Samtíðin - 01.03.1942, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.03.1942, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 inn borin. Ef hún hefði aldrei fæðzl — vesalingurinn sá arna —- mundi hún hafa komizt lijá miklu mótlæti. En Iiins vegar mundi dóttir liennar, Elizabet drottning, þá aklrei hafa séð dagsins ljós. Og þá hefði enginn orðið tii þess, eftir andlát Blóð-Maríu, að bægja Filippusi Spánarkonungi frá Englandi, sem hann þóttist eiga til- kall til, sakir hjúskapar þeirra Maríu. Þannig hefði Englandi þá komizt undir stjórn Spánar. Og þá hefði ekki skapazt sjóhetja á borð við Drake. Þá hefði „Flotinn ósigrandi“ ekki orðið til, og ekki liefði þá þróazt neitt hrezkt sjóveldi, sem „Flotinn ósigr- andi“ átti sinn þátt i að skapa. Við hefðum þá ef til vill orðið spænskumælandi þjóð, og það er sennilegt, að þá væri rannsóknarrétt- urinn enn í óða önn að láta hrenna villutrúarmenn vikulega á Smiðsakri. Þá mundi áreiðanlega ekki vera til neitt hrezkt heimsveldi. En þetta var nú aðeins útúrdúr. Ég var að segja ykkur sögu af mús. Þrem dögum seinna varð hún ketti að hráð, og þar með safnaðist hún til feðra sinna, í hlóma lífsins, réttra sjö mánaða og fimm daga gömul. — Hve lancjt er héðan upp á Landsbókasaf n ? — Tveggja mínútna gangur, ef þú hlegpur. SÁ MAÐUR, er situr makindalega i stól, þar sem liann er gest- komandi, sýnir fólkinu, sem hann heimsækir, mikla virðingu. Það léttir gestrisnu fólki mjög móttöku gesta, að þeir geri sig heima- komna og séu ekki hræddir við að láta fara vel um sig í sætum sínum. Hversu margar húsmæður hafa ekki fyrr og síðar óttazt hátíðlega gesti, sem silja og standa eftir einhverjum föstum gestareglum. Lin Yutang. NOKKRAR STÓRVERZLANIR í Ilaag og Amsterdam hafa kom- ið fyrir hjá sér merkilegum sjálfsöl- um, sem vakið hafa mikla athygli og orðið geysilega vinsælir á skömmum tíma. Fólk gengur að þessum sjálf- sölum, stingur peningi í rifu á þeim og talar síðan í eina mínútu inn í þar til gerðan hljóðnema. En samtímis er rödd viðskiptamannsins tekin á örsmáa plötu, og er hann hefur lok- ið máli sínu, er honum afhent plat- an, ásamt umslagi. Getur hann síðan sent hvaða vini sínum, sem liann kýs sér, munnlega orðsendingu, sem sá liinn sami getur aftur spilað eins oft og honum sýnist á venjulegan grammófón. Þetta er kallað að senda „munnleg bréf“. (Úr Post Office Magazine, London.) Áður fyrr ég betur bjó af brezkum smíðisgripum, held mig samt að hafa nóg handa flestum skipum. Eiginmaðurinn: — Blessuð vertu, við slculum ekki vera að rífast út úr þessu, heldur elska friðinn. Eiginkonan: — Jæja, hvar átti ég þá að festa á þig þessa tölu?

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.