Heilbrigðismál - 01.09.1996, Blaðsíða 21
ímynd og raunveruleiki
í blöðum, tímaritum, sjón-
varpsmyndum og auglýsingum
er hægt og bítandi lætt inn hug-
myndum um hvernig fólk eigi
að líta út og lifa.
Mörgum gengur illa að falla
inn í þær lýsingar. Þá hefst hin
þrotlausa barátta við aukakíló,
skakkar tennur o.s.frv. Stundum
er gripið til örþrifaráða sem
valda lystarstoli og lotugræðgi.
Fæstir hugleiða að sú glans-
mynd sem sýnd er af fólki er að
meira eða minna leyti fölsuð.
Gæta verður raunsæis þegar
reynt er að bæta útlitið. Töfrar
hverrar persónu eru fólgnir í
því sem hún hefur. E. Ö. A.
hreinsunaraðferðum. Því getur
kvillinn dulist heimilislækni, eigin-
manni, foreldrum og vinum árum
saman.
Konurnar vita þó sjálfar að ofátið
er ekki eðlilegt og óttast að geta
ekki hætt að borða svo mikið af
sjálfsdáðum. Eftir að hafa borðað
yfir sig fylgja niðurdrepandi hugs-
anir og dapurt geðslag.
Til að um lotugræðgi sé að ræða
þurfa þrjú eftirtalinna einkenna að
vera til staðar:
1. Borðar mjög hratt.
2. Borðar auðetið og orkuríkt fæði.
3. Borðar yfir sig án þess að mikið
beri á.
4. Hættir ofáti þegar magaverkir
eða höfgi gera vart við sig eða
vegna þess að einhver truflar át.
5. Reynir hvað eftir annað að léttast
með því að leggja hart að sér í
megrun eða kasta upp að eigin
frumkvæði.
6. Matarvenjur einkennast af áti og
föstu á víxl.
7. Notar hægðalyf eða stólpípur til
að stjórna þyngd.
Að ná valdi á hugsuninni
Ólíkt þeim sem greinast með
lystarstol eru þeir sem eru með
lotugræðgi meðvitaðir um að hegð-
unin sé óeðlileg. Þeim líður oftast
illa og eru því reiðubúnir að þiggja
hjálp.
Meðferð við lotugræðgi fer yfir-
leitt fram á göngudeildum geð-
deilda eða stofu. Um er að ræða tíu
til tuttugu viðtöl í þrjá til sex mán-
uði. I fyrstu eru viðtölin fremur
þétt, jafnvel tvö í viku, en dreifast
þegar frá líður.
Meðferðin beinist að því að ná
betra valdi á hugsun sem tengist
áti. Strax í upphafi fer konan að
fylgjast með eigin hugsun og at-
ferli. Samhliða fer fram fræðsla um
eðlilegar matarvenjur og hollt mat-
aræði. Megininntak meðferðar er
að kenna aðferðir til þess að bæta
stjórn á hugsun og hegðun og
koma reglu á neysluvenjur.
Heimildir og ílarefni:
Anna Björnsdóttir, Borbera Fjölnisdóttir:
Tíðni lystarstols og ofáts meðal nemenda í
læknadeild Háskóla íslands. B.A. verkefni í
sálarfræði, Félagsvísindadeild, Háskóli ís-
lands, 1989.
C. G. Fairburn, P. J. Cooper; Eating disor-
ders. í K. Hawton o.fl. (ritstj.), Cognitive Beha-
viour Therapy for Psychiatric Problems. A
Practical Guide. Oxford, Oxford University
Press, 1989, 277-314.
D. H. Barlow, V. M. Durand: Abnormal
Psychology; An Intergrative Approach. New
York, Brooks/Cone Pub. Co., 1995.
J. M. Neale, G. C. Davidson, D. A. Haaga:
Exploring Abnormal Behavior, New York,
John Wiley & Sons, 1996.
Magnús Skúlason, Eiríkur Örn Arnarson,
Ingvar Kristjánsson: Anorexia nervosa: Lystar-
stol af geðrænum toga. Orsakir, einkenni og
meðferð. Yfirlitsgrein. Læknablaðið, 1983, 71,
161-7.
R. L. Pyle, A. Halvorson, P. A. Neuman,
J. E. Mitchel: The increasing prevalence of
bulimia in freshman college students. Inter-
national Journal of Eating Disorders, 1986, 5,
631-648.
Eiríkur Örn Arnarson, Ph. D., er
yfirsálfræðingur á geðdeild Landspítal-
ans og dósent við læknadeild Háskóla
íslands. Eldri greinar eftir hann í Hcil-
brigðismálum fjalla um svefnleysi
(3/1980), matarvenjur (2/1984), fælni
(3/1984), streitu (3/1985), tímastjórn-
un (3/1987), sjúkrahúsdvöl (2/1989) og
koffein (4/1990).
Lotugræðgi einkennist af því að
borða yfir sig en í kjölfarið fylgja
uppsölur eða neysla hægðarlyfja
sem ætlað er að vega upp á móti
ofátinu.
HEILBRIGÐISMÁL 3/1996 21