Heilbrigðismál - 01.03.1996, Page 33

Heilbrigðismál - 01.03.1996, Page 33
sökudólgum skiptir meira máli en leit að jákvæðum lausnum. 4. Góður stjórnandi gerir ráð fyrir mistökum og kann að nýta þau. Sumir stjórnendur líta smá- vægilegustu mistök alvarlegum augum. Slíkt viðhorf fælir fólk frá því að taka áhættu eða leita nýrra leiða. Þroskaðir stjórnendur gera sér hins vegar fulla grein fyrir þeim tækifærum sem búa í mistökum. Það er þroskamerki að geta sagt við sjálfan sig: „Þarna gerðum við mis- tök. Hvaða lærdóm getum við dregið af þeim?" 5. Góður stjórnandi kann að skapa Iiðsheild. Til að hópstarf verði gefandi þurfa allir í hópnum að átta sig á mikilvægi samvinnu. Þeir þurfa að komast að samkomu- lagi um reglur og um hlutverk hvers og eins. Leiðtogi þarf að kunna að leysa ágreining - og sam- tímis að leyfa skoðanaskipti. Hann þarf að gefa einstaklingunum færi á að njóta sín, en jafnframt að gera breytingar á liðinu ef þörf krefur. Hann þarf að ná upp hugarfari samvinnu þar sem vilji allra stefnir að sameiginlegu markmiði. 6. Stjórnandi þarf að kunna að Það þarf að virata að góðum starfsanda og varðveislu hans. A því hagnast allir sem hlut eiga að máli. hlusta. Það einkennir oft óörugga stjórnendur að þeir tala mikið. Vissulega er mikilvægt að vera vel máli farinn en til að ná árangri í stjórnun þarf líka að hlusta vel, bæði á samstarfsmenn og við- skiptavini, grípa ekki fram í og kynna sér hvaða þekking er til inn- an veggja fyrirtækisins. Það að hlusta vel á viðmælanda sinn er merki um virðingu, og sá sem ber virðingu fyrir viðmælanda sínum nær yfirleitt góðu sambandi við hann. 7. Góður stjómandi er metnað- arfullur. Stundum hefur verið sagt að metnaðarlaus stjórnandi sé eins og tannlaus veiðihundur! Hugarfar er smitandi, og það veit góður stjórnandi. Góður stjórnandi kann að hrífa menn með sér og skapa hugarfar sigurvegarans. Hann ótt- ast ekki samkeppni og treystir á eigin styrk og samstarfsmanna sinna. 8. Góður stjórnandi er ákveð- inn. Mikils misskilnings gætir stundum meðal fólks um hvað felst í orðinu ákveðni. Sumir freistast til að halda að hroki, yfirgangur og harka séu merki um ákveðni, en svo er þó alls ekki. Akveðinn ein- staklingur kann að vera staðfastur og segja nei, en hann gerir það á yf- irvegaðan hátt og án þess að lenda í árekstrum. I huga okkar er ákveðni einkenni um þroskuð við- horf og hæfni í mannlegum sam- skiptum. Akveðinn einstaklingur kann að beita sér þannig að hann verði trúverðugur. Hér hefur lauslega verið tæpt á átta atriðum sem stjórnendur hafa reynt að tileinka sér til að efla liðs- heild meðal samstarfsmanna sinna. Vissulega eru öllu þessi atriði skyld og erfitt er að slíta þau úr sam- hengi. Mikilvægast er þó að vita að unnt skuli vera að kenna fólki færni á þessu sviði. Þekking um þetta hefur vaxið hröðum skrefum á allra síðustu árum. Við íslending- ar þurfum að gæta þess að dragast ekki aftur úr nágrannaríkjum okkar á þessu sviði, en víða erlendis hafa fyrirtæki og stofnanir lagt mikið upp úr hinum „mannlega þætti" í rekstrinum. Sálfræðilegir þættir eins og færni í samskiptum, sjálfsagi, ákveðni og sjálfstraust eru mikilvægir og nýt- ast okkur alls staðar. Er hægt að hugsa sér mörg störf í nútíma þjóð- félagi sem ekki eru háð hæfileikum á þessum sviðum? Færni í mann- legum samskiptum gerir okkur að sterkum og eftirsóknarverðum ein- staklingum, hver svo sem staða okkar er í þjóðfélaginu. Því má full- yrða að ofangreind atriði eru ekki einkamál stjórnenda, heldur eiga þau erindi til okkar allra. Jóhann Ingi Gunnarsson er sálfræö- ingur en hefur einnig fengist við þjálf- un í handknattleik. Ásarnt Sæmundi Hafsteinssyni hefur hann samið bók um sjálfsstjórn og heilsu. Grein þessi er útdráttur úr grein sem birtist í blaði rekstrarfræðinema við Háskólann á Akureyri. HEILBRIGÐISMÁL 1/1996 33

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.