Heilbrigðismál - 01.09.1996, Blaðsíða 29
þeir sem eru líkamlega veikir séu
líklegri til að fá þunglyndi en lík-
amlega frískir. Sú tilgáta hefur
reyndar verið sönnuð með öðrum
hætti. Þá minna þessar niðurstöður
á að sitt er hvað einmanaleiki og
þunglyndi. Sá sem er einmana þarf
alls ekki að vera þunglyndur.
Sé borin saman dánartíðni þung-
lyndra á aldrinum frá 75 ára til 81
ára kemur í ljós að fólk með þung-
lyndi lifir að meðaltali skemur en
þeir sem ekki hafa neina geðsjúk-
dóma. Mun fleiri þunglyndir dóu á
ofangreindu aldursbili en samsvar-
andi hópur sem ekki hafði neina
geðsjúkdóma. Ahættan á að deyja
er um 35% meiri hjá þunglyndum
konum en konum sem ekki hafa
fengið geðsjúkdóma. Meðal karla
er munurinn enn meiri eða 86%.
Þetta er að mörgu leyti athyglis-
verð niðurstaða og ekki hefur fund-
Þegar hausta fer að í lífi fólks gera
ýmsir sjúkdómar vart við sig. Tí-
undi hver áttræður íslendingur er
haldinn þunglyndi. Þessi sjúk-
dómur spillir lífsgæðum og eykur
dánartíðni.
ist á henni góð skýring. Þó liggur
beint við að álykta að þar sem
þunglyndi er tengt lélegri líkam-
legri heilsu geti það skýrt hærri
dánartíðni að hluta.
Nýgengisrannsóknir á þunglyndi
eru tiltölulega fáar því þær eru erf-
iðar í framkvæmd og dýrar. Fylgj-
ast þarf með sama hópnum um
árabil til að geta talið hve mörg ný
sjúkdómstilfelli koma fram. Auk
þess liggur ekki alveg í augum
uppi hvenær um nýjan sjúkdóm er
að ræða, einkum þegar um aldraða
er að ræða. Er það til dæmis nýr
sjúkdómur ef sá sem fékk eitt
þunglyndiskast um tvítugt fær
annað kast um áttrætt? Á íslandi er
nýgengi þunglyndis á aldrinum frá
74 ára til 87 ára 0,5-0,7 tilfelli á ári
miðað við hverja hundrað karla, en
1,0-1,2 á ári miðað við hverjar
hundrað konur. Þetta endurspeglar
hversu algengt þunglyndi er í þess-
um aldurshópi, um það bil eitt nýtt
sjúkdómstilfelli á hundrað menn á
ári, auk allra þeirra fjölmörgu sem
fá þunglyndiskast á þessum aldri
en hafa verið með sjúkdóminn áð-
ur.
Niðurstöður benda til þess að
tíðni þunglyndis í ellinni sé svipuð
hér á landi og í öðrum löndum.
Þunglyndi er algengt meðal aldr-
aðra, milli 8 og 10% áttræðra hafa
sjúkdóminn á hverjum tíma, og
fólk getur fengið sitt fyrsta þung-
lyndiskast á háum aldri. Þessi sjúk-
dómur hefur í för með sér hækkaða
dánartíðni. Þar sem hann er í flest-
um tilfellum læknanlegur er mjög
mikilvægt að greina hann fljótt og
hefja meðferð sem fyrst. Greining
sjúkdómsins er alls ekki auðveld,
sérstaklega ekki á efri árum þar
sem heilabilunareinkenni (elliglöp)
blandast oft inn í sjúkdómsmynd-
ina. 1 þessu sambandi má rifja upp
að samkvæmt áðurnefndri rann-
sókn hafa um 15% 87 ára íslendinga
erfið elliglöp og önnur 15% eru
með væg elliglöp.
Við meðferð þunglyndis er heil-
brigðisstarfsfólki mikill vandi á
höndum, því að lyfjameðferð er
stundum mjög dýr. Þess vegna er
sterk krafa um að aðeins þeir sem
sem hafa gagn af meðferð fái hana.
Faraldsfræðin hefur þó sýnt að
fjöldi sjúklinga með þunglyndi er
slíkur að ekki er óeðlilegt að kostn-
aður við lyfjameðferð sé nokkuð
hár. Þótt fjarhagur heilbrigðiskerfis-
ins hafi verið knappur undafarin ár
má það ekki gerast að hætt verði að
stunda faraldsfræðilegar rannsókn-
ir hér á landi. Rannsóknir á hugs-
anlegum áhættuþáttum og erfða-
þáttum þunglyndis og annarra geð-
sjúkdóma í ellinni eru þar verðug
verkefni.
Helstu heimildir:
Hallgrímur Magnússon: Mental health of
octogenarians in Iceland. Acta Psychiatrica
Scandinavica, 1989: 79 (suppl. 439).
Hallgrímur Magnússon og Tómas Helgason:
Sinnslidelsens epidemiologi hos eldre i Island.
Læknablaðið 1981 (fylgirit 16).
Jón G. Stefánsson, Eiríkur Líndal o.fl.: Per-
iod prevalence of specific mental disorders in
an Icelandic cohort. Soc. Psychiatr. Epidemiol.
1994: 29: 119-125.
Hallgrímur Magnússon læknir er
sérfræðingur í geðlækningum en starf-
ar sem heilsugæslulæknir í Crundar-
firði. ítarlegri grein um faraldsfræði
þunghjndis aldraðra hefur hirst í tíma-
ritinu Öldrun. Hallgrímur hefur áður
skrifað í Heilbrigðismál um elliglöp
(3-4/1994) og heilsugæslu í Noregi
(1/1995).
HEILBRIGÐISMAL 3/1996 29