Samtíðin - 01.09.1935, Blaðsíða 34

Samtíðin - 01.09.1935, Blaðsíða 34
32 samtíðin Nýjar íslenskar bækur Ólafur Davíðsson: íslenskar þjó8- sögur. 384 bls. Ób. kr. 10.00. Jón Ófeigsson: Þýsk-íslensk orða- bók. XIV + 930 bls. Ib. kr. 25.00 (léreft), kr. 29.00 (skinn). Þórbergur Þórðarson: Rauða hætt- an (ferðabók frá Rússlandi). 240 bls. Ób. kr. 6.00. Guðrún Lárusdóttir: Þess bera menn sár (skáldsaga). 314 bls. Ób. kr. 2.80. Snorri Sturluson: Edda (útgefin af Guðna Jónssyni). 404 bls. Ób. kr. 7.00. Gunnar S. Hafdal: Glæður (ljóð) I—II. 200 bls. Ób. kr. 5.00. Ef yður vantar upplýsingar um íslenskar eíSa erlend- ar bækur um einhver ákveíSin efni, veiti ég þær eftir því sem unt er. — Útvega hverja þá bók, sem fáanleg er, og sendi gegn póstkröfu um land alt. Bókaverslun, Austurstræti 1. Reykjavík. Skrítlur Þrír menn voru á heimleið, en höfðu verið að hlusta á fyrirlestur. Þá mælti einn þeirra: — Svei mér, ef þessi blessaður prófessor kafar ekki dýpra í við- fangsefnin en nokkur annar ræðu- maður, sem ég hef hlustað á. — Það segirðu satt, svaraði annar maðurinn, — og hann getur verið lengur niðri en dæmi eru til. — Já, satt segir þú, kallaði sá þriðji, — og komið upp enn þá þur- ari en hann var, áður en hann fór í kaf. Maður nokkur var að enda við að kyssa stúllcu. — Ég ætla að vera hreinskilinn við þig, mælti hann, —- þú ert ekki fyrsta stúlkan, sem ég hefi kyst. — Þá ætla ég líka að vera hrein- skilin við þig, svaraði stúlkan. — Þu kyssir ennþá eins og erkiklaufi. Skoti nokkur hafði flutt konu sína á sjúkrahús. Eftir nokkra daga hafði hún orðið 1+0° hita. Þá sótti Skotinn hana og fór með hana heim til sm• Var hann spurður, hverju þetta sætti- En hann svaraði því, að sér þætti nseT að láta hana hita upp húsið heima hjá sér en sjúkrahúsið. SAMTÍÐIN kemur út 10 sinnum á ári, mánaiSarlegra nema i janúar og ágústmánuö ■ Verö 5 kr. árg-angurinn, er greiöist fyrirfram. Áskrift getur byrjaö hvenær sem er árinu. Eigandi og útgefandi: E. P. Briem, Austurstræti 1, Reykjavlk. Ilitstjðri: Sigur Skúlason, mag. art. Afgreiösla og innheimta: Austurstræti 1, slmi 1336 (2 línur). Po utanáskrift: Samtiöin, Pðsthðlf 607, Reykjavlk. — PrentaiS I ísafoldarprentsmiöju h.i.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.