Samtíðin - 01.03.1942, Síða 26
22
SAMTÍÐIN
ann í New York. Þar vakti hann á-
hnga eins af nemendum sínum, Al-
fred Vails að nafni, fyrir uppfynd-
ingu sinni. Faðir Vail þessa var auð-
ugur maður, og fékk Alfred hann til
þess að leggja fram nokkur hundruð
dollara til nýrrar og endurhættrar
ritsímavélar. Þeir Morse og Vail unnu
síðan dag og nótt að því að smíða
þessa nýju vél, og að lokum gátu þeir
reynt liana í samkomusal háskólans
að viðstöddu fjölmenni. Fólk var for-
vitið að kynnast þessu undra-leik-
fangi Iians Morse listmálara. Öðrum
megin i salnum sendi Vail skeytin,
með því að styðja á takka, og liinum
megin veitli Morse viðtöku þessu
fyrsta símskeyti, sem sent hefur verið
í heiminum: „Happasæl tilraun mcð
ritsímann h. september 1837.“
Allt virtist leika í lyndi. Morse
keypti einkarétt á uppfyndingu sinni.
Gamli Vail lofaði að leggja fram fé
til fyrirtækisins, og Morse sótli um,
styrk til löggjafarþingsins í Wasli-
ington iil þess að leggja ritsíma frá
Ballimore til Washington. En þingið
var þá ekki við því húið að sinna
slíku. Það lagði umsóknina á hill-
una. Morse var örvita af vonhrigðum.
Hann skrifaði nú ríkisstjórninni
hvert hréfið ú fætur öðru. Loks hót-
aði hann stjórninni, að hann skyldi
eyðileggja uppgötvun sína og gerast
listmálari á ný, ef sér yrði neitað um
styrkinn. Við það sansaðist stjórnin
og lagði fram frumvarp um fjár-
styrk lil þeirra Morse og Vail, hið
svonefnda „Vail-Morse frumvarp“.
Það var komið fram undir mið-
nætti þann 3. marz 1843, þegar um-
ræður hófust um frumvarpið í þing-
Skipasmíðastöð
Reykjavíkur
Magnús Guðmundsson
Sími 1076 og 4076.
Allt efni
til skipasmíða
fyrirliggjandi.
Önnumst húsa- og skiparaflagn-
ir, setjum upp vindrafstöðvar
fyrir sveitabæi og útvegum allt
efni til þeirra.
Sjáum um teikningar af stærri og
smærri rafveitum.