Heilbrigðismál - 01.10.2005, Síða 20

Heilbrigðismál - 01.10.2005, Síða 20
Ómar Óskarsson ÉG Á AUÐVELT MEÐ aö setja mig í spor fólks, líklega vegna þess aö ég læt ekki setja að mér beiskju eða reiði. Ef ég verð vör við slíkt ýti ég því frá mér og geri eitthvað annað. Hvað drífur þig áfram? Þú virðist vera meira upptekin núna en í embætti forseta fslands? „Það er heilmikið til í því. Ég á góðan vin sem spyr mig reglulega hvort ég ætli ekki að fara að setjast í helgan stein. Ég segi honum að koma með steininn. Ég er ávallt full af eldmóði og nálgast viðfangsefni, sem ég vil koma í höfn, af krafti og einurð. Ég fæ hugsýnir um ákveðna hluti sem ég vil koma til leiðar og hefst þá strax handa. Ég tel að menn hjá Sameinuðu þjóðunum hafi áttað sig á þessu þegar ég var beðin um að vera tungumálasendiherra þeirra, formaður siðanefndar og fleira. Það er ekki öllum gefið að koma auga á hið ósýnilega, sem ekki er orðið. Þeir sem búa yfir þeirri náðargáfu takast á við það sem öðrum þykir ómögulegt. En svo verður það mögulegt af því að það er unnið að því af einurð. Ég lifi við þau sérréttindi i útlöndum að þar er aldrei spurt hversu gömul ég sé. Þar er bara sagt: Komdu! Hér heima er alltaf verið að minna mig á það að ég varð 75 ára í ár en ég var alveg búin að gleyma því. Fólk er stöðugt að bjóða mér sæti þegar það veit á hvaða aldri ég er. Slíkt er óþarfi." Vigdís er sérlega meðvituð um heilbrigða lífshætti og gefur eldmóður hennar og drifkraftur það til kynna. „Allir vita að það er mikilvægt að rækta sjálfan sig, hreyfa sig vel en jafnframt hvíla sig. Ég anda að mér náttúrunni daglega og afla mér lífsorku með því að stunda Qi-gong, sem eru kínverskar öndunar- og hugleiðsluæfingar. Þá skiptir jákvæðni og væntumþykja gifurlega miklu máli. Mér þykir afskaplega vænt um fólk, ég elska ekki eingöngu börn. Ég á auðvelt með að setja mig í spor fólks, líklega vegna þess að ég læt ekki setja að mér beiskju eða reiði. Ef ég verð vör við slíkt ýti ég því frá mér og geri eitthvað annað. Þar koma skáldsögur og Ijóð við sögu sem besta meðalið. Góðar bækur færa mig yfir í aðra veröld. Að svo búnu stíg ég út úr þeirri veröld og hef aðra lífssýn." Áttu einhverja ósk, þjóðinni til heilla? *’ „Að hún haldi áfram að muna hver hún er og verndi okkar yndislega tungumál. Ef hún gerir það ekki er hún búin að týna sjálfri sér í þjóðahafið. Við verðum að vernda okkur sem þjóð og þær dásamlega stórkostlegu gjafir sem kynslóðirnar á undan hafa látið okkur ( té, í bókmenntum, hugsunum, verklagni og mannkostum. Og koma því áfram til þeirra sem munu erfa landið." < Þorgrímur Þráinsson ræddi við Vigdísi. ALLIR VITA að það er mikilvægt að rækta sjálfan sig, hreyfa sig vel en jafnframt hvíla sig. Ég anda að mér náttúrunni daglega og afla mér lífsorku með því að stunda Qi-gong. 20

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.