Heilbrigðismál - 01.10.2005, Qupperneq 22

Heilbrigðismál - 01.10.2005, Qupperneq 22
uosseupf seiupi 4 AÐEINS LÍTILL HLUTI BRJÓSTAKRABBAMEINS orsakast af þekktum arfgengum þáttum og í flestum tilvikum er ekki um ættarsögu að ræða. AHÆTTUÞÆTTIR BRJÓSTAKRABBAMEINS Brjóstakrabbamein hefur bæði hæsta nýgengið og hæstu dánartíðnina af öllum krabbameinum kvenna á heimsvísu og árlega greinist yfir ein milljón kvenna með brjóstakrabbamein. Orsaka meinsins hefur mikið verið leitað og fjöldi rannsókna síðustu fimmtíu árin á orsökum, forvörnum og meðferð er kominn á annað hundrað þúsunda. Þekking og skilningur á eðli brjóstakrabbameins eru orðin umtalsverð og margir áhættuþættir þekktir. BRJÓSTAKRABBAMEINSÁHÆTTA er lægri hjá konum sem hafa eignast börn en hjá barn- lausum konum. Einnig má nefna, til marks um áhrif innra hormónaumhverfis, tengsl brjósta- krabbameins og aldurs við fæðingu fyrsta barns og einnig brjóstagjafar. Brjóstakrabba- meinsáhættan er þeim mun lægri sem konan er yngri er hún á sitt fyrsta barn og aukin tíma- lengd brjóstagjafar dregur úr áhættunni. Áhrif utanaðkomandi hormóna hafa einnig verið mikið rannsökuð. Samanteknar niður- stöður 54 rannsókna frá mörgum þjóðum á hugsanlegum tengslum brjóstakrabbameins og getnaðarvarnapillunnar benda til þess að notendur hafi lítillega aukna hlutfallslega áhættu meðan á töku stendur og í stuttan tíma á eftir, en að langtímaáhrif séu nánast engin. Aftur á móti hefur ítrekað verið sýnt fram á að notkun tíðahvarfahormóna eykur áhættu á brjóstakrabbameini, og þeim mun meira sem notkunartími er lengri. Líklegt er að hin mikla notkun þeirra undanfarna tvo áratugi á fslandi skýri hluta af aukningu nýgengis brjósta- krabbameins eftir tíðahvörf, hin síðari ár. Jónandi geislun, t.d. röntgengeislun, veldur stökkbreytingum og eykur jafnframt áhættu á brjóstakrabbameini, en fyrst og fremst hjá konum sem verða fyrir geislun undir tvítugsaldri. Ekki er talið að leit að brjóstakrabbameini með röntgenmyndatöku auki almennt áhættuna því þar er magn geislunar svo lítið auk þess sem konur eru orðnar fertugar er þær mæta. Tengsl virðast vera milli áfengisneyslu og brjóstakrabbameins. Nokkrar tilgátur hafa verið settar fram varðandi líffræðilegar skýringar á þessu sambandi, en talsvert skortir enn á skilning á því. Tengsl mataræðis og brjóstakrabbameins hafa mikið verið rannsökuð því þar gæti verið að leita skýringa á hinum mikla mun á nýgengi milli þjóða. Komið hafa fram nokkuð sterkar vísbendingar um að mjög orkurík fæða sé óheppileg og að grænmeti og ávextir séu líkleg til að vernda gegn brjóstakrabbameini. Staðfest er samband milli aukinnar þyngdar eftir tíðahvörf og brjóstakrabbameins og einnig aukinnar hæðar og brjóstakrabbameins. Loks eru sterkar vísbendingar um að áhættan lækki við reglubundna líkamsrækt og að þar muni einnig um hreyfingu sem ekki fylgir mikil áreynsla, t.d. gönguferðir. BRJÓSTAKRABBAMEIN er það krabbamein sem hefur sterkasta og lengsta sögu um ætt- lægni, enda hafa erfðafræðilegar rannsóknir á brjóstakrabbameini borið ríkulegan ávöxt síðustu tvo áratugina. (slendingar hafa lagt sitt af mörkum til aukinnar þekkingar á þessu sviði, fyrst með rannsóknum Krabbameinsskrárinnar á tengslum brjóstakrabbameins og ættarsögu og í kjölfarið með rannsóknum hjá Krabba- meinsfélaginu og Landspítalanum á hlutverki arfgengra þátta. Rannsóknir Krabbameins- skrárinnar sýndu m.a. fram á aukna áhættu brjóstakrabbameins í fyrsta stigs ættingjum (mæðrum, systrum og dætrum). Áhættan var mest hjá ættingjum kvenna sem greindust ungar og höfðu fengið krabbamein i bæði brjóstin. Áætlað er að 5-10% brjósta- krabbameina orsakist af meðfæddum ríkjandi stökkbreytingum. TVÖ GEN hafa þegar fundist þar sem slíkar stökkbreytingar valda aukinni áhættu á brjósta- krabbameini. Á (slandi hefur aðeins fundist ein stökkbreyting í hvoru þessara gena en hjá stærri þjóðum hafa fundist margar ólíkar stökkbreytingar í hvoru geni sem valda því að genið starfar ekki. Genin tvö hafa verið nefnd BRCA1 og BRCA2 og flokkast undir svokölluð krabbameinsbæligen vegna þess að skortur á starfsemi þeirra eykur líkur á krabbameini, aðallega í brjóstum en einnig í eggjastokkum og öðrum líffærum. RÉTT ER að leggja áherslu á að aðeins lítill hluti brjóstakrabbameins orsakast af þekktum arfgengum þáttum og að í flestum tilvikum er ekki um ættarsögu að ræða. Eins og fram hefur komið eru ýmsir áhættuþættir brjóstakrabbameins þekktir og breytingar á þeim geta skýrt hluta hinnar stöðugu nýgengisaukningar á (slandi og í nágrannalöndunum síðustu áratugi. Einnig er Ijóst að þarna koma við sögu áhrif bættra greiningaraðferða og leitar að brjóstakrabba- meini með röntgenmyndatöku sem getur flýtt greiningu. Grein eftir Laufeyju Tryggvadóttur faralds- fræðing og framkvæmdastjóra Krabbameins- skrár Krabbameinsfélags (slands. Að mestu leyti byggt á kafla í bókinni Krabbamein á Islandi, sem kom út í tilefni af 50 ára afmæli Krabbameínsskrárinnar árið 2004. Heimildaskrá má fá hjá höfundi (laufeyt@krabb.is). 22

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.