Alþýðumaðurinn - 28.04.1988, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 28.04.1988, Blaðsíða 2
2 - ALÞYÐUMAÐURINN ¦'';í:':::'í--¦¦'::¦ :¦¦:;¦¦;'¦¦ ¦¦¦;:'.: 'C;--";^ :¦¦.¦¦¦ Leiðari: Byggðastefna og hrepparígur Fyrir Aiþingi liggur nú til afgreiðslu frumvarp dómsmála- ráöherra er felur i sér aðskilnað framkvæmdavalds og dómsvalds. Telja verður samþykkt þessa frumvarps, ásamt hugmyndum fjármálaráðherra Jóns Baldvins Hannibalssonar um sérsköttun á framkvæmdir á Reykja- víkursvæðínu svo og afrtám framlaga Jöfnunarsjóðs til Reykjavíkur einhver merkustu byggðamál sem fram hafa komið þessa síðustu áratugi. Það kemur í raunínni fáum á óvart, að hugmyndir fjármálaráðherra skuli hafa fengið fremur dræmar undir- tektir meðal samstarfsflokkanna, sem ávallt hafa verið andvigir hverskonar aðgerðum í byggðamálum sem koma viö einhvem. Hitt vekur meiri furðu hversu almenn andstaða virðist vera víöa um land við svo sjáifsagðan hlut sem það að allir landsmenn búi við samskonar réttarfar án tillits tíi búsetu. Sumpart er þessi andstaða tilkomin vegna þeirrar einföldu, gamalkunnu áráttu smákónga, í þessu tilfelli sýslumanna, aö streitast á móti, telji þeir að valdsvið þeirra muni skerðast, en sá óttí mun nú f þessu tilfelli vera með öllu ástæðulaus, þar sem hin nýja skipan mun ef eitthvað er auka völd og veg- semd sýslumanna. Hin ástæðan er svo það fyrirbæri sem ef tii vill er meiri Þrándur í Götu allrar alvörubyggð- arstefnu á íslandi en sjálft Reykjavíkurvaldið, nefnilega hrepparigur sem ábyrgðarlausir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum gera sitt til að ala á, ínnan þings sem utan. Það er að sjálfsögðu reginmisskilningur, að hín nýja skipan dómsmála muni i einhverju rýra hagsmuni hínna minni byggða. Hítt er svo annað mái að byggðastefna næstu ára og áratuga hlýtur í sífellt auknum mæti að beinast að því að efla og styrkja nokkra sterka byggða- kjarna f hinum ýmsu landshlutum. Þróunin miðar öll að vissri þéttingu byggðar, og þessi þróun þarf síður en svo að vera hlnum smærri byggðarlögum í óhag þegar til lengri tíma er litið. Þannig hlýtur það að vera mun hag- kvæmara fyrjr tii að mynda Bolvíking að geta sótt ýmsa þjónustu til ísafjarðar, og Vopnfirðing til Akureyrar eða Húsavíkur, heldur en að íbúar þessara staða þurfi að sækja þessa sömu þjónustu þvert yfir landið til Reykja- vikur. Én til að byggðastefna megi breytast í þá veru sem hér er lýst þurfa landsbyggðarmenn að láta af þeim bamalega hrepparíg og metnaði sem getur verið góður í fótboltaleik en ekki í stjórnmálum. Gömlu framsóknar- lummurnar í byggðamálum sem samanstanda af hressi- legri gengisfellingu og auknu driti á ölmusum úr Byggðasjóði í Reykjavik, eru hreinlega orðnar úidnar og ekki mönnum bjóðandi. Fyrsti maí Ein þeirra varða sem visar veginn á leið til hinnar lang- þráðu sumarkomu er fyrsti maí, hlnn árlegi baráttu- og hátíðisdagur verkalyðsins. Að þessu sinni heldur íslenskur verkalýður þennan dag hátíðlegan í skugga áfaila, sem sumpart stafa af ytri skilyrðum, og sumpart af mannlegum mistökum. Þessi áföll hljóta fyrr en síðar að kalla á harðar aðgerðir af háifu stjómvalda, aðgerða sem óhjákvæmilega hljóta að koma við pyngju margra, en mikils er um vert að þær bitni ekkí á þeim sem síst skyldi, lágiaunafólki i framleiðslugreinunum eða lands- byggðinni, því fólki sem litt hafði af veigum fjárfesting- arfyllerísins eða kræsingum góðærisveislunnar að segja Mistökin frá 1983 mega undir engum kringumstæðum endurtaka sig. Þó svo að nokkuð blási á móti um sinn, þá er nú engin ástæöa til þess að fara að gráta Bjöm bónda, heldur ber að safna liði og vinna sig út úr þeim vanda sem fyrir hendi er, án þess að fara að reyna að dópa sig upp með einhverjum skammtimalausnum sem aðeins geta leitt til þenslukollsteypu og óðaverðbólgu. Og íslensk alþýða hefur oft sýnt það að hún hefur getað tek- ið ábyrga af stöðu þegar á hefur reynt, enda ekki við hana að sakast þó ýmislegt hafi farið úr böndunum. Alþýðu- maðurinn sendir ísienskum verkalýð sínar innflegustu hamíngjuóskir i tilefni dagsins. Sumarmálarumba Sunnudagurinn fyrsti í sumri er gamall spásagnadagur í íslenskri þjóðartrú. Eftir því, hvernig þá viðraði mundi sumarveðráttan fara. Og vel spáði hann fyrir sumrinu að þessu sinni. En oft geta veður verið válynd um sumarmálin, og eitt versta áfallið var tengt sumarkomunni og hét sumarmálarumba. Ekki verður því neitað, að þótt hin eiginlega sumarmálarumba í veðurfarinu yrði Htilsháttar, þá er öðru máli að gegna í veðravíti stjórnmálanna, og þegar sunnu- dagurinn nálgaðist dró þung.og mikil óveðursský á loft úr veður- horni Framsóknar. Tíminn gerð- ist þungyrður um vandamál þjóð- arinnar, rétt eins og enginn hefði heyrt um þau áður, og flokkurinn boðaði mjög óvænt til miðstjórn- arfundar. Fjölmiðlarnir gripu básúnur Framsóknar á lofti, og helst lá í loftinu, að nú ætlaði Framsókn að stilla samstarfs- mönnum sínum upp við vegg og hóta stjórnarslitum, ef ekki yrði farið að vilja Framsóknar í einu og öllu. Félagshyggjumaðurínn Guðmundur G. Þórarinsson lýsti því yfir að fastgengisstefnan væri hinn mesti bölvaldur efnahags- lífsins, sem til væri. Og allir bjuggust við stórviðri. Raunar hafði ekkert verið sagt, nema það sem allir vissu, að þjóðin á í mikl- um efnahagsvanda, og útflutningsatvinnuvegirnir standa höllum fæti. Það þurfti engan Framsóknarmiðstjórnarfund til að segja frá því. En framsóknar- menn vita löngum betur en aðrir það sém allir vita. Það lá í loftinu að stjórnarfundur ætti að boða annað hvort stjórnarslit eða ríkis- stjórn, sem léti Framsóknar- flokkinn leiða sig auðsveipa eins og lamb, sem leitt er til slátrunar í kaupfélaginu okkar allra. En hvað gerðist? Laugardagur- inn var dálítið hávær, en eitthvað sljákkaði í þeim háværustu, þeg- ar ráðherrarnir gátu ekki neitað því, að verið væri að vinna innan stjórnarinnar í sátt og samlyndi, að því að finna lausnir vandamál- anna. Og þegar við svo heyrum samþykktir miðstjórnarfundarins flýgur manni ósjálfrátt í hug dæmisagan gamla um fjallið, sem tók jóðsótt með háum hljóðum og miklum fyrirgangi, en eftir öll ósköpin fæddi það af sér ofurlitla mús. En málið er ekki alveg svona einfalt. Þótt árangur Framsókn- arfundarins væri ekki meira virði en músargreyið, þá er jafnljóst, að fundurinn var þaulhugsað áróðursbragð, til þess að læða því inn hjá almenningi, að í stjórnar- samstarfinu væri Framsóknar- flokkurinn einn vakandi. Sam- starfsflokkarnir væru bæði sljóir og getulausir. Þeir fljóti sofandi að feigðarósi, en Framsókn vaki, og hún hafi ráð undir hverju rifi, það sé bara óþarfi að flíka þeim. Það er hverjum manni ljóst, að Framsókn beinir einkum spjótum sínum að Alþýðuflokknum og ráðherrum hans, og þá einkum fjármálaráðherra, sem hefir reynst athafnasamari og ráð- snjallari en fyrirrennarar hans í því starfi. Eins og hann gerði þjóðinni fulla grein fyrir á sömu stundinni og Framsókn var að berja saman ályktanir sínar, hefir ríkisstjórnin afrekað margt til bóta, þótt enn sé við margt að stríða, og hann dró ekki dul á, að þær stórfelldu efnahagsráð- stafanir, sem þegar hafa verið gerðar eru unnar í samráði og samstarfi allrar ríkisstjórnarinn- ar. Það er létt verk fyrir fram- sóknarmenn að kenna Jóni Baldvin um matarskattinn marg- umrædda, en Steingrímur og fylgdarsveinar hans eru samsekir, ef um sekt er að ræða. Það vill bara gleymast, að hliðarráðstaf- anir, sem gerðar voru, gera meira en vega upp móti álögum matar- skattsins. Og vel megum við Alþýðuflokksmenn minnast þess, að það er frumkvæði og festu Jóns Baldvins að þakka, að tekist hefir að hreinsa verulega til í þeirri óreiðu, sem fyrri ríkis- stjórnir voru búnar að skapa, og á þar stjórn Steingríms Her- mannssonar þyngsta sökina, með því að glutra niður margra ára góðæri í taumlausa eyðslu og óreiðu. Þetta vita framsóknarmenn, en þeim er í mun að láta öll slík mistök gleymast, og um leið að velta ábyrgðinni á bjargarráð- stöfunum yfir á aðra, því að eng- in meinsemd læknast án sárs- auka. En hvað átti þá miðstjórnar- fundurinn að gera? 1. Þvo Framsókn af öllum þeim aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem tekist hafði að skapa óánægju um. 2. Sá tortryggni til samstarfs- flokkanna, og þá einkum Al- þýðuflokksins út meðal þjóðar-. innar, en með því mátti tor- velda ríkisstjórninni viðreisn- arstarf sitt'. 3. Að geta þegar stjprnarslit yrðu, hvort sem væri fyrr eða síðar, barið sér á brjóst eins og Fariseinn forðum. Þarna sjáið þið það var ekki farið að okkar ráðum, þess vegna eru lausnir ríkisstjórnarinnar ófullnægj- andi. Við vildum að tekið yrði fast á málunum, munið hvað við sögðum á sumarfundinum. Af þessum sökum er músin undan Framsóknarfjallinu hættu- gripur. Hún smýgur, út rneðal fólksins og eitrar hugarfarið. Þess vegna megum við alþýðuflokks- menn ekki líta hana smáum aug- um. Við verðum að standa vel á verði, hafa auga á hverjum fingri viðbúnir að vinna gegn sýndar- mennsku og óheilinduhr Frám- sóknar. Við hljótum að standa fast saman um forystu flokksin's, svo að hún fái þokað málunum áleiðis. Við hljótum að standa fast um þá sannfærirlgu okkar að stefna Alþýðuflokksins, sé hin rétta, og við verðum að styrkja þá sem í stríðinu standa með órjúfandi samstöðu okkar allra. Allar umbætur krefjast fórna. Okkar fórn er að hvika hvergi frá markaðri stefnu, þótt á móti blási. Og munum það, að léttara er að berjast gegn storminum, þótt hann blási beint í fangið en verjast músanaginu í hælinn, jafnvel þótt músin sé borin af Framsóknarfjallinu. Ein merkilegasta samþykkt Framsóknarfundarins, var að miðstjórnin skyldi halda annan fund síðar á vorinu. Síðasta vor- hretið hét frá fornu fari fardaga- flan. Sumarmálarumban leið þrautalaust hjá. En hvernig verð- ur fardagaflanið. Örvar-Oddur. Sendum launþegum kvedjur ítilefni 7. maí <3Q Útvegsbanki íslands hf

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.