Samtíðin - 01.05.1941, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.05.1941, Blaðsíða 10
SAMTÍÐIN tí brátt leyfi til að liefjast handa um framkvæmdir. Óþarft er að lýsa því, að hér var við ýmsa örðugleika að elja, er kaupa skyldi vandað, nýtt skip, án þess að nokkur gjaldeyrir væri til annar en væntanlegt andvirði gömlu „Esju“, ef seljanleg reyndist. En úr þessu rættist þó svo vel, að nýja „Esja“ kom hingað, skömmu eftir að striðið brauzt út. Hefur hún ekki reynzt vel? — Jú, hún þvkir prýðilegt strand- ferðaskip, segir Pálmi Loftsson, og mér dylst ekki, að „Esja“ er sann- kallað óskabarn lians. Hann bætir við og leggur áherzlu á orðin: — Þess er fastlega vænzt, að koma skipsins marki timamól í strand- siglingum vorum, ekki einungis að þvi, er snertir þægindi og hraða, heldur einnig i menningarlegum skilningi. Við leggjum mikið kapp á, að framkoma skipverja sé i hvívetna til fyrirmyndar og að hún geti, ásamt bættri aðbúð, orðið til þess að eyða þeirri minnimáttarkennd, sem orðið hefur vart hjá farþegum með strönd- um fram, allt frá því er þeir voru „kvíaðir skrans í lest“ eins og skáld- ið orðaði það og litið var niður á þá af útlendum skipstjórnarmönnum. —- Hver áhrif hefur styrjöldin liaft á starfsemi Skijiaútgerðar rikisins? ■— Síðan stríðið Iiófst, hefur verk- svið stofnunarinnar aukizt að mikl- um mun. Flutningaþörfin meðfram ströndum lands vors hefur t. d. auk- izt gifurlega við það, að mestöllum vörum er nú skipað iá land í Reykja- vík, og verður Skipaútgerð rikisins síðan að dreifa þeim til kaupstaða og kauptúna viðsvegar á ströndum landsins. Eihnig hafa björgunarstörf varðskipanna aukizt mjög vegna aukinna strandsiglinga. - Hverjar eru framlíðaráællanir yðar i samandi við rekstur Skipaút- gerðarinnar? — Því er ekki auðvelt að svara, þar sem allt er í óvissu um þau viðhorf, sem skapast kunna að stríðinu loknu. En telja má liklegt, að fjölga verði flóabátum, er standi í beinu sam- bani við hraðfara strandferðaskip, og einnig verði að endurnýja j)á báta, sem nú eru í förum, segir forstjórinn að lokum. HEILSUGJAFI í einangrun fyrri alda, þegar sigÞ ing til íslands var aðeins með höpp- um og glöppum, lifðu íslendingar að mestu leyti á afurðum sinum. Það má lelja alveg vafalaust, að hin holla, heimafengna fæða þjóðarinnar, eink- um mjólk, skyr og ostar, hafi þá einkum orðið til þess að varðveita lífsþrótt forfeðra vorra og forða þjóðinni frá hrörnun. Þessa ættum vér að minnast nú, er oss hefur verið hótað hafnbanni og einangrun. Sú þjóð, sem kann að búa að sínu og á sér jafnmiklar og hollar afurðir og Islendingar, mun seint liða algerðan fæðuskort. Látum utan að komandi hótanir aðeins opna augu vor betur en áður fyrir íslenzkum gæðum og eflum framleiðslu þeirra og neyzlu eftir mætti.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.