Heilbrigðismál - 01.03.1996, Qupperneq 32

Heilbrigðismál - 01.03.1996, Qupperneq 32
Morgunblaðið (Ásdís Ásgeirsdóttir) Stjómun og rekstur: Mannlegi þátturinn má ekki gleymast Grein eftir Jóhann Inga Gunnarsson Hugmyndir manna um stjórnun hafa verið að breytast á undanförn- um árum. Athygli hefur í æ ríkara mæli verið beint að hinum svokall- aða „mannlega þætti'' í rekstri fyr- irtækja og stofnana. Ljóst er að ánægt starfsfólk skilar betri vinnu en óánægt, og góður starfsandi er jarðvegur framfara og frjórrar hugsunar. Um leið hafa augu manna beinst að atriðum eins og starfshvatningu og eflingu liðs- heildar innan fyrirtækja og stofn- ana. Því hafa metnaðarfullir stjórn- endur lagt sig eftir aðferðum til að virkja starfsfólk sem best og starfs- fólki er leiðbeint um hvernig hægt er að breyta viðhorfi til vinnunnar og samstarfsfólks. Farið er að halda námskeið í samskiptaleikni þar sem lögð er áhersla á það við stjórnendur að hæfni þeirra sjálfra í samskiptum og framkoma við starfsfólk sé þeirra aðal „stjórntæki", góður stjórnandi sé fyrst og fremst góð fyrirmynd sem gefi með eigin hegðun tóninn um það hvernig samskiptum skuli háttað á vinnu- stað. Þá hefur starfsfólki verið gerð grein fyrir ábyrgð sinni á þessu sviði. Vinna beinist ekki eingöngu að hinum hefðbundnu verkefnum, svo sem framleiðslu eða þjónustu, held- ur er það hluti starfsins að huga að innri ímynd fyrirtækisins: Hvernig viljum við hafa vinnustaðinn okk- ar? Hvernig vil ég að mér líði á vinnustaðnum? Það þarf að vinna að góðum starfsanda og varðveislu hans, það er einn allra mikilvægasti þáttur starfsins sem öllum ber skylda til að sinna. Á því hagnast allir sem hlut eiga að máli. Árangur krefst samvinnu. Öflug liðsheild stendur betur að vígi í harðri samkeppni en sundraður hópur með óljós markmið. Mikil- vægt getur verið að þjappa ólíkum einstaklingum saman í skipulagða heild þar sem hlutverk hvers og eins er skýrt og hver virðir starf- svið hins. Það er einmitt oft í þessu ferli sem sálfræðingar eru kallaðir til. Stundum koma þeir inn í fyrir- tæki þar sem deilur hafa átt sér stað eða einhvers konar áhugaleys- is eða skorts á samvinnu hefur orð- ið vart. Fræðsla um eitthvert efni sem skiptir starfsfólkið máli, hefur gefist vel, svo sem námskeið um streitu, samtalstækni, stjórnun o.fl. Þegar vel tekst til leiða umræður í kringum slíka fræðslu til óska um markvissa vinnu með það sem mest brennur á fólki hverju sinni. Lögð er áhersla á að allir starfs- menn fyrirtækisins, stjórnendur sem „óbreyttir", taki þátt í vinn- unni. Það er hlutverk stjómenda að viðhalda góðum starfsanda og efla liðsheild. Við það reynir á ýmsa þætti í fari stjórnandans sem þjálfa má upp. Rétt er að leggja áherslu á eftirfarandi atriði: 1. Góður stjórnandi lítur á sjálf- an sig sem fyrirmynd starfsmanna sinna. Öflugasta tæki stjórnandans til að vísa fólki veg er hann sjálfur. Hvernig ber hann sig að? Hvernig tekur hann á ágreiningi? Hverju sýnir hann áhuga? Hvernig bregst hann við aðsteðjandi vanda? Hvernig andrúmsloft vill hann hafa á vinnustaðnum? Sýnir hann sjálfur raunverulega afstöðu sína í verki? 2. Hlutverk stjórnanda er að laða fram það besta hjá starfs- mönnum. Stjórnandi þarf að virkja þá hæfileika og þá orku sem býr í hverjum og einum starfsmanni. Hann þarf að vera næmur fyrir getu og hæfni ólíkra samstarfs- manna og koma fram við þá á við- eigandi hátt. „Mannþekking" er dýrmætur eiginleiki sem unnt er að byggja upp með réttri þjálfun og fræðslu. Mörgum stjórnandanum hefur reynst erfitt að temja sér þetta viðhorf. Sá misskilningur er út- breiddur að hæfni eins geti orðið dauði annars. 3. Góður stjórnandi hefur tök á starfshvatningu. Það er stjórnend- um mikilvægt að temja sér að taka vel eftir því sem vel er gert og sýna svo ekki verður um villst að þeir kunni að meta það. Það er mikils virði að þroska með sér jákvæð lífsviðhorf. Hver og einn getur til- einkað sér jákvæðni. Þar sem doða og starfsleiða hefur orðið vart kunna stjórnendur ekki að hrósa og hvetja. Athyglin er föst við nei- kvæð atriði og misbresti, leit að Liðsheildin skiptir miklu máli ef ná á árangri, hvort sem er í leik eða starfi. Um þetta eru allir sam- mála þegar vel gengur, eins og hjá Akurnesingum í haust. 32 HEILBRIGÐISMÁL 1/1996

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.