Samtíðin - 01.09.1942, Side 8

Samtíðin - 01.09.1942, Side 8
4 SAMTlÐIN „Háskólabókasafnið á að verða lyfti- stöng íslenzkra vísindaiðkana,“ segir dr. Einar OI. Sveinsson, forstöðumaður þess EG ÆTLA að biðja Jesend- ur Samtíðarinnar að slu-eppa með mér suður í Há- skóla og fræðast nokkuð um liið nýja bókasafn, Einar Ól. Sveinsson sein nn er tekið að starfrækja inn- an vébanda þessarar æðstu mennta- slofnunar þjóðar vorrar. Vér hittum forstöðumann safns- ins, dr. Einar Ól. Sveinsson, í liinu virðulega anddyri Háskólans, og er bann fús til þess að fræða oss um allt það helzta, sem segja má um safnið, á þessu stigi málsins. Dr. Einar opnar dyr að vesturálmu liúss- ins, inn úr miðju anddyrinu, beint undir hrjóstlíkaninu af Jóni Sig- urðssyni, og við oss blasir vistlegur lestrarsalur. Þarna eru tiltækileg- ar nauðsynlegustu handbækur i þeim vísindagreinum, sem kenndar eru i Háskólanum. Hér er hátt und- ir loft, eins og vera ber. Yfir inn- göngudyrunum er brjóstlíkan úr eir af prófessor Finni Jónssyni, hinurn mikla velgerðamanni þessa safns, og snúa þeir Jón Sigurðsson bökum saman sinn hvorum megin veggjar. Veggir Iestrarsalsins eru að neð- an þiljaðir grænlitaðri eik, og skap- ar sá Iitur hlýleik og ró, svo að gest- irnir kunna brátt vel við sig og kom- ast í fræðimannsskap, fjarri ys og þys höfuðstaðarins. Hér eru sæli fyrir 32 menn, og segir bókavörð- ur, að síðastliðinn vetur bafi livert sæti í salnum oft verið skipað. Úr suðausturhorni salsins eru dyr inn í lítið herbergi, sem ætlað er fræðimönnum og öðrum, er einkum þarfnast næðis. Þar eru húsgögn öll í gulum lit. Inn úr norðvestur- horni salsins er tímaritageymsla, en inn úr sunnanverðum salnum stúka bókavarðar. Inn úr miðjum salnum eru dyr að bókageymslum safnsins. Þær eru á tveim hæðum hússins, en inn af þeim er varðveitt hið mikla bókasafn, sem dr. Benedikt S. Þórarinsson gaf Háskólanum. Eftir að ég hafði litazt um í sala- kynnum safnsins, átti ég eftirfar- andi tal við forstöðumann þess: — Hvernig er í stuttu máli for- saga þessa bókasafns? — Áður en Háskóli íslands var stofnaður, árið 1911, áttu þeir skól- ar, sem þá runnu inn í stofnunina, einkum prestaskólinn og lagaskól- inn, talsvert af bókum. Eftir stofn- un Háskólans erfðu deildir hans þennan bókakost, og síðan héldu þær auðvitað áfram bókakaupun- um smátt og smátt, eftir efnum og ástæðum. Þá hafa Háskólanum bor- izt bókagjafir úr ýmsum áttum. Þar

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.