Samtíðin - 01.09.1942, Síða 12

Samtíðin - 01.09.1942, Síða 12
SAMTÍÐIN Glæsilegt útgáfufyrirtæki FVRIR NOKKRU stofnuðu 25 mcnn hér á landi bókaútgáfufélag, sem hlaut nafnið Landnáma. I'élagið hefur nú hafið mjög vandaða útgáfu á verkum skáldsins Gunnars Gunnarssonar, og hefur hið mikla rit Kirkjan á Fjallinu fyrst orðið fyrir val- inu. Er áformað, að það verði hér 3 stór bindi, og er hið fyrsta, Skip heiðríkjunn- ar, komið út fyrir nokkru, annað bindið, Nótt og draumur, er í þann veginn að koma út, og hið þriðja, Óreyndur ferða- langur, mun vera komið i prentun. Þýð- inguna á þessu riti hefur Halldór Kiljan Laxness annast, og virðist hún hafa tek- izt ágætlega. Samtíðin vill liér með fyrir sitt leyti vekja athygli lesenda sinna á þessari út- gáfu, sem eingöngu er ætlað að gefa út úrvalsrit eftir íslenzka menn til fastra áskrifenda. Það er mér sérstakt fagnaðar- efni, að stórskáldið Gunnar Gunnarsson skuli fyrstur hafa orðið fyrir valinu hjá Landnámu. Árið 1930 vakti ég máls á því 1 útvarpserindi, að ekki væri vammlaust að vita höfuðrit hans lengur óíslenzkuð, berandi frægð íslands víða um heim, en lítl kunn öllum þorra íslenzku þjóðar- innar. Þá óraði mig ekki fyrir því, að þjóð vor ætti eftir að endurheimta Gunn- ar, svo sem nú.er orðið. En nú er hvort tveggja, að hann er kominn heim eftir langa og frækilega útivist og tekið er að sýna ritum hans viðurkvæmilega rækl. Það mun hafa vakað fyrir forgöngumönn- um Landnámu, að gera tvcnnt í senn: greiða hinum heimsfræga höfundi að nokkru óbætta skuld, sem íslenzka þjóðin stendur í við hann, og veita mönnum hér greiðan aðgang að snilldarverkum hans. Aftan við Skip heiðríkjunnar hefur Gunnar Gunnarsson skrifað e.k. eftirmála, sem er merk heimild um það, hvernig Iíirkjan á fjallinu varð til. Þar segir hann m. a.: „Einn góðan veðurdag náði ég i fyrstu setninguna, það var löng setning og sleip eins og áll, en ég sleppti ekki tökunum. Bókin varð, eins og þegar er gelið, allt önnur en ég hafði ætlað. Mér hafði verið Iegið á hálsi fyrir það, að ég væri búinn að gleyma islenzkum lands- hátlum. Mig hafði aldrei langað til að svara þeim ásökunum öðruvísi en með brosi, og nú var tækifærið. Ég hafði ekki í hyggju að skrifa neina skáldsögu í venju- legu formi. Þetta átti bara að vera „bók“. Hún átti fyrst og fremst að rúma sann- leikann um lífið og tilveruna að svo miklu leyti, sem ég væri megnugur að skynja hana. En svo varð úr þessu leikur. Ljöð- lína Jónasar var það eina„ sem við álti sem heiti á bókinni." Enn mun tækifæri til að ganga í Landnámu og gerast þar með áskrifandi að verkum Gunnars, og ættu menn að gera það sera allra fyrst. Samtíðin birtir hér mynd af Gunnari Gunnarssyni, er hann var enn, á æskuskeiði. Hún var tek- in árið 1916. S. Sk.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.