Samtíðin - 01.06.1937, Page 12

Samtíðin - 01.06.1937, Page 12
8 SAMTÍÐIN J) Ólína Andrésdóttir: Sönglistin Sönglist blíða, svala hjarta, sæta óminn láttu þinn líða eins og leiftrið bjarta lengst i sálarfylgsnin inn. Ljóðadís, að Ijóssins heim mér tyftu hátt með söngsins blíða hreim. Ó, hörpusöngur sæti, mín sála ann þér mest, þó sorgum mörgum mæti, mig fær þii huggað best. Til hjartans hjálparsnauða þú htjómsins tækning ber að lífga hið lúna og dauða tiggur í skauti þér. Þii gráti í gleði breytir og gremju lífs i frið, þií andans unað veitir og opnar himins hlið. Ei dimmir í döpru geði við dauðaklukkna hljóm, ef ég á banabeði þinn blíða heyri óm.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.