Heilbrigðismál - 01.03.1996, Side 28

Heilbrigðismál - 01.03.1996, Side 28
hvernig og í raun hvort þeir hafa áhrif. Þá reyndist glákan vera ill- vígari hjá körlum en konum og þeir urðu blindir fyrr. Komið var upp sérstakri gláku- deild á göngudeild augndeildar Landakotsspítala og augnþrýst- ingsmælingar teknar inn í kembi- leit Hjartaverndar. Fólki með hækk- aðan augnþrýsting var vísað til augnlæknis og augnþrýstingsmæl- um komið á allar heilsugæslu- stöðvar og læknum og hjúkrunar- fólki leiðbeint um notkun þeirra. Allt þetta, ásamt augnlækninga- ferðunum, skilaði sér í bættri grein- ingu og meðferð gláku. Auk sjón- mælinga og gleraugnamælinga augnlæknis eru augu skoðuð með tilliti til sjúkdóma, þar með talið gláku, og augnþrýstingur er mæld- ur hjá öllum yfir fertugt. Guðrún Guðmundsdóttir augn- læknir gerði nýlega athugun á gláku á Vesturlandi. Um 4% fólks yfir fimmtugt hafði gláku, karlar hutfallslega heldur fleiri en konur, og 6% fólks yfir sextugt. A aldrin- um 80-85 ára hafði um 20% fólks gláku. Þessar staðreyndir er rétt að hafa í huga og gera sér ljóst að gláka er mjög algeng. Öldruðum fjölgar og mikilvægt er að fólk sé sjálfbjarga sem lengst og þar er sjónin ákaflega stór þáttur. Meðferð gláku er nokkuð breyti- leg en beinist í aðalatriðum að því að viðkomandi haldi nothæfri sjón meðan hann lifir. Augnþrýstinginn verður að lækka það mikið að sjóntaugin endist. Margs konar augndropar lækka þrýsting, leysi- meðferð hjálpar í vissum tilvikum og stundum þarf að grípa til skurð- aðgerða til að lækka augnþrýsting- inn. A seinni árum hefur komið í ljós að langtímaárangur af gláku- skurðaðgerðum er jafnvel betri en af lyfjameðferð og því betri sem fyrr er gripið til aðgerða. Slæmum glákutilfellum fer fjölg- andi. Fólk trassar augnskoðun og gláka greinist í sumum tilvikum seinna en áður. Skýringin er marg- þætt. I fyrsta lagi vantar grýluna ef svo má segja. Varla nokkur á blind- an afa lengur vegna þess árangurs, sem náðist í baráttunni gegn gláku fyrr á öldinni. Umræðuna, sem var á þeim tíma, vantar. Odýr gleraugu eru nú seld í fjölda verslana og fólk kaupir þau hugsunarlaust og sparar sér þannig tiltölulega ódýra augnskoðun. Nokkuð er um að fólk kaupi sér gleraugu erlendis og er þá stund- um sjónmælt af sjónfræðingum. Tilgangur augneftirlits eftir fer- tugt er einkum að finna gláku og aðra sjúkdóma á byrjunarstigi, auk þess sem viðeigandi gleraugu skipta verulega máli fyrir úthald við alla nærvinnu. Gláka er í mörgum tilvikum arf- geng og því algengari í sumum ættum en öðrum. Þeir sem eiga fleiri en tvo ættingja með gláku ættu að láta fylgjast reglulega með sér. Sú gláka sem hér hefur verið rætt um er ellisjúkdómur og fylgir efri árum. Hún er vefrænn sjúk- dómur þar sem síuvefur augans stíflast og augnþrýstingur hækkar, yfirleitt á löngum tíma. Ef ekki líða meira en fjögur eða fimm ár milli þess að farið sé til augnlæknis má yfirleitt greina gláku á byrjunar- stigi. Árni Björn Stefánsson er starfandi augnlæknir í Reykjavík. Hann hefur nýlega skrifað ítarlegri grein um gláku í tímaritið Ung í anda. SILD OG FISKUR DALSHRAUNI 9B HAFNARFIRÐI SÍMI 555 4488 Skeljungur hf. cSg HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS I I - vinnur að telferð í þágu þjóðar 28 HEILBRIGÐISMÁL 1/1996

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.