Heilbrigðismál - 01.10.2005, Qupperneq 17
Iðunn Geirsdóttir
greindist með
brjóstakrabbamein
nokkrum mánuðum á
eftir systur sinni
O-
3
CD
HEF EINSETT MER
AÐ LIFA LÍFINU
LIFANDI
„Ég var í hlutverki aðstandanda þegar systir mín,
sem býr í Svíþjóð, greindist með krabbamein i
árslok 2002, 35 ára gömul. Óneitanlega kom
dauðinn fyrst upp í hugann þvi hann er oft
fylgifiskur þessa sjúkdóms."
Iðunn Geirsdóttir, sem er 34 ára matvæla-
fræðingur, segir að það hefði verið erfitt að
vera aðstandandi í öðru landi. „1 kjölfar veikinda
systur minnar dreif ég mig í myndatöku, jafnvel
þótt ég væri þess fullviss að ekkert amaði
að mér. Ómskoðun sýndi hins vegar hnút í
brjóstinu og vefjasýni leiddu í Ijós að meinið
var illkynja. Þá kom áfallið. Fótunum var kippt
undan mér í einu vetfangi. Ég hafði val um að
láta fjarlægja brjóstið eða fara í fleygskurð, sem
ég og gerði. Allt gekk eins og í sögu, fólkið á
Landspítalnum reyndist mér einstaklega vel svo
ekki sé talað um fjölskylduna mína."
„Nokkru síðar kom bakslagið því meinið
reyndist útbreiddara í brjóstinu en áður var
talið og læknarnir mæltu með að brjóstið
yrði fjarlægt. Ég átti kost á að byggja það
upp í sömu aðgerð með sílikonpúða. Það er
svo einkennilegt hvað maður býr yfir miklum
innri styrk þegar á reynir. Ég hafði í ráun meiri
áhyggjur af mínum nánustu. Sjálf var ég tilbúin
að taka því sem verða vildi. Þrátt fyrir að þetta
hafi tekið á bæði líkamlega og andlega þá
var ég eftir á að hyggja mjög heppin því ég
þurfti hvorki að fara í gegnum geislameðferð
né lyfjameðferð. Það var mér til happs að ég
greindist snemma."
Iðunn segir að það hefði aldrei hvarflað að
sér að hún gæti fengið krabbamein því hún var
stálslegin og lifði heilbrigðu lífi. „Mérskilst að í
um 10% tilfella sé sjúkdómurinn erfðatengdur.
Að öllum líkindum tilheyri ég þeim hópi því
systir mín hefur fengið staðfest að hún beri í
sér genið sem veldur sjúkdómnum, en amma
mln og tvær föðursystur mínar fengu einnig
sjúkdóminn. Eftir þessa reynslu geri ég mér
grein fyrir því hversu mikilvægt það er að þekkja
sinn eigin líkama og fara að ráðleggingum um
reglubundna skoðun."
Iðunn segir að vissulega leynist ákveðinn
ótti innra með henni um að meinið taki sig upp
aftur. „Það er þó langt í frá að óttinn stjórni lífi
mínu. Maður horfir jákvæðum augum fram á
við. Ég er á besta aldri, á yndislega fjölskyldu og
hef einsett mér lifa lífinu lifandi." ÞÞ.
Kristbjörg Þórhallsdóttir
leiðsögumaður og fyrrum
formaður Samhjálpar kvenna
segir lífsviðhorf sitt hafa breyst
eftir brjóstakrabbameinið
„Ég fékk staðfestingu á sjúkdómnum klukkan
ellefu að morgni, var komin upp á spítala
klukkan tvö og eldsnemma næsta morgun fór
ég í skurðaðgerð. Ekkert svigrúm gafst til að
búa eiginmanninn eða syni okkar undir það
sem framundan var."
Kristbjörg Þórhallsdóttir, leiðsögumaður
og formaður Samhjálpar kvenna í tæpa tvo
áratugi, rifjar upp þennan afdrifaríka dag í llfi
sínu fyrir aldarfjórðungi. Hún segist hafa botn-
frosið þegar sjúkdómurinn var staðfestur og
öll rökhugsun rokið út I veður og vind. „Ég
fór I sjoppuna á spítalanum, keypti mér kók
og settist sem lömuð á bekk. Þá var eins og ég
losnaði úr líkamanum, lyftist upp og horfði á
sjálfa mig pínulitla úr mikilli hæð. Á þessum
árum var krabbamein aldrei til umræðu enda
nátengt dauðanum. Hræðslan var svo mikil að
ÉG HORFÐI Á
SJÁLFA MIG
PÍNULITLA
tengdamóðir mín, sem var afburðagreind kona,
þorði ekki að heimsækja mig á spítalann þvl
hún var sannfærð um að ég væri við dauðans
dyr."
„( dag er öldin önnur því ef einhver greinist
með brjóstakrabbamein fer af stað teymi sem
hlúir sérstaklega að sjúklingi og fjölskyldu við-
komandi. Og sjúklingurinn fær góða aðlögun
fyrir aðgerðina. Nú eru einnig oft gerðir fleyg-
skurðir, en I mínu tilviki var bara um brott-
nám brjóstsins að ræða. Þá fengum við líka
að vera á spítalanum I tlu til tólf daga vegna
lyfjameðferðar en núna eru konur sendar heim
eftir tvo til þrjá daga. Elín Finnbogadóttir hjá
Samhjálp kvenna heimsótti mig á spltalann og
var I reglulegu sambandi slðar."
Kristbjörg segir að hún hafi sjálf opnað
umræðuna um krabbamein meðal sinna
nánustu þegar hún fór að braggast. „Vissulega
breyttist llfsviðhorf mitt eftir veikindin og gildi
vináttu og hjónabandsins fór að vega þyngra.
Við hjónin höfðum safnað fyrir nýju parketi en
ákváðum þess I stað að fara I fimm vikna ferð til
Austurlanda."
Sem ötull liðsmaður Samhjálpar kvenna
veit Kristbjörg að brjóstakrabbamein fer ekki I
manngreinarálit. „Það virðist ekki alltaf fara eftir
lífsmynstri hvers og eins hvar þennan sjúkdóm
ber niður né hver endalokin verða, en slfellt
fleiri konur læknast. Það er gríðarlega mikilvægt
að vekja von hjá konum þvl krabbamein er alls
enginn dauðadómur." ÞÞ.
17