Heilbrigðismál - 01.12.1998, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.12.1998, Blaðsíða 23
uosseuo/1 Styrkir úr sjóðum í vörslu Krabbameins- félagsins Úthlutað hefur verið átta styrkj- um úr tveim rannsóknasjóðum í vörslu Krabbameinsfélags íslands að heildarupphæð níu milljónir króna. Nú var úthlutað í ellefta sinn úr Rannsóknasjóði Krabba- meinsfélagsins. Eitt verkefni var styrkt. Þá var úthlutað í níunda sinn úr Rannsókna- og tækjasjóði leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. Sjö verkefni voru styrkt. Eins og undanfarin ár fjalla mörg þessara rannsóknaverkefna um sameinda- erfðafræði og athygli margra bein- ist að brjóstakrabbameini. Guðlaug Torfadóttir fær styrk til að rannsaka tengsl blóðvökvaþéttni vaxtarþáttarins IGF-1 og aðalbindi- Afhending styrkja úr rannsókna- sjóðum Krabbameinsfélagsins. Aftari röð frá vinstri: Katrín Guð- mundsdóttir, Laufey Tryggvadótt- ir, Sigurður Björnsson formaður félagsins, Helga M. Ögmundsdótt- ir og Jónína Jóhannsdóttir. Fremri röð: Hilmar Viðarsson, Þórunn Rafnar og Sigurður Ingvarsson. próteins hans við áhættu á brjósta- krabbameini. Helga M. Ögmundsdóttir og Margrét Steinarsdóttir fá styrk til að rannsaka litningabreytingar í eðlilegum og afbrigðilegum brjóst- vef og til að kanna hvaða aðstæður búa í haginn fyrir fjölgun litninga- brenglaðra frumna. Hilmar Viðarsson og Þórunn Rafnar fá styrk til að rannsaka sam- skipti eðlilegrar brjóstaþekjú við nánasta umhverfi sitt og mikilvægi integrinviðtaka fyrir eðlilega svip- gerð brjóstaþekjufrumna. Jónína Þuríður Jóhannsdóttir og Sigurður Ingvarsson fá styrk til að greina erfðaefnisbreytingar í ristil- krabbameini. Katrín Guðmundsdóttir og Jór- unn Erla Eyfjörð fá styrk til að rannsaka arfgenga áhættuþætti í brjóstakrabbameini. Afhending styrkja úr Kristínar- sjóði: Sveinn Guðmundsson, Ól- afur Gísli Jónsson, Jón Kristins- son, Guðrún Jónsdóttir formaður sjóðsstjórnar, Guðmundur Jón- mundsson og Þorsteinn Ólafsson. Laufey Tryggvadóttir og Jórunn Erla Eyfjörð fá styrk til að rannsaka tengsl áhættuþátta brjóstakrabba- meins við sýnd stökkbreyttra brjóstakrabbameinsgena og við erfðabreytileika í ákveðnum ensím- um. Sigurður Ingvarsson og Bjarn- veig Ingibjörg Sigbjörnsdóttir fá styrk til að greina erfðaefnisbreyt- ingar í brjóstakrabbameini. Þórunn Rafnar og Gunnar Bjarni Ragnarsson fá styrk til að rannsaka áhrif afbrigðilegra brjóstaþekju- frumna á eðlilegar T-eitilfrumur. Jafnframt voru í annað sinn veitt- ir styrkir úr „Sjóði Kristínar Björns- dóttur, fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna", en sjóður- inn er í vörslu Krabbameinsfélags íslands. Fé úr sjóðnum skal aðal- lega varið í þágu rannsókna á krabbameini í börnum og ungling- um, og til aðhlynningar krabba- meinssjúkra barna. Guðmundur K. Jónmundsson, Jón R. Kristinsson og Ólafur Gísli Jónnson fá styrk til þátttöku í nor- rænu rannsóknasamstarfi barna- lækna. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fær styrk til endurhæfingar- verkefnis. Sveinn Guðmundsson og fleiri fá styrk til að undirbúa gerð bein- mergsgjafaskrár á vegum Blóð- bankans. HEILBRIGÐISMÁL 4/1998 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.