Heilbrigðismál - 01.10.2005, Qupperneq 19
það veit guð að ég hvet allar konur til að fara í skoðun eins oft og reglulega og kostur er.
Hvort sem óttinn gerir vart við sig eða ekki er betra að taka allt út strax.
Foreldrar Vigdísar, þau Sigrlður Eiríksdóttir
og Finnbogi Rútur Þorvaldsson, voru meðal
stofnenda Krabbameinsfélags Reykjavíkur
árið 1949 og var mikið rætt um félagið
heima hjá henni. „Öll umræðan heima situr
enn föst í mér," segir Vigdís. „Það er með
krabbameinið eins og sjómennskuna að varla
er til sú fjölskylda á íslandi sem hefur ekki
tengst áföllum í sambandi við sjóinn eða á
minningar um einhvern sem hefur fengið
krabbamein."
Vigdís greindist með brjóstakrabbamein
árið 1977, aðeins 47 ára gömul, þremur
árum áður en hún var kjörin forseti fslands.
„í Ijósi reynslunnar tel ég að allir eigi að lýsa
sjúkdómseinkennum eða segja frá hvernig
sjúkdómurinn gerir vart við sig. Það veit í
raun enginn hvað er að gerast í líkamanum
og þess vegna er svo mikilvægt að geta lært
af öðrum. Ef ég hefði ekki lært það af góðri
vinkonu minni hvernig hún uppgötvaði sitt
brjóstakrabbamein er óvíst hvort ég hefði
fundið mitt í tæka tíð. Hún uppgötvaði sitt
mein vegna inndreginnar geirvörtu. Það síaðist
ómeðvitað inn í minni mitt án þess að ég
hugsaði sérstaklega um það. Þegar það sama
henti mig seinna kom minnið mér til bjargar.
Ég brást strax við og var nokkuð kröfuhörð
við læknana, vildi komast strax að. Ég var svo
lánsöm að það tókst að fjarlægja meinið. I
þá daga voru engar sneiðingar, aðeins stórir
skurðir. Ég fór í aðgerðina þann 1. febrúar
1977 og þann dag ár hvert þakka ég fyrir að
vera á þeirri ferð í lífinu sem raun ber vitni."
Telurðu að ótti við sjúkdóminn komi í veg
f fyrir að konur fari í reglubundna skoðun?
„Ég tel frekar að það sé sú fullvissa
æskunnar sem dvelur svo lengi með manni.
* Fullvissan sem endurspeglast í orðunum: Þetta
kemur ekki fyrir mig. Æskan er svo grunlaus
um að eitthvað geti komið fyrir. Það kemur
fram í dirfsku eins og glannalegum akstri og
annarri áhættu. Það veit guð að ég hvet allar
konur til að fara í skoðun eins oft og reglulega
og kostur er. Hvort sem óttinn gerir vart við
sig eða ekki, er betra að taka allt út strax.
Brjóstakrabbamein fer ekki í manngreinarálit
en ég hvet alla til að forðast álag því það liggur
í hlutarins eðli að álag hraðar sjúkdómsför."
Vigdís varð verndari Krabbameinsfélags
íslands árið 1986 og má segja að það hafi
nánast verið sjálfgefið því hún talaði reglulega
fyrir málstað félagsins, tók þátt I söfnunum og
ræddi hispurslaust um krabbamein út frá eigin
reynslu.
„Ég hef alla tíð verið einarður liðsmaður
Krabbameinsfélagsins, sit í heiðursráði
þess, hef verið ötul að mæta á aðalfundi og
kem fram fyrir hönd félagsins þegar þess
gerist þörf. Þá gildir einu hvort um er að
ræða söfnunarátak eða umræður til að efla
sjálfsvitund fólks fyrir krabbameini. Það er svo
brýnt að ná til hennar."
Finnurðu meðvitað hvernig afstaða þín til
lífsins breytist þegar aldurinn færist yfir?
„Afstaðan til lífsins hefur ekki breyst svo
mikið því ég tel mig vera sömu manneskju og
ég var þegar ég var um fertugt og komin til
einhvers þroska. Aftur á móti hef ég lært svo
óendanlega mikið, hef mun breiðari sýn en
áður. Skilningur minn fyrir lífinu hefur dýpkað
og breikkað á þessari löngu leið og afstaða
mín til allra mála byggist á því. Það er svo
gaman að eldast því ég er búin að komast að
svo mörgu sem mér yngra fólk á enn eftir að
uppgötva."
Margir sem ganga í gegnum erfið veikindi
segjast þakklátir fyrir þá dýrmætu reynslu því
hún hafi kennt þeim að forgangsraða. Erum
við of upptekin af lífsgæðakapphlaupinu?
„Lífsgæðakapphlaupið er ákaflega smitandi,
eins og inflúensa. Þegar við forgangsröðum
er það ekki bara fyrir okkur sjálf heldur líka
fyrir þá sem okkur þykir vænt um. Þess vegna
þurfum við að hafa sjúkdóma með I vitundinni.
Ég finn alltaf mest til með ættingjum þeirra
sem greinast. Ég tala nú ekki um foreldra
sem þurfa að horfa upp á erfið veikindi barna
sinna."
styrk og von. Við vorum fyrst og fremst
að ræða menningu þjóða, allt sem lýtur
að lífskjörum og lífsháttum og það voru
sérstakar umræður um aðstöðu kvenna í
heiminum. Það er algjörlega óviðunandi, að
konur í lýðræðislegum þjóðfélögum, skuli
sí og æ gerðar að annars flokks þegnum
með því að veita þeim ekki sömu laun fyrir
sömu vinnu. Fjöldi kvenna lifir við ólíkar
hefðir í mismunandi menningarheimum sem
gera þær að óæðri verum. Því miður setur
Gamla testamenntið konuna ekki í sama sess
ÉG Á góðan vin sem spyr mig reglulega hvort ég ætli ekki að fara að
setjast í helgan stein. Ég segi honum að koma með steininn.
Hugsarðu stundum um dauðann?
„Hver gerir það ekki? Það hafa svo margir
farið á undan og við munum fyrr eða síðar
ganga þessa leið. Öll höfum við þurft að fylgja
til hinsta legsstaðar en ég efast um að dauðinn
sé einhver endalok."
Á dögunum var haldin réðstefna á íslandi
til heiðurs Vigdísi með fjölmörgum ráðherrum
Evrópu sem bera ábyrgð á menningarmálum.
Skyldu fleiri dyr opnast fyrir konur út um allan
heim í kjölfar ráðstefna sem fjalla um misrétti
kynjanna?
„Þessi ráðstefna var bæði sterk og stór.
Það er svo mikilvægt að bjargarlausar konur
víða um heim viti að verið sé að berjast fyrir
rétti þeirra og málefnum. Það gefur þeim
og karlmann en Kristur reyndi að upphefja
konuna."
Sérðu eftir einhverju sem þú hefur ekki gert
um ævina?
„Þau stórmál sem ég hef fengist við í lífinu
og þurft að taka ákvörðun um hef ég gert
meðvituð um að ef ég tæki ekki ákveðinni
áskorun, myndi ég sjá eftir því alla ævi. Þegar
ég sótti um starf leikhússtjóra hjá Leikfélagi
Reykjavíkur taldi ég mig ekki nógu góða
en ég vissi að ég sæi eftir því ef ég léti ekki
slag standa. Það sama var upp á teningnum
þegar mér var ýtt fram til að bjóða mig fram
til forseta. Ég var afskaplega hikandi og efaðist
um sjálfa mig en tók áskoruninni í stað þess
að hopa."
19