Samtíðin - 01.05.1941, Blaðsíða 14
10
SAMTÍÐIN
lega tvö lieyri ég klukkur Dómkirkj-
unnar hringja. Ósjálfrátt geng ég á
hljóðið. Frú Hlaðgerður á það eigin-
lega skilið, að ég sýni jarðneskum
leifum hennar virðingu. Ég geng að
kirkjunni.en því miður kemstégekki
inn, því að hún er troðfull af fólki.
Ég stend undir austurhlið Alþingis-
hússins og bíð átekta. Loks er kirkju-
athöfnin um garð gengin. Kjólklædd-
ir horgarar hera kistuna út i líkvagn-
inn. Síðan er haldið af stað suður í
garð, hina öruggu höfn. Ég geng afl-
astur og læt lítið á mér hera. Það
eru svo margir viðstaddir, sem ná-
komnari eru. Likmenn í dökkum
fötum hera kistuna að gröfinni. Prest-
urinn les bæn og fer með nokkur
falleg orð. Hann biður fyrir sál hinn-
ar látnu. Það er reyndar óþarfi, að-
eins forms-atriði. Svo kastar hann
rekunum. Af jörðu ertu komin, að
jörðu skaltu verða, af jörðu skaltu
aftur upp rísa. Amen. — Söng-
flokkur syngur: Allt eins og
blómstrið eina. Það er fallegur sálm-
ur. Vinir, vandamenn og væntanleg-
ir erfingjar ganga að gröfinni, gera
krossmark, tauta eitthvað og fara,
þvi að lífið bíður eftir þeim. Að lok-
um erum við ein eftir, frú Hlaðgerður
og ég. Skilnaðarstundin er komin.
Ég geng að hinni opnu gröf og kasta
minni hinztu kveðju á frúna. Ég
hafði ætlað mér að hreyta ónotum
ofan í gröf liennar, en þegar til kem-
ur, geri ég það ekki. Ég sti-ý'k húfuna
af höfði mér, geri krossmark, rélt
eins og hinir, og segi:
„Eg fyrirgef yður aljt, frú Hlað-
gerður. Ég vona, að guð geri það lika,
þó hann sé vinur smælingjanna."
Ég þéra hana, vegna þess að við
höfum aldrei fengið tækifæri til þess
að drekka dús. Svo geng ég frá gröf-
inni og rölti niður í bæinn. Mér er
hálfkalt, því að það er norðannepja.
Á leið minni niður Suðurgötuna held
égiáfram að hugsa til frú Hlaðgerðar.
En nú er ekki laust við, að ég öfundi
liana, því að ég veit, að hún þarf ekki
að kviða kuldanum framar.
ELÍZABETH ARDEN er gervi-
nafn þeirrar konu, sem hefur
liæstar tekjur allra kvenna í heimin-
um. Hún heitir réttu nafni Florence
Nightingale Graliam frá Woodhridge
i Canada og er rúmlega fimmtug.
Genvinafnið tók hún úr skáldskap,
sem hún var mjög hrifin af, og staf-
ar síðari hluti þess frá Enoch Arden
eftir Tennyson lávarð.
Fyrir 30 árum fékk Elízabeth Ard-
en sér léð 1.200 sterlingspund og
stofnsetti snyrtistofu. Árið 1929 voru
henni hoðnar 3 milljónir sterlings-
punda í þessa stofnun sína, en hún
neitaði óhikað því boði.
— Dóttir yðar ætlar að giftast
mér.
— Hvað get ég að því gert? Ekki
hef ég beðið yður að vera að lóna
gfir lienni á hverju kvöldi. Yður
þýðir ekkert að leita huggunar til
mín!
Afgreiðslan er eftir röð
eins og hespa og kengur,
svo ?.ð næsta símastöð
er sjaldan opin lengur.