Samtíðin - 01.03.1942, Qupperneq 10

Samtíðin - 01.03.1942, Qupperneq 10
6 SAMTIÐIN hann skrökvaði, til þess að lionum sé seinna unnt að vera sjálfum sér samkvæmur. Sannist lýgin á hann, á hann sér, a. m. k. hjá flestum heið- virðum mönnum, aldrei uppreisnar von. Hvernig er hægt að ætlast til þess, að þér trúið nokkurn tíma manni, sem þér liafið einu sinni revnt að ósannsögli? Óhollusta — sjálfskaparvíti REININ, þegar krabbamein er ósaknæmt, sem birtist í síðasta hefti Samtíðarinnar, hefur vakið mikla og almenna athygli meðal les- enda vorra. Og menn hafa spurt: Er ekki hægl að vinria gegn banvænum sjúkdómum á annan liátt en þann, að leita læknis i tæka tíð? Þessu má vafalaust svara játandi. Oss Islend- ingum er t. d. smáni saman að skilj- ast það betur og betur, hvern þátt hollt fæði á í beinni heilsuvernd gegn ýmsum sjúkdómum. Allt grænmeti, sem er rétt matbúið, er talið mjög hollt. Og ýmsar íslenzkar fæðuteg- undir, sem haldið hafa lífinu í þjóð vorri í meira en þúsund ár, er óþarft að nefna í þessu sambandi. Um mjólk er það t. d. vitað, að hún er fullkomn- asta og hollasta næringarhlanda, sem völ er á, og ættu menn að neyta lienn- ar í rikum mæli. — Þennan bíl lief ég átt í fjögur ár og aldrei orðið fyrir neinum ó- höppum. — Þér eigið við, að þér hafið sí og æ orðið fyrir óhöppum í fjögur áir, en aldrei átt bíl. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum: Út um víkur og voga Blána víkur og vogar, á vorsins gullkrónum logar. Fangarnir standa í fjörunni, fuglinn í Drangey er fastur í snörunni. Blómin af blundi vekur blíðan, sem völdin tekur. Hver vanmáttur vetrinum gleymandi um vorið og sólskinið dreymandi. Með ráðum hinn ríki og snauði reyna að safna brauði til líkamans bjargarméð bjartsýnistraustinu og búa sig undir, það líður að haustinu. Einn er hrakinn og hrjáður, hinn er af skrílnum dáður. Við sjáum hér lítið af samúðartökunum, svikarinn vegur að smælingja bökunum. Höfðingja byggingin háa hefur rúm fyrir fáa. Eilífðarblómin í garði hjá götunni, en guðsbarnið heilaga liggur í jötunni Sjómenn sigla að nausti, senn líður að hausti. Leystur er fanginn úr fjörunni, fuglinn er dáinn í snörunni. ALLUR PAPPÍR í Samtíðina verður að greiðast fyrirfram og annar út- gáfukostnaður jafnóðum og heftin koma út. Er oss því mikil nauðsyn, að áskrif- endur greiði árgjaldið fyrir 1942 k r. 10.00, sem allra fyrst. Sendið það nú þegar í peningabréfi eða póstávísun til: SAMTÍÐIN, Pósthólf 75, Reykjavík. — Sparið innheimtukostnað og póstkröfu.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.