Samtíðin - 01.03.1942, Page 27

Samtíðin - 01.03.1942, Page 27
SAMÍÍÐIN 23 inu. Morse sat uppi á áheyrendapalli, óstyrkur og eftirvæntingarfullur. Hver þingmaðurinn á eftir öðrum i'eis á fætur og andmælti þeirri fá- sinnu að sóa opinberu fé í jafn liæpið fyrirtæki og þennan ritsíma. Enn aðrir héldu því fram, að Morse væri purkunarlaus svikalómur. Honuni tók nú að hitna í hamsi uppi á á- heyrendapallinum, og i reiði sinni kreisti hann síðustu koparpeningana, sem hann átti i eigu sinni, i sveitt- um lófa sér. Að lokum spratt Vail gamli, sem var öldungadeildarþing- maður, á fætur og hélt kröftuga ræðu, þar sem hann mælti fast með því, að frumvarpið yrði gert að lög- um. Því næst var gengið lil atkvæða, og var frumvarpið þá samþykkt með 89 atkvæðum gegn 83. Fjórtán mánuðum seinna hóf rit- símastöðin í Baltimore skeytasend- ingar til Washington. Tuttugu árum seinna tengdi neðansjávar-ritsíma-A lögn Evrópu og Ameríku. Hin stór-y merka uppfynding — punktarnir ogjA- strikin — hafði lagt undir sig heim- inn og tengt allar þjóðir miklu traust- ari höndum en áður. Og úti á höfun- um tóku skip, er voru í háska stödd, að senda frá sér neyðarmerkið SOS til þess að kalla á hjálp. Þannig varð hið einfalda táknmál Morse brátt til þess, að hjarga þúsundum manna frá bráðum bana, en sjálfur varð hann sökum huglcvæmni sinnar og þraut- seigju einn af mestu velgjörðarmönn- Um mannkynsins, sem jafnan mun minnzt með virðingu og þökk. Næsta hefti Samtíðarinnar kemur út 1. apríl. Útvarpsanglýsingar berast með skjótleik raf- magnsins og mætti liins lifandi orðs til sifjölg- andi útvarpshlustenda um allt fsland. Hádegisútvarpið er alveg sérstaklega hent- ugur auglýsingatími fyrir Reykjavík og aðra hæi landsins. Sími 1095. Ríkisútvarpið. Belgjagerðin h.i. Símnefni: Belgjagerðin. — Pósthólf 961. — Reykjavík. — Sími: 4942. Tjöld Bakpokar Svefnpokar Kerrupokar Ullarvattteppi Stormjakkar og blússur Skíðalegghlífar — töskur og vettlingar Frakkar og kápur Skinnhúfur o. fl. o. fl.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.