer" sem engin lækning er við.
Læknar verða því að vera mjög á varðbergi
gagnvart því að fullyrða ekki meira en það
sem þeir vita. Þetta er því fremur spurning
um aðgæslu en sannsögli, því hið sanna í
málinu hefur ekki komið fram.
Vart þarf að taka fram að sé sjúklingur of
veikur til þess að meðtaka upplýsingar, til
dæmis í bráðatilvikum, eða vanhæfur af
einhverjum öðrum ástæðum til þess að
skilja þær, á krafan um upplýst samþykki
sjúkiings ekki við. í þeim tilvikum getur þó
þurft að gera slíka kröfu til aðstandenda
sjúklingsins og vekur það upp sérstakar
spurningar sem ekki er tök á að ræða
hér.
Sjúklingurinn sem manneskja
I þessari grein hef ég fært rök fyrir því að
upplýsa sjúklinga sem best um sjúkdóms-
ástand, meðferðarúrræði og batahorfur.
Með því móti virða heilbrigðisstéttir sjúkl-
inginn sem manneskju og gera honum
kleift að taka ábyrgan þátt í eigin meðferð.
Til að tryggja að sjúklingar skilji þær upp-
lýsingar sem þeim eru veittar verður fag-
fólk að ræða við þá. Slíkar samræður
byggja líka upp gagnkvæmt traust sem
skiptir sköpum fyrir meðferðarsambandið.
Þótt það ætti að vera regla að upplýsa
sjúklinga hef ég bent á eftirfarandi undan-
tekningar:
1. í bráðatilvikum þegar engin tök eru á að
ræða við sjúklinga.
2. Þegar sjúklingur er óhæfur um að taka
ákvörðun.
3. Þegar sjúklingur hefur réttmæta ástæðu
til að hafna upplýsingum.
4. í sérstökum tilvikum þegar upplýsingar
gætu ógnað lífshagsmunum sjúklings.
Dr. Vilhjálmur Arnason er dósent í heim-
speki við heimspekideild Háskóla íslands. Grein
þessi var áður birt í Curator, blaði hjúkrunar-
fræðinema við Háskóla íslands. Þar er heim-
Udaskrá.
Áður hafa birst greinar eftir Vilhjálm í Heil-
brigðismálum um kostnað við heilbrigðisþjón-
ustu (1/1993), frelsi einstaklinga (2/1993) og
hamingjuna (2/1995).
Þess eru dæmi
að sjúklingar
geri sér alrang-
ar hugmyndir
um sjúkdóma.
Þegar svo er,
koma almennar
upplýsingar oft
ekki að gagni
því sjúklingur-
inn hvorki sér
né heyrir nokk-
uð annað en
það sem kemur
heim og saman
við hans eigin
ranghugmyndir.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1996 25