Heilbrigðismál - 01.10.2005, Blaðsíða 16
Auður Vésteinsdóttir
kennari og veflistarmaður
fékk brjóstakrabbamein
tvisvar á tveimur árum
Guðrún Þórðardóttir
leikkona upplifði
brjóstakrabbamein
sem verkefni sem lífið
færði henni
„Skömmu áður en ég greindist með brjósta-
krabbamein vorið 2000 dreymdi mig afar
sérstakan draum. Þegar ég vaknaði streymdi
um mig slík kærleikstilfinning að ekki er nokkur
leið að lýsa henni. Þessi draumur, auk margra
annarra, gerði það að verkum að ég gat sett
allar mínar áhyggjur og ótta í hendur Guðs.
Ég leit strax á þetta sem verkefni sem ég þyrfti
að leysa og hafði alltaf þá trú að þetta yrði í
lagi. Upp blossaði mikill viljastyrkur og ég var
staðráðin í að breyta ýmsu í lífi mínu og láta
þetta ekki buga mig."
Guðrún Þórðardóttir leikkona segir að fyrst
eftir greininguna hafi henni fundist þetta frekar
óraunverulegt, hún fullfrísk manneskjan komin
með krabbamein. „Ég var heppin að ekki þurfti
að fjarlægja brjóstið, aðeins skera burt æxlið.
Við tók lyfjameðferð og síðan geislar. I fyrstu
ætlaði ég alls ekki í lyfjameðferð, heldur taka
á þessu með óhefðbundnum leiðum. Sem
betur fer skipti ég um skoðun og sé ekki eftir
því. Tímabilið sem framundan var reyndist afar
sérstakt og jafnframt spennandi. Ég ákvað að
VERKIN
ENDURSPEGLUÐU
VEIKINDIN
„Mesta áfallið (kjölfar sjúkdómsins var að missa
hárið. Það var vitanlega ástæðulaust því hárið
fékk ég aftur en ekki brjóstið." Svo segir Auður
Vésteinsdóttir kennari og veflistarmaður sem
starfar m.a. sem safnakennari í Hafnarborg.
Auður greindist í tvígang með brjóstakrabba-
mein í sama brjóstinu árin 1997 og 1998. „Ég
áttaði mig ekki á því fyrr en eftir á að eflaust
var ég að vinna mig frá sjúkdómnum með
sýningunni Túnið í sveitinni, sem ég hélt meðan
ég var í lyfjameðferðinni. Verkin fjölluðu öll um
það þegar grasið vex að vori og fellur að hausti.
Nöfnin á verkunum endurspegluðu ómeðvitað
þá þrautagöngu sem ég háði í veikindunum.
Þau hétu m.a. Skurður, Slegið, Hálmstrá og
Hættu að slá. I kjölfar hármissisins vaknaði
vitund mín og aðdáun á hári og gróskumiklum
loðnum fyrirbærum. Á sýningunni Farvegir
2003 endurspegluðu verkin þessa aðdáun en
þar uppgötvaði ég eiginleika hrosshársins."
„Þar sem lyfjameðferðin fór illa í mig varð
ég að gera hlé á myndmenntakennslunni.
Það var alveg sama hvort ég lá, sat eða stóð,
mér leið eins og ég væri sjóveik flesta daga.
Stund kom þó á milli stríða og hún var vel nýtt
til listsköpunar. Ekki skánaði líkamlegt ástand
eftir meira en mánaðarlanga geislameðferð. Ég
harkaði af mér og dvaldi sumarlangt í Þýskalandi
í gestavinnustofu, í boði Hafnarfjarðarbæjar og
Cuxhaven. Þar leið mér eins og ég væri stöðugt
með flensu. Haustið eftir uppgötvaðist annað
æxli í sama brjósti og var það fremur illvígt því
að æxlið var hraðvaxandi. Ég gat ekki hugsað
mér að ganga í gegnum aðra lyfjameðferð en
um annað var ekki að ræða, lífið lá við. Seinni
meðferðin fór mjög illa með mig, ég var nánast
rúmliggjandi í lok hennar."
Auði fannst hún eldast um tíu ár á þeim
þrjátíu mánuðum sem veikindi herjuðu á hana.
„Lfkamlegt og andlegt þrek var á þrotum en
með þrotlausri endurhæfingu, góðu mataræði
og góðri hreyfingu kom þrekið og mátturinn
smátt og smátt aftur. Nú stend ég vörð um
heilsuna og lofa hvern dag. Ég var mjög gjörn
á að skipuleggja allt langt fram í tímann en í
veikindunum var það ekki hægt. Áherslurnar
hafa því breyst. Núna nýt ég betur hvers dags
og samskipta við gott fólk. Jákvæð afstaða er
það sem skiptir gríðarlegu máli til að öðlast
góða heilsu, andlega og líkamlega." ÞÞ.
EG UPPGOTVAÐI
MINN INNRI STYRK
setja sjálfa mig í forgang næstu mánuðina,
lagði allt sem ég var að gera til hliðar og
einbeitti mér að nýja verkefninu, jákvæð og
bjartsýn. Ég gjörbreytti mataræðinu, tók út
allar mjólkurvörur, kjöt, sykur og bara alla
óhollustu. (staðinn borðaði ég meira lífrænt
fæði, soyjavörur, mikið af ávöxtum, grænmeti,
hnetum, fræjum og svo tók ég ýmis bætiefni.
Ég lagði stund á Rayja-yoga, en þar er unnið
með andlega þáttinn. Ég fór jöfnum höndum I
nudd, heilun og höfuðbeina- og spjaldhryggjar-
meðferð. Ég gerði eingöngu það sem var
gefandi og skemmtilegt og var mjög næm á
það sem gerðist í kringum mig. Ég skynjaði
tilfinningar fólks vel og áttaði mig á hversu góða
vini ég á. Og fjölskyldan stóð með mér sem
klettur. Svona verkefni er fyrir alla fjölskylduna
að takast á við."
Guðrún segist hafa fengið svo margar
guðsgjafir á tímabilinu að hún fór ( gegnum
þetta allt af mikilli gleði. „Ég uppgötvaði minn
innri styrk, lærði að elska sjálfa mig og skilja
hismið frá kjarnanum. Ég er afar þakklát fyrir
að vera heilbrigð og á lífi. Þetta var þroskandi
og lærdómsríkt í tímabil í lífi mínu. Ráð min til
kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein
eru: Gerið allt strax, farið bæði í hefðbundnar
og óhefðbundnar lækningar, skoðið hugsanir
og tilfinningar og breytið mataræðinu. Setjið
ykkur sjálfar í forgang."
16