Heilbrigðismál - 01.09.1996, Blaðsíða 24
fötum en ekki skurðstofufötum
sem tíðkast nú orðið. Allir voru til-
búnir, líka sterkir menn sem áttu að
sjá um að halda sjúklingnum fast,
eins og venja var í þá daga. Morton
mætti ekki á tilsettum tíma og eftir
að hafa beðið í fimmtán mínútur
sagði dr. Warren: „Morton er ekki
mættur, hann er greinilega upptek-
inn við eitthvað annað." Áhorfend-
ur urðu hneykslaðir og lýstu van-
þóknun sinni. Sjúklingurinn hnipr-
aði sig saman af ótta við það að
hann yrði skorinn án deyfingar.
Um leið og dr. Warren snéri sér
að sjúklingnum með hníf í hendi
birtist Morton í salnum. Hann hafði
tafist við að búa til tæki sem hann
ætlaði að nota undir eter. Dr. War-
ren færði sig frá og sagði við Mor-
ton: „Jæja, meistari, sjúklingurinn
þinn er tilbúinn." Morton leit á
áhorfendur, sem voru ókurteisir, en
lét það ekki á sig fá og byrjaði strax
að nota eter. Eftir örfáar mínútur,
þegar sjúklingurinn var sofnaður,
sneri hann sér að dr. Warren og
sagði: „Dr. Warren, sjúklingurinn
þinn er tilbúinn." Aðgerðin hófst.
Sjúklingurinn fann ekkert til, hann
var sofandi, lifandi og andaði sjálf-
Göngudei Idfyri r
psoriasissjúklin ga
Býdur upp á:
ur. Sterku mennirnir þurftu ekkert
að gera. Aðgerðinni lauk og dr.
Warren horfði á læknana, sem voru
mjög undrandi, og sagði þessi
frægu orð: „Herrar mínir, þetta er
• AJnot af sérstakri mecjerðarlaug og aðstöðu.
• Slökun í notalegu umhverji.
• Hinn einstaka Bláa I.óns kisil og rakakrem.
• UVB Ijós og UVB ljósagreiðu.
• lJtirlit hjúkrunarjrœðinga og húðlœkna.
Munið áœthnaferðir úr Rcykjavík
V e r i ð veíkomin • B I á a L ó n i ð hj. • S í m i 426
ekki blekking." Dr. Bigelow, frægur
skurðlæknir sem var viðstaddur,
sagði: „Ég hef séð eitthvað í dag
sem mun fara um allan heim."
Þessi saga verður oft sögð vegna
þess að hún lýsir tímamótaatburði
sem gerðist í Boston og hefur gjör-
breytt skurðlækningum. Sagan um
eternotkun við svæfingar fór eins
og eldur í sinu um allan heim og
fljótlega var eter alls staðar tekinn í
notkun. Klóróform var síðan notað
í fjölda mörg ár, í sumum löndum
alveg fram á áttunda áratug þessar-
ar aldar. Þessi svæfingarlyf hafa
bjargað mörgum og mannkynið
hefur getað komist hjá sársauka við
skurðagerðir.
William Morton lést 1868, 49 ára
að aldri. Á legsteini hans stendur:
„Hann fann upp og beitti innönd-
unarlyfi til svæfinga. Fyrir hans
tíma var skurðaðgerðin ætíð sárs-
aukafull. Kvölum beindi hann burt
og gerði að engu. Síðan hafa vís-
indin sársaúkann undir sinni
stjórn."
Girish Hirlekar er yfirlæknir á svæf-
inga- og gjörgæsludeild Fjórðungs-
sjúkrnhússins á Akureyri.
Húðverndarvörur
• Kísileája
• Baðsölt
• Rakakrem
Hreinsa, ajhreistra,
mýkja og nœra húðina.
Fást i apótekum og heilsubúðum
um allt land.
J 7*7-7 .; BJJEUWW
“ l'" .
800. • Fax 42 6 8 8 8 8.
24 HEILBRIGÐISMÁL 3/1996