Alþýðumaðurinn - 28.04.1988, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 28.04.1988, Blaðsíða 7
>V. 'V >'<V<«V>' *'*'*>> >v»’.>jv ALÞÝÐUMAÐURINN - 7 . Ég held líka að áhrif hávaxta- stefnunnar hafi slæm áhrif á þrýstinginn í gengismálin. Ástæðan ef afskaplega einföld og liggur í augum uppi ef menn hugsa það. Fyrirtæki í útflutn- ingsiðnaði, sem hafa farið út í fjárfestingar að undanförnu, hafa átt í ennþá meiri erfiðleikum en ella, m.a. vegna gengissigs doll- arans. Eitt dæmi: Fyrirtæki hér í Reykjavík í rafeindaiðnaði, sem greiddi 40 millj. á síðasta ári í laun, greiddi yfir 20 millj. kr. í vaxtakostnað, hafði að vísu fjár- fest umtalsvert, en þessar miklu vaxtagreiðslur eru að ganga af fyrirtækinu dauðu. Ég hygg að þetta eigi við um mörg fyrirtæki í útflutningsiðnaði, hvort sem það er rafeindaiðnaður, fiskiðnaður eða einhver annar iðnaður. Áhrif á verðlagið Ég hef nefnt áhrif háu vaxtanna á verðlagið. Áhrif hárra vaxta til hækkunar á verðlagi, til hækkun- ar á framfærslukostnaði heimil- anna, hljóta að verða þess vald- andi að verkaiýðshreyfingin gerir miklu harðari kröfur um launa- hækkanir en ella. Mér býður í grun, að verðlag hafi hækkað miklu meira en við gerum okkur almennt grein fyrir vegna hinna háu vaxta, sem síðan ýta á eftir kröfugerð verkalýðshreyfingar- innar um hærri laun til að greiða verðið á þessum vörum. Það er nefnilega á endanum þannig, að hvað sem hagfræðingar segja og hverju þeir spá, (spádómar þeirra hafa nú ekkj alltaf verið mjög raunsæir eins og við höfum fengið að reyna af skýrslum Þjóð- hagsstofnunar,) verður það alltaf budda launamannsins sem segir til um hvernig afkoma heimil- anna er. Þingið ber ábyrgð Ég hef í þessu sambandi talsvert rætt um þátt einkageirans eða einkaframtaksins í þeirri pen- ingamálaþróun sem hefur orðið hér að undanförnu, m.a. vegna tilkomu kaupleigufyrirtækjanna sem hafa hrúgað inn í landið fjár- magni, sem hefur raunverulega farið framhjá stjórnvöldum, og þau uppgötvuðu sér til mikillar undrunar að skiptir milljörðum króna. Þetta fjármagn fer framhjá öllu kerfinu, er notað til að auka þensluna í landinu. Menn höfðu eða virtust ekki hafa neinar umtalsverðar áhyggjur af því, að með þessu voru þeir að auka erlendar skuldir, auka á þensluna, auka á verðbólguna. Ég tel a þær röksemdir sem fram hafa verið færðar um að við verðum að hafa vexti í samræmi við það, sem gerist í helstu við- skiptalöndum okkar, séu löngu dauðar og ómerkar, einfaldlega vegna þess að við erum komnir með vaxtastigið langt umfram það sem þekkist í nokkru við- skiptalandi okkar. Ég segi það sem klára skoðun mína í þessari umræðu um það frumvarp, sem hér liggur fyrir, að þingið sem heild ber ábyrgð á þessari vaxtaþróun. Það verður að taka í taumana, ef stjórnvöld ekki gera það sjálf. Ég hef meiri áhyggjur af þessu máli, vaxtamál- inu, en langflestum peningaleg- um stærðum í samtelagi okkar um þessar mundir. Ég held að áhrif háu vaxtanna séu miklu alvarlegri fyrir atvinnureksturinn í landinu, fyrir einstaklinga, en nokkrar aðrar peningastærðir sem við er að glíma um þessar mundir. Þess vegna ber þinginu að taka á þessu máli, og taka ábyrgðina á þessu máli, ef ríkis- stjórnin ekki treystir sér til að reyna að stöðva þessa vaxtaþró- un, og reyna að lækka vextina. Ég hygg að atvinnureksturinn muni ekki standa undir þessum vöxtum ég hygg að hann muni hrynja innan tiltölulega skamms tíma, ef ekki verður gripið til aðgerða. Svona hár fjármagnskostnaður hefur t.d. í öðrum Iöndum, eins og Þýskalandi og Bandaríkjun- um, svo ég nefni dæmi, hefur virkað eins og hemill á alla athafnasemi einstaklinga og fyrir- tækja. Hann hefur valdið stöðnun. Gleggst er dæmið frá Bandaríkjunum, þegar Banda- ríkjamenn ætluðu að fara há- vaxtaleiðina og gerðu það, þegar um ein milljón húseigenda missti húsnæði sitt á tiltölulega skömm- um tíma, fyrirtæki hættu að fjár- festa, fyrirtæki hættu að þróast og færa út kvíarnar. Þetta var hemill, og það var dauðaástand í bandarískum atvinnurekstri sem skapaðist. Ég er mjög hræddur um að það líði ekki á löngu, ef ekki verður gripið til aðgerða, að þetta muni verða hér líka. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI íbúðir óskast Viljum taka á leigu íbúöir fyrir starfsfólk okkar. Vinsamlegast hafiö samband viö skrifstofustjóra í síma 22100. /-----------------------\ Ljósritunarvélar Rex Rotary - Rank XEROX ■Bókabúðin EddaH ■l^^afnarstrætM0^Akureyr^^ím^4334^HlB^ SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Sambýli Starfsfólk óskast í hlutastörf á sambýli. Einnig óskast fólk til sumarafleysinga. Uppl. gefur forstöðumaöur í síma 26960 og á skrif- stofu svæðisstjórnar, Stórholti 1 kl. 13-16. Fjórtán konuna fimm prósent raunávöxtun á Kjörbók fíaunávöxtun Kjörbókar fyrstu 3 mánuði þessa árs jafngildir hvorki meira né minna en 14,5% ársávöxtun. Auóvitað kemur frábær ávöxtun hvorki höfundum né reyndum Kjörbókarlesendum á óvart, þvíþeir vita að á Kjörbókinni erallt tekið með í reikninginn. Þeir eru líka ófáir Kjörbókareigendur sem horfa björtum augum til 1. maí, þvíþá verður 16 mánaða vaxtaþrepið reiknað út i fyrsta sinn. Hjá þeim verður þessi ávöxtun 15,9% og 24 mánaða þrepið gefur 16,5% ávöxtun. Grunnvextirá Kjörbók frá 21. apríl eru 25%, 26.4% afturvirkir vextir eftir 16 mánuði og 27% eftir 24 mánuði. Og verðtryggingarákvæðið tryggir hámarksávöxtun hvað svo sem verðbólgan gerir. Já það er engin tilviljun að Kjörbókareigendur eru margir. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.