Heilbrigðismál - 01.03.1996, Page 29
Kólesteról og kransæðasjúkdómar:
Ástæða til að vera á varðbergi
Grein eftir Gunnar Sigurðsson
Kólesteról er ein tegund blóðfitu-
efna og gegnir mikilvægu hlutverki
í eðlilegri starfsemi frumna líkam-
ans. Sýnt hefur verið fram á að
magn kólesteróls í blóði vestrænna
þjóða er að meðaltali tvisvar sinn-
um hærra en það þarf að vera til að
mæta þörfum líkamans.
Kólesteról myndast að talsverðu
leyti í líkamanum, einkum í lifrinni,
en hluti þess (um þriðjungur) kem-
ur úr fæðunni. Frá lifrinni berst það
með blóðinu til vefjanna sem á því
þurfa að halda. Kólesterólið berst
síðan aftur til lifrarinnar frá vefjun-
um sem hluti af svokölluðu HDL-
kólesteróli. Þetta er oft kallað góði
hluti kólesterólsins. Hátt HDL-kól-
esteról endurspeglar gott flutnings-
kerfi frá vefjunum og virðist vera
verndandi gegn kransæðasjúkdóm-
um. Heildarkólesteról að frádregnu
HDL-kólesteróli er því sá hluti sem
er slæmur fyrir æðakerfið ef það er
í miklu magni.
Kólesterólmagnið í blóði hvers
einstaklings ákvarðast af erfðum og
öðrum þáttum, einkum mataræði,
líkamsþyngd o.fl. Konur hafa tals-
vert hærra magn af góða kólesteról-
inu (HDL-kólesteról) en karlar. í
sumum ættum eru sterkir erfða-
þættir að verki sem valda mikilli
hækkun á kólesteróli og unnið er
að rannsóknum á þessum erfða-
þáttum hérlendis til að unnt sé að
greina þessa einstaklinga á unga
aldri.
Athuganir á æðaskemmdunum í
kransæðasjúklingum sýna veruleg-
ar kólesterólútfellingar í æðaveggj-
unum og þetta kólesteról hefur
síast inn í æðavegginn úr blóðinu á
löngum tíma.
Hóprannsóknir, þar á meðal
hóprannsókn Hjartaverndar, hafa
sýnt að þeim mun hærra sem kól-
esterólið er í blóði einstaklingsins
þeim mun meiri er áhætta hans á
að fá kransæðasjúkdóm. Kólesteról
er því einn af sterkustu áhættuþátt-
um fyrir kransæðasjúkdómi. Þetta
er sérstaklega áberandi þegar kól-
esteról viðkomandi einstaklings er
verulega hærra en gengur og gerist
og sérstaklega þegar aðrir áhættu-
þættir eins og reykingar eða hár
blóðþrýstingur eru einnig til staðar.
A síðustu árum hafa verið gerðar
miklar rannsóknir til að athuga
hvort koma megi í veg fyrir þessa
auknu áhættu með því að lækka
kólesteról í blóði með breyttu mat-
aræði eða með kólesteróllækkandi
lyfjum. Nýleg tímamótahóprann-
sókn frá Norðurlöndunum, þar
Kólesteról er mælt með einfaldri
blóðrannsókn. Talið er æskilegt að
mæligildið sé lægra en 6,2 milli-
mól í lítra (240 mg í dl) og jafnvel
enn lægra ef æðaþrengsli eru til
staðar, blóðþrýstingur of hár,
reykingamenn eiga í hlut eða ef
sem íslendingar voru meðal þátt-
takenda, sýndi að slík kólestaról-
lækkandi lyfjameðferð meðal sjúkl-
inga sem þegar voru komnir með
kransæðasjúkdóm lækkaði tíðni al-
varlegra afleiðinga sjúkdómsins
um þriðjung, m.a. þurfti þriðjungi
færri hjartaaðgerðir í lyfjahópnum
samanborið við lyfleysuhóp. Onnur
nýleg hóprannsókn frá Skotlandi
sýndi einnig fram á notagildi þess-
ara lyfja meðal rétt valinna ein-
staklinga með kólesteról í hærri
kantinum.
kransæðasjúkdómar eru í ættinni
Manneldisráð hefur gefið út bæk-
ling þar sem fjallað er almennt um
kólesteról í blóði, skýrt frá áhrif-
um mataræðis á blóðfitu og settar
fram hagnýtar ábendingar um
fæðuval.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1996 29