Samtíðin - 01.09.1942, Page 7

Samtíðin - 01.09.1942, Page 7
SAMTiÐIN September 1942 Nr. 85 9. árg., 7. hefti ÚTGEFANDI: SIGURÐUIÍ SKÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32. ITÍMARITINU American Weekly var nýlega grein með þessari fyrirsögn: Fólk, sem er með spékoppa, hefur enga glæpahneigð. Þar sem ætla má, að les- endur Samtíðarinnar hafi gaman af a.ð kynnast efni þessarar greinar, birtum vér hana hér í lauslegri þýðingu. Mikið hefur verið ritað um líkamleg ein- kenni glæpamanna. Frægir vísindamenn og glæpamálasérfræðingar hafa rannsak- að þær manntegundir, bæði karla og kon- ur, um víða veröld, er einkum hafa villzt inn á refilstigu afbrotanna. Þessir sér- fra-ðingar hafa síðan skapað kenningar um kyngöfgi og kynspillingu, en þeim hef- ur aftur verið andmælt af öðrum færum vísindamönnum. En enginn maður hefur áður uppgötvað staðreynd, sem ungversk- ur sakamálasérfræðingur, Max Tisza, hef- ur nýlega bent á, en hún er á þá leið, að enginn maður, hvorki karl né kona, sem sé með spékoppa, hafi nokkuru sinni drýgt meiri háttar glæp. Og Tisza þessi geng- ur enn lengra í staðhæfingum sínum. Eft- ir geysivíðtækar rannsóknir, þar sem hundruð manna hafa verið höfð til athug- unar, tekur hann svo djúpt í árinni, að hann fullyrðir, að fólk, er sé með spé- koppa, sé algert úrval mannkynsins. Þetta einkenni telur hann öruggt merki um sið- gæði og andlega yfirburði á háu stigi. Spékoppar í kinnum álítur hann, að sanni, að menn séu göfugir, áreiðanlegir, mann- vænlegir og gæddir afburða sálarþroska. — Þá heldur Tisza því fram, að fólk mcð spékoppa sé venjulega hraust og rólynt, l*að hafi heilbrigða dómgreind og komist *njög sjaldan í fjárkröggur. Hann skiptir þessu hamingjusama spékoppafólki í þrjá flokka. í fyrsta flokknum eru þeir, sem hafa laut í höku. f öðrum flokki er fólk, sem hefur einn eða tvo spékoppa í kinn- um. Og í þriðju deildinni eru svo menn, sem hafa lautir bæði í höku og kinnum. Fólk í síðasta flokknum telur Tisza vera blómann af ma.nnkyninu. Eftir þrjátíu ára athuganir fullyrðir þessi sakamálasérfræð- ingur, sem nýtur mikils álits í sinni fræði- grein, að óhætt sé að treysta manni, er hafi lautir bæði í höku og kinnum. Af mörgum hundruðum glæpamanna, svo sem morðingjum, innbrotsþjófum, vasaþjófum, fjárglæframönnum o. s. frv., kveðst Tisza ekki hafa rekizt á einn einasta mann með spékoppa. Þó var í öllum þessum stóra hóp ein kona með laut í annarri kinninni. En sú laut var ckki meðfædd, heldur bú- in til í þeim tilgangi, að auka á yndis- þokka konunnar, sem síðan var dæmd til stuttrar fangelsisvistar fyrir glæpsamlegt hjúskaparlíf. Tisza hefur skrifað bók um rannsóknir sínar á þessu sviði. Er bókin rituð spé- koppunum til lofs og dýrðar, eins og að líkum lætur. Ef staðhæfingar þessa manns öðlast almenna viðurkenningu, má búast við, að þær valdi miklum tímamótum í fegrunaraðgerðum. Spékoppar hafa að vísu jafnan þótt auka mjög á kvenlega fegurð, en hingað til hefur ekki verið reynt til að búa þá til með sérstökum fegrunar- aðgerðum. Vel mætti svo fara, að fólk tæki að sækjast eftir þeim til þess að sanna fullkominn heiðarleik sinn, AMTÍÐIN hefur undanfarin ár ávallt komið út þann 1. hvers útkomumán- aðar. Slík stundvísi mun algert einsdæmi um tímarit hér á landi. Framvegis mun ritið sennilega koma út fyrir m á n- a ð a. m ó t, þegar slíks er nokkur kostur. Ber mjög að þakka þetta frábærri sam- vinnu við Félagsprentsmiðjuna. Greiðið götu þessa stundvísa rits, sem flytur yður úrval beztu erlendra tíma- ritagreina auk fjölda ísl. ritgerða, snjallra smásagna o. fl.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.