Samtíðin - 01.03.1942, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN
17
Þannig er þá raðað á kvöldin, leik-
sýningar í tveini samkomuhúsum og
fundirnir í því þriðja, og oft er fullt
á öllum stöðunum.Um, miðnætti liefst
svo dansinn og stendur til morguns.
Þar leikur Lúðrasveit Sauðárkróks
stund og svo taka harmonikusnilling-
arnir við og grammófónninn. Dans-
að er i tveim húsum og veitir ekki af.
Hefur mér verið sagt, að þar sé svo
fullt, að enginn þurfi að revna að
lireyfa sig sjálfur. Músikkin setur ein-
hvern veginn alla þvöguna af stað, og
svo hreyfa menn fæturna eitthvað til
málamynda, eða til að lialda jafnvæg-
inu. Sama parið dansar alla nóttina
saman og stundum nótt eftir nótt.
Eitt par veit ég um, sem dansaði í 18
klukkutíma saman í þreinur atrenn-
um. Þetta þykir kurteisi nú á dögum.
Hygg ég, að orð Tómasar megi heim-
færa upp á þetta fvrirbrigði mann-
lífsins, og að þessar samlokur „elski
meira á einni sæluviku, en öðrum,
tókst í löngu hjónabandi.“
Fjarri fer því, að þótt búið sé að
minnast þessara meginþátta sýslu-
fundarvikunnar, þá sé allt talið. Oft-
ast reka ýmsar aðrar skemmtanir
hver aðra, allt frá liádegi til kvölds.
Þá eru tombólur, bíó, karlakórasöng-
ur, einsöngvar, listdansar, bæði ein-
dansar og hópdansar barna, leikfimi-
sýningar og gamanvísur. Um allt
þetta mætti margt segja.
Ivarlakórar hafa lengi starfað í
Skagafirði. Mun nú vera um aldar-
fjórðungur siðan Bændakórinn var
stofnaður. Eftir að hann leið undir
lok, hóf Karlakórinn Heimir starf
sitl frammi í sveitunum og Karlakór
Sauðárkróks hér í þorpinu. Um tíma
starfaði þriðji kórinn í Hofsós og
umhverfi lians. Lúðrasveil hefur
starfað á Sauðárkróki í meira en 10
ár.
Eins og allir vita, sem kunnir eru
söng og hljómlistarlífi yfirleitt, kost-
ar alll slíkt mikla æfingu og stórar
fórnir tíma og fjármuna. Sama er
að segja um leikstarfsemi.
Sauðárkróksbúar hafa ekki ánægj-
una eina af sýslufundinum og gesla-
komunni í sambandi við hann. Leik-
irnir, sem sýndir eru, liafa kostað
mörg æfingakvöld þrevttra verzlun-
armanna, húsmæðra og annarra
starfenda kauptúnsins vikurnar
næstu á undan. Ivórarnir hafa æft
sig allan veturinn og sá þeirra, sem
starfar í sveitinni, hefur orðið að
kalla söngkrafta sina langar leiðir ti!
æfinga, og svo þegar þeir eru komnir
saman, er ekki um annað að tala en
æfa sig í 6 klukkutíma samfleytt og
ganga á svefntímann, því að ekki er
um annað að ræða en hefja aftur
störf að morgni við hílakstur,
skepnuhirðingu eða annað, 1 Karla-
kórnum Heimi eru félagarnir úr 5
eða jafnvel 6 hreppum sýslunnar
og er því ekki fvrir þá alla í næsta
hús á æfingu að fara.
Danska lyfsalafrúin, sem æfir
leikfimi harnanna og dans ungu
stúlknanna og dansar sjálf eindans,
hefur orðið að fórna tíma frá hús-
móðurstörfum sínum. Og þegar sarni
maðurinn hefur stjórn bæði lúðra-
sveitarinnar og karlakórsins og er
leikstjóri og leikari og hefur auk þess
stjórn kirkjukórsins og er kirkjuorg-
anisti, þá má nærri geta, að hann
veit, livað liann á að gera við frítíma