Samtíðin - 01.06.1937, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.06.1937, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN 27 Kvöldið áður en frumsýning leiksins fór fram, var Millar óþekt- ur blaðamaður í Glasgow. En leik- ritið gerði liann frægan í einni svip- an. Eg hitti hann, og við áttum nokkurra klukkustunda tal saman. Svo virtist sem hann l)otnaði ekk- ert í leikriti sínu, né hvaðan það hefði komið í huga hans. Enda þótt hér væri um sálrænt leikrit að ræða, var höfundur gersamlega ófróður um sálræn efni. — Hvers vegna skrifuðuð þér þetta leikrit? spurði eg. — Eg hafði að undanförnu skrif- að allmikið í blöðin um fall ungra manna í stríðinu og önnur atriði. sem leikritið fjallar um, svo sem m. a. mismunandi skyldleika milli foreldra og barna þeirra, svaraði hann. — Þegar eg' fór að lnigsa um að semja leikritið, fundust mér fvr- nefnd atriði ærið óskvld. En anda- gift sú, er eg varð fyrir, bræddi þau i eina sögulega heild. Þetla gerðisl skwidilega, og þvi verður ekki með orðum lýst. Ég sat við arineldinn, og leiftursnögt stóðu söguþráðurinn og persónurnar í leikritinu mér ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum. Eftir mikil heilabrot um það, hvernig ég ætti að fást við efnið, varð mér nú í einu vetfangi ljóst, að svona hlaut það að vera, og að hér var sann- leikurinn fólginn. Við ýms tækifæri, þegar ég var á gangi um göturnar í Glasgow, kom andinn vfir mig, og mér vitruðust síðari þættirnir i leikritinu. 1 hvert skifti, sem þetta kom fyrir, varð eg gagntekinn og réð mér ekki fyrir Alþýðubrauðgertiln Brauðgerðarhús: Reykjavík. Laugavegi 61. Sími 1606 (3 línur). Hafnarfirði. Strandgötu 32. Sími: 9253. Keflavík. Hafnargötu 17. Sími 17. Framleiðum allskonar hrauð og kökur úr fyrsta flokks efnum. Hin mikla sala er trygging fyrir að viðskiftamenn vorir eru ánægðir. Hart brauð, kringtur, skonrok og tvibökur seljum við mjög ódýrt, og send- um um land alt gegn póstkröfu. Verslun AlJjýðubrauðgerðariimar Verkamannabústöðunum. Simi: 3507. Er verslun þeirra vandlátu, ávalt byrg af allskonar nauð- synjavörum. Símið. — Sendið. — Komið. — Við munum afgreiða pantanir yðar um hæl. Alþýðubrauðgerlíin

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.