Heilbrigðismál - 01.10.2005, Page 34

Heilbrigðismál - 01.10.2005, Page 34
HEILSUMOLAR TVÖFÖLDUN Á FJÖRUTÍU ÁRUM Nýgengi krabbameins í brjóstum hefur meira en tvöfaldast á síðustu fjörutíu árum, samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins, og er þá miðað við alla aldurshópa (frá 1955-1963 til 1994-2003). Aukningin í heild er 129% á þessu tímabili, eða rúmlega 3% að meðaltali á ári. Á aldrinum SÖNGKONURNAR HAFA ÁHRIF Ástralska söngkonan Kylie Minouge greindist með brjóstakrabbamein í maí 2005, 37 ára að aldri. Nýjustu fréttir herma að meðferðin hafi gengið vel og að umræðan hafa ýtt við mörgum konum að fara í brjóstamyndatöku. Önnur áströlsk söngkona og leikkona, Olivia Newton-John, undir fimmtugu er aukningin 67%, frá fimmtugu til sjötugs 196% og eftir sjötugt 90%. Lífshorfur kvenna sem greinast með sjúkdóminn fyrir fimmtugt eru jafn góðar og þeirra sem eldri eru. FRÆÐSLUMYND UM ALGENGT MEIN Krabbameinsfélag Reykjavíkur, stuðningshópurinn Góðir hálsar og lyfjafyrirtækið AstraZenica hafa gefið út fræðslumynd um krabbamein í blöðruhálskirtli, sem er algengasta krabbamein íslenskra karla. Þetta er dönsk mynd sem hægt verður að fá á almenningsbókasöfnum, hjá þjónustumiðstöðvum Krabbameins- félagsins og víðar. Fræðslumyndin er bæðí til sem myndband og mynddiskur. Sjúklíngar og aðstandendur geta fengið fræðslumyndina lánaða heim, til að kynna sér staðreyndir um sjúkdóminn og viðbrögð við honum. greindist með þennan sjúkdóm sumarið 1992, en þá var hún 43 ára. Síðustu ár hefur Olivia beitt sér fyrir fræðslu um sjúkdóminn og ábendingum um sjálfsskoðun brjósta. Sagt var frá því í janúar 2003 að bandaríska söngkonan Anastacia væri með brjóstakrabbamein, en hún var þá 29 ára. Eftir að meðferð lauk tók hún aftur til við sönginn og hefur gefið út plötur og verið á hljómleikaferðalagi. í samvinnu við Estée Lauder hefur hún stofnað sjóð sem á að hvetja ungar konur til að bera heilsu sína fyrir brjósti. Þess má geta að ár hvert greinast að meðaltali innan við tíu íslenskar konur undir fertugu með brjóstakrabbamein, en um þrjátíu á aldrinum milli fertugs og fimmtugs. „HAFÐU HREYFINGU DAGLEGA" í Nonnasafni á Akureyri eru sýndar tólf heilbrigðisreglur sem Sigríður Jónsdóttir, móðir Jóns Sveinssonar, Nonna, lagði börnum sínum á síðari hluta nítjándu aldar. Flestar þeirra eru enn i fullu gildi. • Þvoðu þér daglega um allan kroppinn úr köldu vatni og nuddaðu skinnið svo hiti hlaupi í og blóðið hlaupi út undír skinnið. • Hafðu alltaf ullarföt við kroppinn og klæddu þig svo vel að þér verði ekki kalt. • Borðaðu ekki mikinn mat og aldrei á milli máltíða. Hafðu litla máltíð á kvöldin og ekki feita. • Hafðu hreyfingu daglega og fáðu þér frískt loft. • Drekktu einn bolla af kaffi eða tei, og ekki sterkt, með máltíð og drekktu vatn með mat og endranær þegar þig þyrstir. Það er hollt. • Hátta snemma á kvöldin og far snemma á fætur. • Hafðu létt og þunn rúmföt og undirsæng að mýkt sem grösug jörð. • Ligg á hægri hlið. Það er þægilegra fyrir magann. • Sriú höfðinu í norður. Segulstraumur frá norðri verkar þá best á taugarafmagnsstrauminn. • Byrjaðu ekki andlega áreynslu fyrr en eftir eina klukkustund frá því þú hefur borðað. • Borðaðu mikinn kálmat. Kál er hollt. • Borðaðu tóstað brauð, það er hollara, og drekktu vatn af tóstuðu brauði sem legið hefur niðri í vatninu. 34

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.