Heilbrigðismál - 01.12.1998, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.12.1998, Blaðsíða 19
aður af kvíða, reiði eða tímahraki eru dæmi sem flestum eru kunn. í þriðja lagi er talað um streitu sem snm- safn þreytu og spennu. Langvinnt álag er það form streitu sem líklega er erfiðast að greina, enda getur það komið hægt og hljótt og einkennin vanist sem hluti dag- legs lífs. Hér er átt við álag umfram það sem dagleg endurnæring nær að leiðrétta. Ónóg hvíld, t.d. svefnskortur, skapar streituástand þótt álag sé annars ekkert. Slíkt þreytuástand hefur tilhneigingu til að viðhaldast í afar neikvæðum vítahring þar sem spenna streitunnar hindrar hvíld. Sé ekkert að gert lamar hinn sjálfvirki víta- hringur andlega hæfni og líkamsþrek. Við- varandi streita skemmir líffæri mannsins þannig að hann eldist hraðar og verr en ella. Við nútímafólkið verðum því að þekkja streituna, vita hvað hún er, hvernig hún er, hvaðan hún kemur og hvernig við getum losað okkur við hana. Ef ekki, stöndum við uppi ráðalaus og kunnum ekki að leiðrétta málin næst þegar við lendum í streituást- andi, en slíkt getur hent hvern sem er. Heilbrigt líf Almennt má segja að við getum lifað heilbrigð ef við höldum okkur innan vissra marka, þekkjum takmörk okkar og virðum þarfir okkar. Jafnvel þótt flestir telji að líkaminn fæð- ist aðeins einu sinni og eigi aðeins eitt líf þá er það ekki alveg rétt. Komi eitthvað fyrir vefi líkamans hafa flestir þeirra mikla hæfni til að endurnýjast. Líkaminn og sálin sem heild hafa mikla hæfni til að lagfæra það sem skemmist. Gott dæmi er það sem gerist ef við skerum okkur í fingur. í lang- flestum tilfellum er gert við skaðann, án þess að nokkuð sjáist eftir nema lítið ör. Nýjar æðar geta myndast í líffærum í stað þeirra sem skemmst hafa. Nýleg er sú þekking að jafnvel liðbrjóskið getur endur- nýjast að einhverju leyti. Við erum því bet- ur gerð en sjálfur Rolls Royce bílinn. Hann slitnar og endurnýjar ekki legur sínar. Hæfnin til að haldast ungur, hæfnin til endurnýjunar, er því betri sem heilbrigðis- ástand er betra og því á okkar ábyrgð að miklu leyti. íslenski fjallarefurinn er verðug tákn- mynd fyrir ábyrga og heilbrigða lifnaðar- hætti. Mótaður í náttúru landsins er hann eðlilegur hluti hennar. Hann kann vel að bjarga sér og gerir það af forsjálni, hygg- indum og hófsemi. Nái refir fullorðinsaldri geta þeir orðið mjög gamlir. Fyrrum voru kuldinn og hungrið þær Streita er nátt- úruleg svörun lifandi veru við innra eða ytra álagi, oftast í formi hækk- aðrar spennu, en jafnframt sú þreyta sem safnast upp ef ekkert er gert í málunum. Viðvarandi streita skemmir líffæri manns- ins þannig að hann eldist hraðar og verr en ella. Streituvaldar í lífinu Ekki er allt streituástand framkall- að með ógætni eða ábyrgðarleysi. Á meðfylgjandi lista er útdráttur úr skýrslu sem byggist á rannsóknum sem unnið hefur verið að síðustu þrjátíu og fimm ár í Seattle í Wash- ington í Bandaríkjunum. Eru þar taldir upp streituvaldandi atburðir sem geta gerst í lífi fólks. Hafa þeir svokallað streitugildi eftir því hvað þeir hafa skaðleg áhrif á heilsufar. Athygli vekur að svo virðist sem breytingin sjálf skipti mestu máli hvort sem hún er jákvæð eða nei- kvæð. Tölurnar í mælikvarðanum eiga að meta þörf fyrir aðlögun að félagslegri breytingu: Makamissir 100 Hjónaskilnaður 73 Dauði einhvers nákomins 63 Meiðsl, sjúkdómur 53 Að vera sagt upp starfi 47 Hjónabandserfiðleikar 47 Vinnulok 45 Breytingar á vinnustað 36 Búferlaflutningar 30 Vandræði í samskiptum 29 Framúrskarandi árangur 28 Sumarfrí 13 Þeir sem hafa safnað 150-300 stig- um á einu ári hafa meira en helm- ings líkur á verulegum heilsubresti innan þriggja mánaða. I. S. S. HEILBRIGÐISMÁL 4/1998 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.