Samtíðin - 01.09.1942, Side 13

Samtíðin - 01.09.1942, Side 13
SAMTÍÐIN 9 MERKIR SAMTÍÐARMENN F'r. Hallgrímsson E. Powell Síra. Friðrik Hallg-rímsson dómprófastur er fæddur í Reykjavík 9. júní 1872. Foreldrar: Hallgrímur Sveinsson dómkirkjuprestur, síðar biskup, og kona hans, Elina M. B. Fevejle, yfirlæknis i Khöfn. Friðrik Hallgrímsson varð stúdent vorið 1891 og hóf haustið eftir guðfræðinám við Khafnarháskóla, en lauk því árið 1897. Kenndi næstu 2 ár við ýmsa skóla í Rvik, en vígðist jafn- framt 12. okt. 1898 til prestsþjónustu við holdsveikraspítalann í Laugarnesi, sem þá tók til starfa. Þjónaði Útskálaprestakalli á árunum 1899—1903, en fór það sumar til Vest- urheims og var prestur íslenzku safnaðanna í Argylebyggð í Manitobafylki fram til vors 1925, er hann hvarf lieim og gerðist dómkirkjuprest- ur í Reykjavik. Varð prófastur í Kjalarnespróf- astsdæmi árið 1938 og' dómprófastur í Rvík, er höfuðstaðurinn var gerður að sérstöku prófasts- dæmi fyrir tæpum 2 árum. Síra Friðrik er frá- bærlega vinsæll maður og vel metinn í starfi sínu. Hann hefur, síðan hann kom heim, gefið út allmargar sögubækur handa börnum og ung- lingum auk nokkurra annarra rita. Hann kvænt- ist 5. júlí 1900 Bentínu Björnsdóttur, bónda í Búlandsnesi i Suður-Múla- sýslu, mikilhæfri lconu, eins og hún á ætt til. Samtíðin hef- ur verið svo heppin, að ná loks í viðun- andi mynd af þeim manni, sem einna mest er nú talað um í heiminum, Eugen Johann- es Rommel, marskáikinum þýzka, er stjórnar hernaðarað- gerðum Þjóðverja og ítala í Af- ríku þannig, að slíkt vekur al- heims aðdáun jafnt meðai and- stæðinga sem samherja. Rommei er fæddur í Suður-Þýzkalandi árið 1891. Tók þátt í styrjöld- inni 1914—18, fyrst sem lágt settur liðsforingi, en lilaut 1915 æðsta prússneska heiðursmerk- ið, sem til var, fyrir að taka mikiísverðar frakkneskar víg- stöðvar. Rommel gerðist brátt fylgism. Hillers, er hann hóf stjónmálabaráttu sína, og var selt- ur yfir S.S.-sveitirnar. Ávann Ronmiel sér ])á brátt mikið álit. 1 innrásinni í Póliand 1939 var Rommel yfirforingi, og í orustunni um Frakkland stýrði hann 7. bryndrekadeildinni, er brauzt í gegn hjá Mauberge og greiddi mjög fyrir sókn Þjóðverjar til Ermarsunds. Hitler gerði Rommel að yfirmanni Afrikuhersins árið 1940 til hjálpar ítölum. Rommel Eleanor Powell, hin yndislega, heimsfræga kvikmyndastjarna, er fædd i Springfield í Massa- chusetts i Bandaríkjunum 21. nóv., en fæðingarárinu er hald- ið leyndu i nýjustu heimildar- riturn. Eieanor er jarphærð og bláeyg. Var upphaflega dans- mær (frá 6 ára aldri) og er nú talin ein hin mesta bailett- dansmær í heimi. Hún hef- ur leikið í kvik- myndum síðan 1935 og m. a. hlotið miklar vinsældir á fs- landi. Tojo Hideki Tojo hershöfðingi, forsætisráðherra Japana, er 56 ára gamall. Faðir hans var einnig hershöfðingi, og er stríðshyggja runnin Tojo í merg og bein. Hann var 1938 settur yfir æfingastafsemi japanska flughersins og þá tekinn fram yfir marga eidri menn. Siðan hefur honum miðað vel til æðstu valda í Japan, enda drottnunargjarn maður og mjög að skapi þeim auðmönnum, er styðja að stríðsþátttöku Japana, sakir einkahagsmuna. Þeir, sem þekkja hann, óttast hann, en í>nnars er hann frekar vinsæll út í frá. Pavel Rychagov er yfirmaður alls rússneska flughersins. Hann hiun vera ungur og giæsimenni, en uppiýsingar um hann vantar. P. Rychagov

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.