Samtíðin - 01.06.1937, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.06.1937, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN J) Ólína Andrésdóttir: Sönglistin Sönglist blíða, svala hjarta, sæta óminn láttu þinn líða eins og leiftrið bjarta lengst i sálarfylgsnin inn. Ljóðadís, að Ijóssins heim mér tyftu hátt með söngsins blíða hreim. Ó, hörpusöngur sæti, mín sála ann þér mest, þó sorgum mörgum mæti, mig fær þii huggað best. Til hjartans hjálparsnauða þú htjómsins tækning ber að lífga hið lúna og dauða tiggur í skauti þér. Þii gráti í gleði breytir og gremju lífs i frið, þií andans unað veitir og opnar himins hlið. Ei dimmir í döpru geði við dauðaklukkna hljóm, ef ég á banabeði þinn blíða heyri óm.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.