Samtíðin - 01.05.1941, Blaðsíða 16
12
SAMTÍÐIN
dóm liafði öðlazt furðu glög'gan skiln-
ing á mannlegu eðli. Jafnframt ljirt-
ast Færeyjar og lífsbarátta Færeyinga
oss hér i skynjun raunsæs útlaga á
fjarlægri strönd, en margt er hér
með þeim liætti, að það er hvorki
bundið við stað né stund,þó að skáld-
ið bafi setl það á sviðí draumheimum
átlhaga sinna. Höfundur teflir fram
fjölda fólks í þessari bók, sem flest-
allt er jafn bráðlifandi, en mesta ást-
úð leggur hann við hina vergjörnu
prestkonu Barböru, sem flestallir
karlmenn í Færeyjum snarsnúast í
kringum, nauðugir viljugir
Þessi bók er skrifuð með bispurs-
lej'si þess manns, sem er að kveðja
jarðneskt Iíf, fullkomlega óskelfdur
við alll það, sem koma kann. í bverl
sinn, er ég kem lil Þórshafnar, finnst
mér ég sjá spegilmynd af Reykjavík
á dögum Jónasar Hallgrimssonar,
enda þótt þar sá mörgu ólíku saman
að jafna. En yfir öllu finnst mér hvíla
ömurleiki skilningslítils, erlends
valds, sem hneppir hina innlendu
menningu í eins konar rúma bónda-
beygju. Margt, sem sagt er frá í Bar-
böru, gæti hafa gerzl á íslandi. Og
sjálfsagt hefði það kvenfólk hér á
landi, sem frægast genst nú að end-
emum í viðskiptum sinum við
útlendinga, gaman af að bera sjálft
sig saman við færeysku stúlkurnar,
sem sagt er frá á bls. 85, ef þetta
„botnfall“ þjóðfélags vors kynni að
vera læst á bókmenntir.
Jörgen-Frantz Jacobsen lifði jiað
ekki,að Barbara hans yrði gefin út og
seldist í skjótri svipan í 20.000 ein-
tökum. Hann dó, þegar handritið að
sögunni var fullgert. Nú hefur Aðal-
steinn Sigmundsson íslenzkað sögu
hans á þann liátt, að samboðið er
lienni og minningn höfundarins.
Kallar þýðandi bókina: Far, veröld,
þinn veg (upphaf á sálmi eftirThom-
as Kingo), og á það heiti að öllu leyti
vel við. Þetta mun vera fyrsta fær-
eysk skáldsaga, sem gefin er út á ís-
lenzku. Á hið ágæta forlag, Víkings-
útgáfan, þakkir skildar fyrir þelta
frumkvæði sitt, og ekki síður fyrir
það, hve bókin er myndarlega úr
garði gerð. S. Sk.
ISBIRNIR eru nógu kænir til þess
að gera sér ljóst, bve dökkt nefið
á þeim er. Þegar ísbjörn ætlar að
ráðast á sel úti á klakaauðnum
kuldabeltisins, læðist Iiann ofurhægt
i áttina lil selsins, og í hvert skipti,
sem selurinn opnar augun og svipast
um, hylur björninn snjáldrið á sér
með bvítum hramminum. Á selurinn
þá mjög örðugt með að greina björn-
inn frá livítri snjóbreiðunni allt i
kringum hann.
(New York Times).
SAMTÍÐINNI bætast nú daglega nýir
áskrifendur hvaðanæva af Iandinu.
Fjölgun áskrifenda síðan um áramót er
þ r e f a 11 m e i r i en þegar hún hefur
verið mest á sama tíma áður. Þannig
meta menn það, að ritið hefur ekki hækk-
að í verði, þó að útgáfukostnaður hafi
hækkað gífurlega og sé síhækkandi. Vér
þökkum allan þp.nn fjölda bréfa, sem tjá
oss öruggar og sívaxandi vinsældir rits-
ins, og munum gera allt til þess að bæta
það sem mest. — Sendið oss sem flesta
nýja áskrifendur.