Samtíðin - 01.05.1941, Blaðsíða 12
8
SAMTÍÐIN
IN MEMORIAM
Smásaga eftir HANS KLAUFA
AÐ HLÝTUR eitthvað af mikil-
mennum þessa bæjar að liafa
fallið frá i nótt, því að livar, sem litið
er, blakta fánar í bálfa stöng. Loftið
er þrungið af sorg og söknuði, og
himinninn grætur ísköldum táruni.
Á leið minni um Austurstræti stöðva
ég ókunnugan vegfaranda, og ég
spyr, bver dáinn sé. Hinn ókunni
vegfarandi svarar:
„í dag verður frú Illaðgerður
Agnars borin til grafar“.
Ég þakka þessum vingjarnlega
manni upplýsingarnar og held leiðar
minnar. Jæja, svo frú Hlaðgerður er
dáin. Einmitt. Ég kaupi Morgunblað
af bolgóma blaðasöludreng bjá Póst-
búsborninu og labba svo niður í
Hafnarstræti. Ég á fiáeina aura, sem
mér bafa áskotnazt fyrir tómar flösk-
ur, svo að ég fer inn á eina af hinum
óþjóðlegu Fisli and Chips veitinga-
stofum. Þar er fátt manna fyrir. Ó-
rakaður róni situr ibjrgginn yfir glasi
af óáfengu öli, og brezkur setuliðs-
maður snæðir með sinni íslenzku vin-
konu, model, guð má vita bvað. Allt
er bey í harðindum. Augnablikselsk-
endurnir virða mig ekki viðlits, en
róninn heilsar mér, og ég kinka til
hans kolli. Ég sezt út í born og bið
um molakaffi. Molakaffi er ágætt,
þegar maður befur ekki náð á öðru
dýrara. Óútsofin þerna gengur um
beina, og bún sýnir mér enga sérstaka
kurteisi, enda er ég bara óbreyttur ís-
lenzkur auðnulevsingi. Þegar ég hef
dreypt á kaffinu, sem ber þess glögg-
an votl, að það sé frá deginum áður,
fletti ég blaði mínu. Ég hleyp yfir
stríðsfréttirnar, því að stríðið kemur
þeim einum við, sem einhvern ábuga
liafa fyrir lífinu, en ég er ekki með
því marki brenndur. Ég nem staðar
við fjórðu síðuna, sem er belguð
minningu frú Hlaðgerðar. Við mér
blasir stór mynd af liinni látnu. Svona
leit lnin þá út í lifanda lífi! Fremur
lagleg, nokkuð feitlagin, svipurinn
broshýr, og vingjarnlegur. Ég bafði
ekki beiðurinn af því að kynnast
benni persónulega, en þó var ævi
hennar ónotalega fléttuð inn í tilveru
mina. Ég sýp aftur á moðvolgu kaff-
inu, og svo les ég með atbygli minn-
ingargreinina um hana. Þar er ekki
dregið úr hólinu um hina látnu, og
mannkostir hennar njóta sin vel á
prenti. Greinarböfundur tekur það
fram, að hann sé öllum hnútum
kunnugur, svo að ekki þarf að efa,
að rétt sé frá skýrt. Hann segir, að
frú Hlaðgerður sáluga bafi verið góð
manneskja, guðbrædd, prúð i allri
framkomu, viðkvæm, og að bún hafi
ekkert aumt mátt sjá. Hann lætur
þess einnig getið, að bún bafi verið
bjálpsöm við bágstadda, og að líf
liennar hér á jörðu gæti verið öðrum
til eftirbreytni. (Það er nú svo!) En
nú sé bún farin til friðsælli heim-
kynna og njóti þar ávaxtanna af sínu