Samtíðin - 01.03.1942, Page 25

Samtíðin - 01.03.1942, Page 25
SAMTÍÐIN 21 og lagði áætlun að því, seni hann kallaði „rafmagns-ritsíma“. Þegar hann kom til New York, lagði hann listmálarastarfið algerlega á hilluna, svo gagntekinn var hann af umhugs- uninni um ritsímann sinn. Hann eyddi öllu sparifé sínu í eintómar til- raunir viðvíkjandi símanum. Hann hafði ekki efni á að afla sér dýrra á- halda, en tók sundur gamla klukku til þess að nota lijólin úr henni, hjó til ofur einfaldan rafsegul, festi hlý- ant við hann og úthjó þar með fyrstu ritsímavél heimsins, sem hann kom fyrir á gamlar málaratrönur. Þetta áhald var næsta hroslegt á að líla, en listamaðurinn, sem farið liafði víðsvegar um Evrópu til þess að kynna sér málaralist hinna frægu meistara fyrri alda, var enn þá hrifn- ari af blýantskroti þessarar nýju furðuvélar heldur en af hinum dá- samlegustu málverkum Micliaelange- los. Morse var vonsvikinn, vegna þess að liann gat aðeins sent skeyti 15 álna fjarlægð. Ef um lengri leið var að ræða, voru táknin svo dauf, að þau urðu ekki greind. Um þennan mikla annmarka var hann sífellt að hrjóta heilann í tvö ár. Þá var það einn góð- an veðurdag, að liann sá, hvar verið var að skipta um liesta fyrir vagni. Þreyttu hestarnir voru spennlir frá vagninum og óþrevttir hestar spennt- ir fyrir hann i þeirra stað. Nú datt Morse nokkuð í hug: Það, sem hann þarfnaðist, voru nýir hestar, nýir rafmagnshestar, er hæru boðin frá einum rafsegli til annars. Sökum féleysis varð Morse að ger- ast kennari i málaralist við háskól- Efnalaug Reykjavíkur Laugaveg 34 B. — Sími 1300. • Hreinsum og litum alls konar fatn- að með nýtízku Vélum og heztu efnum. — Komið þangað, sem skilyrðin eru hezt og reynslan uest. Biðjið um upplýsingar. Fyrirspurnum svarað greiðlega. Afgreitt um land allt gegn póst- kröfu, fljótt og vel. Við seljum allar fáanlegar vörur á l)ezta verði. Seljum matvæli til skipa og ferðalaga. Höfum margra ára reynslu i úthúnaði til ferðalaga. Matvæli. — Hreinlætisvörur. Sælgæti. — Tóbaksvörur. Avallt nægar hirgðir. Hafnarstræti 16. — Sími: 2504.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.