Heilbrigðismál - 01.03.1996, Qupperneq 30

Heilbrigðismál - 01.03.1996, Qupperneq 30
Þessar rarursóknir hafa því sann- að að kólesteróllækkandi meðferð, mataræði og lyfjameðferð, geta dregið verulega úr áhættu á krans- æðasjúkdómi og afleiðingum hans. Þessi lyf eru hins vegar dýr en séu þau gefin einstaklingum sem þeirra þurfa með hefur verið reiknað út að þau svara mjög vel kostnaði og bæta horfur þessara sjúklinga veru- lega. Lyf þessi hafa reynst örugg og án mikilla fylgikvilla. Þrátt fyrir þessi virku kólesteról- lækkandi lyf er mataræði horn- steinn í meðferð við hárri blóðfitu. Sýnt hefur verið fram á að mestu máli skiptir að takmarka neyslu á feitum dýraafurðum, svokallaðri mettaðri dýrafitu, t.d. úr feitum mjólkur- og kjötafurðum. í staðinn geta menn leyft sér að borða meira af mörgum landbúnaðarafurðum. Fiskafurðir innihalda hins vegar fjölómettaðar fitusýru sem lækka fremur kólesteról í blóði og eru því ákjósanlegar. Megrun hefur einnig sfn áhrif til lækkunar kólest- eróls. Breytingar á íslensku mataræði síðustu tuttugu árin hafa leitt til þess að meðalgildi kólesteróls hér á landi hefur lækkað um 7-10%. Þetta hefur átt sinn þátt í því að krans- æðasjúkdómar eru á undanhaldi. Þrátt fyrir það er fituneysla Islend- inga enn mikil og kólesterólgildi hérlendis er ennþá of hátt og krans- æðasjúkdómar og aðrir æðasjúk- dómar eru vissulega ennþá stórt vandamál. Kólesterólgildi einstaklingsins hækkar oft verulega eftir þrítugs- aldur, væntanlega tengt þyngdar- aukingu á þessu aldursskeiði. Því er margt sem bendir til að æskilegt sé að mæla kólesterólgildið um þrí- tugt þannig að unnt sé að gefa ráð- leggingar verðandi mataræði o.fl. Ef sterk ættarsaga er um háa blóð- fitu eða kransæðasjúkdóma getur vissulega verið ástæða til að mæla það fyrr. Gunnar Sigurðsson, dr. med., er yf- irlæknir lyflækningadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi og prófessor við læknadeild Háskóla íslands. Aður hafa birst greinar eftir Gunnar í Heilbrigð- ismálum (1/1984 bls. 29-33, 4/1985 bls. 13 og 2/1995 bls. 8). Kvíðaköst Hvað er að gerast? Þú ert að stíga inn í lyftu og allt í einu fer hjartað að slá með ógnar- hraða, þig verkjar í brjóstið, það slær út köldum svita og þér finnst eins og lyftan sé að hrapa. Hvað er að gerast? Þú ert að aka heim frá matvöru- versluninni. Allt í einu er eins og þú sért að missa stjórn á öllu. Heit- ur straumur fer um þig, allt er í þoku, þú veist varla hvar þú ert og þér finnst eins og þú sér að deyja. Hvað er að gerast? Það sem er að gerast er að þú hefur fengið kvíðakast, stjórnlaus- an kvíða við venjulegar, hættulaus- ar kringumstæður. Slíkt kvíðakast getur verið merki um kvíðasjúk- dóm sem stundum er kallaður felmtursröskun. Hvað er felmtursröskun ? Felmtursröskun er að fá endur- tekin kvíðaköst og vera með við- Kvíðaköst varandi ótta við að fá slíkt kast. Reynt er að útiloka aðrar sjúk- dómsgreiningar áður en felmturs- röskun er greind. í kvíðakasti koma fram að minnsta kosti fjögur eftir- farandi einkenna: • Þungur eða hraður hjartsláttur. • Sviti, yfirliðakennd. • Skjálfti. • Mæði eða köfnunartilfinning. • Kökkur í hálsi. • Verkur eða óþægindi i brjósti. • Ógleði eða óþægindi í kviði. • Svimi eða óstöðugleiki. • Óraunveruleikakennd. • Hræðsla við að missa stjórn á sér eða brjálast. • Ótti við að deyja. • Dofi. • Hita- eða kuldahrollur. Allir geta fengið kvíðakast. Stundum má rekja orsakir þeirra til truflana í efnaskiptum eða horm- ónastarfsemi, til áfengis- eða lyfja- notkunar eða til álags og sérstakra Einkenni fólks með góða geðheilsu 1. Það hefur jákvæðar tilfinn- ingar gagnvart sjálfu sér. Það er ekki ofurliði borið af tilfinning- um sínum, svo sem kvíða, reiði, ást, afbrýðisemi, sektarkennd eða áhyggjum. Það getur tekið vonbrigðum lífsins. Viðhorf þess einkennast af umburðar- lyndi, ákveðnu léttlyndi og eig- inleika tii að gera grín að sjálf- um sér. Það vanmetur hvorki né ofmetur færni sína, viðurkennir eigin ófullkomleika og hefur sjálfsvirðingu. Því finnst flestar aðstæður viðráðanlegar og það hefur ánægju af daglegum at- höfnum. 2. Því líður vel innan um annað fólk. Það getur veitt ást- úð og tekið tillit til annarra. Það bindur varanleg sambönd, því líkar vel við aðra, það treystir þeim og býst við því sama af þeim. Það virðir margbreyti- leika mannlífsins, misnotar ekki aðra né lætur aðra misnota sig, hefur tilfinningu fyrir því að til- heyra ákveðnum hópi og finnur til ábyrgðar gagnvart með- bræðrum sínum. 3. Það getur tekist á við kröf- ur lífsins. Það bregst strax við vandamálum sínum, viður- kennir ábyrgð sína, mótar um- hverfi sitt ef það er mögulegt en lagar sig að því ef það er nauð- synlegt. Það getur skipulagt framtíðina og hræðist hana ekki. Það fagnar nýjum hug- myndum og nýrri reynslu. Það notar hæfileika sína, setur sér raunhæf markmið, getur tekið eigin ákvarðanir og er ánægt með að gera sitt besta. Ur fræðsluriti sem Rauði kross íslands gafút í samvinnu við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. 30 HEILBRIGÐISMÁL 1/1996

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.