Samtíðin - 01.06.1937, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.06.1937, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN vitvega grafreit. Allir sveitakirkju- garðar í grendinni voru annað hvort út grafnir, eða þá að grafreitun- um, sem eftir voru, liafði verið ráð- stafað þannig, að sóknarbörn ein liöfðu rétt til greftrunar i þeim. Það var því ekki um annað að ræða en að athuga stóru borgar-kirkju- garðana. Við fórum inn i einn þeirra. Okkur var visað á bletti, rétt eins og við værum komin til þess að fala lóð undir hús. Þelta var á köld- um og hráslagalegum desember- degi, og það fór ónotahrollur um mig, þegar við vorum að skoða grafreitina. Þarna, í þessum ná- strandarlega garði, sem allur var mótaður af mannahöndum, og þar sem hver hafði reist ættingjum sin- um minnisvarða eftir cfnum og á- stæðum, vorum við að gera ráð- stafanir til að liola niður likama fagurs og virðulegs, gamals manns, sem verið hafði veglvndur alla ævi og elskað hafði fegurð. -— Hafið þið engan legstað, þar sem hann getur hvilt einsamall, án þess að lenda i þessari þvögu? spurði ég. Ungi maðurinn, sem leiðbeindi okkur, hristi höfuðið og svaraði: — Þetta er langbesti legstaðurinn i allri borginni, og hann er alveg að ganga til þurðar. Við gengum framhjá opnum gröf- um, sem biðu eftir likunum. Þarna lágu regnvotar moldarhrúgur á sót- ugum snjónum, og fólk beið hjá i smáhópum. Þegar ungi maðurinn fór að nefna verð, brá mér héldur en ekki í brún. Mér hafði aldrei komið til liugar, að það væri svona dýrt að láta greftra lík. Legstaður- inn einn átti að kosta nálega 1700 dollara. Maðurinn gerði kurteislega þá athugasemd, að kirkjugárðurinn væri aldrei jafnömurlegur og um þetta leyti árs. Þegar trén væru sprungin út, væri hann mjög falleg- ur, og þarna lægju greftraðir marg- ir af gömlum vinum og félögum föður míns. En þegar hann tók eft- ir því, hve þögul ég' var, sagði hann: — Ef ég væri í yðar sporum, frú Newton, mnndi ég kjósa líkbrenslu. — Slíkt kemur ekki til nokkurra mála, svaraði ég. Þó bað ég mann- inn að lýsa líkbrenslnnni fyrir mér, um leið og ég virti fyrir mér hið dapurlega, sótuga umhverfi. Ég held, að þér ættuð að lita inn i bálstofuna okkar, sagði hann. Ef til vill finnið þér þar það, sem þér saknið hér. Því næst fórum við gegnum borg- ina og komum að litilli, gotneskri kapellu, sem stóð við sáluhlið á kirkjugarði og' var bæði viðfeldin og látlaus. Maðurinn minn skýrði umsjónarmanni þeim, sem var á verði, frá þvi, að okkur langaði tii að fræðast um, í hverju líkbrensla væri fólgin. — Segið mér frá öllu þessu, mælti ég. — Ég get sætt mig við það, sem ég þekki, en ég óttast það, sem ég þekki ekki. Gamli kirkjuþjónninn virtist skilja mig. Við gengum inn í litla kirkju, sem sýndist rúma i mesta lagi 50 manns. Fyrir framan hátt altari slóð likpallur úr dökkgráum steini. Þar voru blóm, og yndisleg-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.