Samtíðin - 01.03.1942, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.03.1942, Blaðsíða 7
SAMTiÐIN Marz 1942 Nr. 80 9. árg1., 2. hefti HÉR FÆÐAST allt of fá börn. Þjóðin þarfnast miklu meiri mannfjölgunar. Þetta hefur að undanförnu verið viðkvæð- ið hjá forráðamönnum stórveldanna í Ev- rópu. Nýlega birtist grein um þetta mikil- væga dagsins mál í merku ensku útvarps- blaði, og til þess að veita lesendum Sam- tíðarinnar glögga hugmynd um, hverja skoðun brezk yfirvöld hafa á því, birtum vér greinina hér í lauslegri þýðingu, ör- lítið samandregna. „Ættum við að eignast fleiri börn? Auð- vitað er hér um mikið alvörumál að ræða fyrir Breta. Það verður a. m. k. orðið al- vörumál eftir einn eða tvo mannsaldra. Með hverju ári, sem líður, komumst við a.ð raun um, að barnsfæðingum fækkar frá því, sem var árið áður. Ef þessu held- ur áfram, mun skjótt koma á daginn, að íbúum Bretlands hefur fækkað um eina eða tvær miljónir. En vér lítum svo á, að því fleiri heilsugóðir ungir Bretar sem séu í heiminum, því betur muni oss vegna. Aðalatriðið er þetta: Hvað er orðið af öll- um ungbörnunum? Hvers vegna minnka fjölskyldurnar svo ört nú á dögum? Afi minn átti tíu systkini, móðir mín níu, en ég er einkabarna foreldra minna. Nú er ég orðinn 35 ára gamall, og ég er enn ókvæntur. Þið sjáið, að hverju stefnir. Fjölskyldurnar smækka. Hvað veldur slíku? Hér eru kaflar úr nokkrum bréf- um, sem munu ef til vill varpa Ijósi á þetta mál. Ungur maður skrifar: „Hin af- vegaleidda unga stúlka nú á dögum er of mikið gefin fyrir skemmtanir, til þess að hún nenni að standa í barneignum. Hún vill heldur eiga sér lítinn bíl en lítið barn. Og hún vill heldur fara í bíó en sitja við vöggu barnsins síns. Margir foreldrar segja líka, að venjulegar íbúðir í stór- borgum séu ekki miðaðar við margmenn- ar fjölskyldur. Verkamaður í enskri stór- borg getur hvorki hýst stóran barnahóp né séð honum farborða á sómasmlegan hátt.“ — Nýgift kona skrifar: „Við hjónin ætlum að eiga eitt barn. Við treystum okkur til að ala þetta eina barn sóma- samlega upp og veita því þá beztu mennt- un, sem unnt er að afla því hér í landi. Slíkt gætum við ekki veitt tveim eða fleir- um börnum. Við viljum í barneignunum ekki ganga lengra en efni okkar leyfa.“ — Ein af þessum sönnu fyrirmyndarmæðr- um skrifar: „Við hjónin hvorki reykjum né brögðum áfengi, og við eyðum ekki tómstundum okkar í kvikmyndahúsum. Ég á þrjá heilsugóða syni og vildi gjarnan eiga þrjá í viðbót.“ — Önnur móðir skrif- ar: „Ég hef eignazt fimm börn. Þau eru öll vel gefin og heilsugóð. Ég hefði ekki treyst mér til að ala stærri barnahóp nægilega vel upp.“ Vér gætum tilfært miklu fleiri ummæli úr bréfum, sem oss hafa borizt. En hvað, sem þeim líður, vantar Bretland fleiri börn til þess að viðhalda þjóðstofni sín- um. Vér lítum svo á, að yfirleitt sé allt að færast í það horf, að fjölskyldurnar minnki“, segir höfundur greinarinnar að lokum. Hann álítur, að orsökin til barna- fækkunarinnar sé meiri metorðagirnd, meiri íþrótta- og skemmtanafíkn foreldr- anna, óheppileg íbúðaskilyrði í hinum geysistóru leiguhúsum borganna, þar sem hver íbúð rúmar ekki nema fámenna fjöl- skyldu. Höfundur tæpir að lokum á því, að stríðið geti orðið til þess að draga úr barneignum fólks, því að margar mæður hugsi sem svo: Til hvers er að eiga tvö börn, þegar þeirra bíða ægilegar loftárás- ir og viðlíka hörmungar. Það er víst engin hætta á því, að mann- kynið gangi til þurrðar. Hinu þarf eng- inn að furða sig á, þó að skynsamt fólk kinoki sér við að auka kyn sitt eins og nú er umhorfs í veröldinni, meðan þeir menn fara með pólitísk völd, sem virða mannslífin og velferð manna ekki meira en raun ber vitni.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.