Heilbrigðismál - 01.10.2005, Side 5

Heilbrigðismál - 01.10.2005, Side 5
Halldór Ásgrímsson var einn af þeim fyrstu sem gerðust velunnarar Krabbameinsfélagsins þegar samstarf félagsins og KB banka um slíka söfnun hófst vorið 2004. MARGIR VIUA LEGGJA KRABBAMEINSFÉLAGINU UÐ Alltfrá stofnun fyrstu Krabbameinsfélaganna hér á landi fyrir meira en hálfri öld hefur einhvers konar fjáröflun verið snar þáttur í starfi þeirra. Fyrstu árin var meðal annars safnað fyrir lækningatækjum en í seinni tíð hefur megináhersla verið lögð á fjáraflanir til þess að Krabbameinsfélagið geti tekist á við vaxandi verkefni. Hér eru nefnd nokkur dæmi. HAPPDRÆTTI Krabbameinsfélagsins hefur síðustu fimmtíu árin verið ein veigamesta tekjulind krabbameinssamtakanna og stuðlað mjög að uppbyggingu þeirra og þróun. Dregið er tvisvar á ári, 17. júní og 24. desember. I sumarhappdrættinu eru miðar sendir til karla en I jólahappdrættinu til kvenna. Krabbameinsfélag Islands og KB banki hafa í hálft annað ár haft samstarf um söfnun velunnara fyrir félagið undir heitinu „Þitt framlag skiptir máli". Viðskiptavinum KB banka og öðrum býðst að bætast í hóp þeirra sem nú þegar styrkja félagið með reglulegu framlagi og leggur KB banki fram 500 krónur fyrir hvern þann sem bætist við. Velunnararnir eru nú orðnir rúmlega þrjú þúsund. Bankinn hefur verið aðalstyrktaraðili Krabbameinsfélagsins síðan 1998 og lagt félaginu lið með margvíslegum hætti. I rúm tvö ár hefur Friendtex á Islandi stutt baráttuna gegn krabbameini á þann hátt að um fimmtfu sölufulltrúar Friendtex hafa boðið viðskipta- vinum sínum að styrkja Krabbameinsfélagið með því að kaupa litla bangsa, en allur ágóðinn hefur runnið til félagsins. Viðtökur hafa verið mjög góðar hér á landi, eins og á öðrum sölusvæðum Friendtex ' Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Um síðustu áramót höfðu um 75 þúsund bangsar verið seldir í þessum löndum. Friendtex á Islandi hefur þegar styrkt Krabbameinsfélagið um meira en eina milljón króna. Krabbameinsfélag (slands og Olíufélagið ehf. tóku í sumar upp samstarf um að bjóða tryggðarbönd merkt Krabbameinsfélaginu með áletruninni www.krabbameinsfelagid.is til sölu á öllum benslnstöðvum Esso. Allur ágóði rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins. Upphafsmaður armbandanna er Lance Armstrong, sem hefur sigrað sjö sinnum í röð í frönsku hjólreiðakeppninni Tour de France eftir að hann sigraðist sjálfur á krabbameini. Tryggðarbönd Krabbameinsfélagsins hafa verið fáanleg I sex litum, gulum, rauðum, grænum, bláum, svörtum, og hvítum og kosta 500 krónur. I október bætast bleik bönd við, í tilefni af árveknisátaki um brjóstakrabbamein. Markmiðið er að selja alls sex þúsund bönd. Hin árlega „merkjasala" Krabbameinsfélagsins var fyrstu dagana í september. Að þessu sinni voru seldir pennar og lyklakippur til styrktar starfi aðildarfélaga Krabbameinsfélags Islands, en slík sala er orðin árviss. Selt var við verslanir og gengið í hús þar sem því var við komið. Allur ágóði rennur til aðildarfélaga Krabbameinsfélags Islands en það eru svæðisbundin krabbameinsfélög og stuðningshópar sem stofnaðir hafa verið til að sinna fræðslu og félagslegri þjónustu við þá sem hafa fengið krabbamein. Síðast en ekki síst má nefna að ár hvert berast félaginu ein eða fleiri erfðagjafir og verður sagt frá nokkrum nýjum gjöfum á næstunni. JR. 5

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.