Samtíðin - 01.03.1942, Blaðsíða 14
10
SAMTÍÐIN
að leiðum þeim, sem færastar eru.
Því fer þess vegna fjarri, að ástæða
sé til að aroast við fjallferðum manna,
ungra og gamalla. Þær eru tákn heil-
brigðrar þjóðar, sem vill sækja á
brattann, og öræfi vor og óbyggðir
eru þannig ótæmandi heilsulind, og
öruggur skóli æskunnar i landinu,
sem til þeirra leitar í tómstundium
sínum. Á þetta hafa þegar margir
innlendir menn komið auga, en ör-
æfanáttúra lands vors hefir einnig
seitt til sín allmargt gesta utan úr
lieimi. Sá straumur á áreiðanlega eft-
ir að verða sterkari og getur, er tímar
líða, orðið landsmönnum drjúg tekju-
lind. Annars er ekki tilætlunin að
gera það mál að umræðuefni að þessu
sinni.
En hins skulum vér vera minnug-
ir, að óbyggðir landsins eru heilsu-
brunnur og hvíld þreyttum mönn-
um og þroskalyf æskunnar.
MERKUR ENGLENDINGUR lét
þess getið í útvarpserindi
skömmu fyrir strið, að honum of-
hyði alveg skemmtiferðalög landa
sinna til meginlands Evrópu. Hann
komst m. a. þannig að orði:
— Hvers vegna fer fóllc i þessi
ferðalög? Fer það til þess að skoða
málverkasöfn og fagrar byggingar?
Dómkirkjur og listasöfn meginlands-
ins eru sí að æ þéttskipuð Englend-
ingum, sem margir hverjir hafa
aldrei stigið fæti sínum inn í mál-
verkasafn ríkisins (The National
Gallery) né Westminster Ahbey í
London. — Fer þetta fólk til útlanda
til þess að leika þar golf eða tennis?
Hvort tveggja getur það leikið við
enn betri skilyrði hér heima fyrir.
Fer það til þess að iðka vetraríþrótt-
ir? I þeim efnum er aðstaðan að vísu
betri á meginlandinu en hér i Eng-
landi. En ég hýzt við, að utanfarir
Englendinga byggist mestmegnis á
eintómum vana, þar sem hver apar
eftir öðrum, og enginn vill vera eftir-
bátur annars. En ætli flestum finnist
nú ekki ferðagleðin ná hámarki sínu,
þegar þeir á lieimleið sjá strönd
Bretlands rísa úr liafi og þeir eiga
i vændum að stíga aftur á hrezka
jörð.
Þannig fórust hinum merka Eng-
lendingi orð. Sjálfsagt mættum við
íslendingar hugsa eitthvað svipað.
Við vorum fyrir stríð gjaldeyrislitl-
ir og stórskuldugir, og þó streymdi
fólk héðan til útlanda í það ríkum
mæli, að mildl vandkvæði voru oft á
farrými handa öllum þeim sæg.
Sjálfsagt eiga margir brýnt erindi,
svo sem kaupsýslumenn, fjármála-
rnenn, námsfólk og fræðimenn. En
þeir, sem sigla í þvi skyni að kynnast
náttúrufegurð annarra landa og „sjá
sig um“ sem kallað er, ættu fyrst að
skoða, þó að ekki væri nema örlítið
brot af þeirri óumræðilegu fegurð
og tign, senr Island hefur að bjóða og
fæslum mun endast ævin til að kynn-
ast til auðinnar hlítar.
Frúin (viö nýja vinnukonu): —
Þér viljið hafa 150 krónur á mánuði.
En ég hjálpa sjálf til í eldhúsinu.
Stúlkan: — Þá vil ég hafa 200.
Vinsamlegast spyrjið vini yðar, hvort
þeir lesi Samtíðina.