Samtíðin - 01.09.1935, Blaðsíða 4

Samtíðin - 01.09.1935, Blaðsíða 4
2 SAMTÍÐIN í AMERÍKU. Gesturinn: Hvað er hann litli bróð- ir þinn gamall, væna mín? Telpan: Hann er model 193í. Frúin: Maðurinn minn hefir bara stolið öllum peningunum úr spari- bauknum barnsins okkar. Vinnukonan: Guð hjálpi mérl Frúin: Já, er það ekki andstyggi- legt, einmitt þegar ég þurfti á þeim að halda fyrir nýjan hatt. Móðirin: Hvernig vílcur þessu við? Þú lofaðir mér, að þú skyldir saga í sundur þennan staur, ef ég gæfi þér heila köku, og nú neitarðu að gera það. Sonurinn: Nei, mamma, ég neita því ekki. En ég treysti mér ekki til þess, því að þegar ég var að saga í sundur kökuna, sem þú gafst mér, fór alt bitið úr söginni. Eiginmaður: Heyrðu góða mín, er ekki tími til þess kominn að fara að kenna barninu að segja pabbi? Eiginkona: Nei, Jón, ég hefi hugs- að mér að segja honum ekki, hver þú ert, fyr en hann er orðinn dálítið sterkbygðari. — Ég þori að veðja við þig, að svona dans hefirðu ekki séð á öldinni, sem leið, frændi. — Jú, einu sinni, en húsið var lagt í eyði. m iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiniiiiiiiii Fatnaðar- vörur. = Rykfrakkar, Gúmmíkápur, Olíukápur, == Sportfatnaður, == Ferðafatnaður, m Olíufatnaður allskonar, m Sportskyrtur, = Enskar húfur, p m Sportbuxur, Peysur allskonar, m Ullarteppi, Handklæði, m Nærfatnaður, ■ ■■■■ Sokkar allskonar, Náttföt. m Munið, að úrvalið er gott m og smekklegt. = »GEYSIR«[ i

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.