Heilbrigðismál - 01.10.2005, Qupperneq 10

Heilbrigðismál - 01.10.2005, Qupperneq 10
Guðmundur Ó. Ingvarsson - Sigfús Austfjörð VÖNDUÐ BÓK Á VÆGU VERÐI í TILEFNl AF 50 ÁRA afmæli Krabbameins- skrár Krabbameinsfélags Islands á síðasta ári hefur félagið gefið út vandaða og veglega bók sem nefnist „Krabbamein á Islandi". Þetta er 140 síðna litprentuð bók og sú fyrsta sem fjallar um krabbamein á fræðilegan hátt á íslensku. Ritstjórar eru Jón Gunnlaugur Jónasson læknir og Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur. I bókinni eru upplýsingar um mismunandi tegundir krabbameins og þær breytingar sem orðið hafa á tíðni þessa sjúkdóms síðustu hálfa öld, um meðferð, einkenni og horfur, auk upplýsinga um dreifingu krabbameins eftir búsetu, aldri og kyni. Bókin á að nýtast 140 síðna litprentuð bók og sú fyrsta sem fjallar um krabbamein á fræðilegan hátt almenningi, fjölmiðlafólki, nemendum, kennur- um, læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Ýmsir aðilar studdu útgáfu bókarinnar, m.a. ríkisstjórnin. Bókin „Krabbamein á fslandi" hefur verið seld á 3.490 krónur en fæst á sérstöku tilboði til áramóta, aðeins 1.990 krónur. Hægt er að panta bókina hjá Krabbameinsfélaginu í síma 540 1900 eða með þvl að senda tölvupóst á netfangið krabb@krabb.is. .Raufarhöfn Húsavík Vopnafjörður! rammstangi Egilsstaðir5 Reyðarfjörður Ólafsvík jupivogur larnes Reykjavík Kirkjubæjan klaustur^y' Strandvegagangan 2006 Egilsstaðir-Reykjavík - 50 km Strandvegagangan 2005 Reykjavik-Egilsstaðir ÆTLAR AÐ GANGA 3.100 KÍLÓMETRA Jón Eggert staddur framan við Lómagnúp í júlí, en þá hafði hann lagt um fimm hundruð kílómetra að baki. ÞEGAR JÓN EGGERT GUÐMUNDSSON, 37 ára líffræðingur og kerfisfræðingur, kom til Egilsstaða 23. júli i sumar hafði hann gengið eftir strandvegum Suðvesturlands, Suðurlands og Austfjarða í rúman mánuð, að meðaltali 25 kílómetra á dag. Hann lagði upp í gönguna frá höfuðborgarsvæðinu og ætlar sér að loka hringnum á næsta ári. Fyrri áfanginn var 986 kílómetrar en sá seinni verður 2.114 kílómetrar, um Austurland, Norðausturland, Norðurland, Vestfirði og Vesturland. Samtals eru þetta 3.100 kílómetrar. Gangan, sem nefnd er Strandvegagangan, er til styrktar Krabba- meinsfélaginu. Jón Eggert hefur lengi átt sér þann draum að ganga sem stærstan hring í kringum landið og undirbjó sig m.a. með því að ganga upp á Esju nokkrum sinnum í viku. Aðspurður um reynsluna af fyrri áfanganum í sumar sagði hann að sér hefði gengið mjög vel, hann hefði verið mjög heppinn með veður og aðeins einu sinni hefði hann þurft að stytta dagleiðina. Áreynslan hafði þau áhrif á Jón að hann léttist um nær tuttugu kílógrömm. Fulltrúar frá krabbameinsfélögunum á svæðinu sem hann fór um tóku alls staðar á móti honum og margir gengu stuttan spöl með honum. Ýmsir lögðu þessu framtaki lið, m.a. Síminn sem gaf Krabba- meinsfélaginu NMT-farsíma til afnota fyrir Jón. Hann er þegar farinn að undirbúa síðari áfangann og ætlar að leggja af stað snemma í maí á næsta ári og Ijúka göngunni um miðjan ágúst. JR 10

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.