Heilbrigðismál - 01.03.1996, Side 34
Tómas J<
Ættum að efla
rannsóknir á riðu og
gæta áfram varúðar
við innflutning á
landbúnaðarafurðum
segir Guðmundur Georgsson prófessor
um fár í kindum, kúm og mönnum
Vísindamenn á Tilraunastöð Háskóla íslands að
Keldum eru þekktir víða um heim fyrir rannsóknir á
riðu í sauðfé og á öðrum hæggengum veirusjúkdóm-
um. Þeir hafa því fylgst vel með umræðum um kúafár-
ið í Bretlandi í sumar og hugsanleg tengsl þess við
sjúkdóm sem leggst á menn.
„Riða í sauðfé og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur í
mönnum eiga ýmislegt sameiginlegt," segir Guðmund-
ur Georgsson læknir, en hann er prófessor við Háskóla
Islands og forstöðumaður Tilraunastöðvarinnar að
Keldum. „Þetta eru hvort tveggja heilasjúkdómar,
meðgöngutíminn er langur og oft mældur í árum í bú-
fé og áratugum í mönnum. Eftir að einkenni koma
fram er gangur þessara sjúkdóma hraður, þeir leiða
ávallt til dauða og megindrættir vefjaskemmda eru
nánast eins. Síðast en ekki síst er smitefnið náskylt.
Smitefnið, sem hefur verið nefnt príon, er sennilega
eingöngu gert út prótíni, hefur enga kjarnsýru og er
því fráþrugðið öllum þekktum örverum." Sjúkdómur-
inn kuru, sem var bundinn við ættflokk í Nýju-Gíneu,
hefur svipuð einkenni, en hann er að hverfa vegna ráð-
stafana sem gerðar voru eftir að mönnum var ljóst
hvernig smit barst.
En er löngu vitað að riða geti borist úr kindum í kýr
og valdið síðan sjúkdómum í mönnum? „Það var fyrir
ríflega áratug að sýnt þótti að smitefni sauðfjárriðu
hefðu hreiðrað um sig í heilabúi kúa og breytt þessum
sauðmeinlausu skepnum í óð dýr. Sjúkdómurinn var
nefndur mad cow discase, eða kúafár," segir Guðmund-
ur. „Fljótlega vaknaði sú spurning hvort menn gætu
smitast. Aldrei hefur fundist nein vísbending, hvorki
hér á landi né erlendis, um að riða í sauðfé geti borist í
fólk. Ef afurðir úr smituðu sauðfé eru notaðar sem fóð-
ur fyrir nautgripi, eins og tíðkaðist til skamms tíma í
Bretlandi, en ekki hér, eru yfirgnæfandi líkur á að smit
geti borist í kýr og nú er talið hugsanlegt að þaðan geti
þorist smit í menn."
Guðmundur segir að þessi tengsl séu ekki sönnuð en
grunsemdir hafi vaknað þegar tíu tilfelli af Creutzfeldt-
Jakob sjúkdómi hafi greinst í Bretlandi á tíu mánuðum
á árunum 1994-95. Margir sjúklinganna voru ungir,
milli tvítugs og fertugs, en yfirleitt greinist sjúkdómur-
inn í fólki sem er eldra en sextugt. „Á grundvelli rann-
sókna sem gerðar voru í Edinborg orðaði breski heil-
brigðisráðherrann hugsanleg tengsl kúariðu og þessa
sjúkdóms á þingi í vor og fjölmiðlar gerðu mikið úr
málinu með þeim afleiðingum sem flestum eru kunn-
ar," segir Guðmundur. „Þetta sýnir hve upplýsingar er
varða heilsufar fólks eru vandmeðfarnar og segja má
að umræðan sé úr takti við það hve þetta er sjaldgæfur
sjúkdómur." Guðmundur leggur áherslu á að þessi
umræddu tilfelli séu sérstakt afbrigði sjúkdómsins með
aðra hegðun en algengust er.
Hve algengur er Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur hér á
landi? „Á tímabilinu frá 1960 til 1995 greindust aðeins
þrjú tilfelli, en það svarar til að árleg tíðni sé um það
bil 0,4 á hverja milljón íbúa, sem er í lægri mörkum
þess sem víðast er í heiminum," segir Guðmundur. Bú-
ast má við að læknar fylgist betur en áður með ein-
kennum sjúkdómsins, en ólíklegt er að þeim hafi sést
yfir mörg tilfelli hérlendis. „Öldum saman höfum við
nýtt það sem ætt er af sauðkindinni án þess að verða
meint af. Engin merki um riðu hafa fundist í íslenskum
kúm. Kjötneysla ætti því ekki að vera áhættuþáttur
hér."
„Við verðum þó að fylgjast grannt með framvindu
mála ytra og búfjársjúkdómum hérlendis," segir Guð-
mundur Georgsson. Okkur hefur orðið vel ágengt í að
berjast gegn riðu í sauðfé og á þessu ári hefur hún að-
eins greinst í þrem hjörðum, samanborið við tæplega
sjötíu hjarðir fyrir áratug. „Þetta ætti að verða okkur
hvatning til að fylgja fast eftir áætlun sem hefur það að
markmiði að útrýma riðu hérlendis. Það er raunhæft
markmið," segir Guðmundur, „og gæti átt sinn þátt í
að gera íslenskar landbúnaðarafurðir eftirsóttar." Hann
telur mikilsvert að efla rannsóknir á riðu í sauðfé. Nú
er verið að greina arfgerðir riðu og komið hefur í ljós
að sumir stofnar eru með meiri mótstöðu en aðrir. „Við
verðum að nýta okkur þá tækni sem til er og hugsan-
lega getur komið til álita síðar meir að erfðabreyta fé.
Einnig er rétt að gæta hér eftir sem hingað til mikillar
varúðar við innflutning á landbúnaðarafurðum og bú-
peningi á fæti," segir Guðmundur Georgsson að lok-
um. -jr.
34 HEILBRIGÐISMÁL 1/1996