Heilbrigðismál - 01.03.1996, Qupperneq 31
Kvíðaköst I I Kvíðaköst
aðstæðna. Greina þarf á milli
kvíðakasts og einkenna hjarta- eða
lungnasjúkdóms sem geta lýst sér á
svipaðan hátt.
Hvað er fælni?
Fælni er ótti við aðstæður eða
hluti sem viðkomandi gerir sér
grein fyrir að er að meira eða
minna leyti óraunhæfur og óviðeig-
andi. Þeir sem eru fælnir fá oft
kvíðaköst þegar þeir komast ekki
hjá því sem þeir fælast.
Fælni má skipta í þrjá flokka:
Einfóld fælni. Óttinn er þá bundinn
við afmarkaðar aðstæður eða hlut,
svo sem að lenda í umferðarhnút,
fara í lyftu, mýs, o.s.frv.
Félagsfælni. Óttinn er við að vekja
athygli, verða fyrir gagnrýni eða
verða sér til minnkunar.
Víöáttufælni (á grísku agoraphobia
eða ótti við markaðstorg). Óttinn er
við að komast ekki í burtu úr ein-
hverjum kringumstæðum, sérstak-
lega þar sem maður er innan um
annað fólk, t.d. í strætisvagni eða í
stórmarkaði. Oft er jafnframt ótti
við að fá kvíðakast við þessar að-
stæður.
Fælni er oft langvarandi og getur
valdið verulegri vanlíðan og fötlun.
Þunglyndi er algengt hjá þeim sem
eru fælnir og þeim er hættara en
öðrum að misnota áfengi. Sumir
eru svo illa haldnir af fælni að þeir
geta ekki farið neitt nema með
hjálp eða í fylgd einhverra sem þeir
treysta.
Að vera hræddnr við óttann!
Flestir þeirra sem eru með fælni
eða kvíðaköst óttast að fá slæman
kvíða eða kvíðakast og hafa
áhyggjur af hvenær slíkt geti gerst.
Oft fara þeir að varast þær aðstæð-
ur sem þeim finnst að tengist
kvíðaköstum. Þetta getur leitt til
mikillar takmörkunar á lífsháttum
þeirra.
Hve margir?
Það eru margir sem þjást af
kvíða, fælni eða kvíðaköstum. Um
sex af hverju hundraði hafa haft
víðáttufælni, um þrír af hundraði
verið félagsfælnir og um tveir af
hundraði með felmtursröskun.
Þessir og aðrir kvíðasjúkdómar eru
algengari meðal kvenna en karla.
Þeir byrja í mörgum tilvikum um
tvítugsaldur og verða oft langvinn-
ir og til mikilla vandræða sé ekki
að gert.
Hverjar eru orsakir kvíðakasta?
Enginn veit með neinni vissu
hverjar orsakir kvíðakasta, felmt-
ursröskunar eða annarra kvíðasjúk-
dóma eru. Tilhneiging til þeirra er
líklega meðfædd og arfgeng en
áföll og kringumstæður ráða hvort
kvíðasjúkdómur kemur fram og þá
hvenær.
Er hægt að lækna
felmtursröskun og fælni?
Já, það er alltaf hægt að gera
mikið til bóta. Nota má lyf og sál-
fræðilega meðferð til að draga úr
kvíða og koma í veg fyrir kvíðaköst.
I sálfræðilegri meðferð er hjálpað til
að nálgast og horfast í augu við það
sem veldur ótta, hugsa um það af
skynsemi, forðast það ekki að
nauðsynjalausu og gera það sem
hægt er til að venjast því. Þetta þarf
að gera í smáum skrefum og með
góðri aðstoð og tekst þá oft vel.
Með lyfjum má draga úr kvíða
og koma í veg fyrir kvíðaköst með
góðum árangri. Svokölluð kvíða-
stillandi lyf eru oftast notuð,
en þunglyndislyf og fleiri lyf
geta einnig komið að góðu gagni í
vissum tilvikum. Með meðferð, sál-
fræðilegri og líffræðilegri, tekst allt-
af að bæta líðan mikið og oft að
draga mjög mikið úr þeirri hömlun
er sjúkdómurinn hefur valdið.
Ur nýju fræðsluriti frá Geðverndar-
félagi íslands. Birt með leyfi frá félag-
inu.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1996 31