Samtíðin - 01.05.1941, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.05.1941, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 Far, veröld, þinn veg Aron Guðbrandsson : Minni Árnesþings Við þig, blessaða byggð, hef ég bundið þá tryggð, sem er heitari en Heklunnar glóð. Je.fnt í helkaldri hríð og um hásumartíð ert þú, fóstra mín, fögur og góð. Ollum undraverð sýn eru leikföngin þín, bæði Gullfoss og Geysir í senn. Yzt við útvarðasker aldan hróður þinn ber, kveður Ijóð sitt og lag um þig enn. Fögur mynd þín, sem mér mikil gersemi er, var í fyrstu af guðunum gjörð. Hér á bóndinn sitt bú, þar sem börnin þín trú breyta grjótmel í gróandi jörð. Hér var hámarkið sett: Hér fann Geitskör þann blett, þar sem Alþing um aldir var háð. Þú átt Þingvelli enn, þar sem göfugir menn hafa framtíðar frækornum sáð. * Hátt um heiðloftin tær fljúga himninum nær bæði valur og vígdjarfur örn. En í blómgaðri byggð, sem er blágresi skyggð, drekka lífsveig þinn dalanna börn. TÓMLÆTI íslendinga gagnvart tungu og bókmenntum Fæi- eyinga er gersamlega óafsakanlegt, enda þjóð vorri bæði til skaða og skammar. Þá íslendinga má telja á fingrum sér, sem nokkurn tíma á ævinni hafahandleikið færeyska bók, og fáir munu þeir menn vera hér á Iandi, er kannast við hinn fagra þjóð- söng Færevinga, hvað þá að þeir liafi nokkra hugmynd um, hvernig eigi að hera hann fram! Það verður jtví að teljast allmerkur viðhurður, að hér skuli vera nýkomin út löng skáldsaga eftir færeyskan höfund, ósvikið færeyskt verk, enda þótt hókin sé frumsamin á dönsku. Höfundur bókarinnar, Jörgen-Frantz Jacobsen, var fæddur í Þórshöfn 29. nóv. 1900. Hann var bráðgáfaður maður og var, eins og lög gera ráð fyrir, settur til mennta í Khöfn. Þar las liann sagnfræði og frakknesku við háskólann og lauk embættisprófi i þeim greinum, þrátt fyrir það þótl hann hefði 22 ára gamall sýkzt af banvænni berklaveiki. Jakobsen gerð- ist að afloknu prófi hlaðamaður við Politiken og skrifaði þar fjölda at- hygliverðra greina einkum um mál- efni Færeyinga. Skáldsöguna Bar- böru skrifaði hann að mestu leyti á banasænginni. Það er voldug ástar- saga, sköpuð úr færeyskri arfsögn, mótuð af gerhvgli djúpviturs sálfræð- ings, sem í baráttu við harðan sjúk-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.